Hagahverfi - umsókn um skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2017090130

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Lagðar eru fram tillögur að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis.
Skipulagsráð óskar eftir tillögum frá skipulagshönnuði í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Teknar fyrir að nýju tillögur að breytingum á deiliskipulagi Hagahverfis. Skipulagsráð óskaði eftir tillögum frá skipulagshönnuði í samræmi við umræður á fundinum.

Lagt fram minnisblað frá skipulagshönnuði dagsett 2. október 2017.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að skoða málið áfram með umhverfis- og framkvæmdasviði og skipulagshöfundi og meta hvort ástæða er til aðgerða.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Teknar fyrir að nýju tillögur að breytingum á deiliskipulagi Hagahverfis. Skipulagsráð óskaði eftir tillögum frá skipulagshönnuði í samræmi við umræður á fundinum. Lagt fram minnisblað frá skipulagshönnuði dagsett 2. október 2017.

Skipulagsmál frestaði afgreiðslu á fundi 11. október 2017.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar.

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Hagahverfi, í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar. Tillagan er dagsett 18. janúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.

Einnig er lagt fram sameiginlegt bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjóstæðinga sviðanna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3428. fundur - 06.02.2018

6. liður í fundargerð skipulagsráðs 24. janúar 2018:

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Hagahverfi, í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar. Tillagan er dagsett 18. janúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.

Einnig er lagt fram sameiginlegt bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjólstæðinga sviðanna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Hagahverfi, í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar. Tillagan er dagsett 18. janúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga. Einnig er lagt fram sameiginlegt bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjóstæðinga sviðanna.

Skipulagstillagan var auglýst frá 14. febrúar með athugasemdafresti til 28. mars 2018. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

11 athugasemdir bárust. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Hagahverfi, í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar. Tillagan er dagsett 18. janúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga. Einnig var lagt fram sameiginlegt bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjólstæðinga sviðanna.

Skipulagstillagan var auglýst frá 14. febrúar með athugasemdafresti til 28. mars 2018. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

11 athugasemdir bárust. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu þann 4. apríl 2018.
Svör skipulagsráðs við athugasemdum koma fram í skjalinu "Athugasemdir og svör".

Skipulagsráð tekur undir athugasemdir hvað varðar breytingar á lóðum 1, 3 og 5 við Nonnahaga og fellst á að falla frá þeim breytingum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista og Edward Hákon Huijbens V-lista óska bókað að þau taka undir að fella út tillögur að breytingum við Nonnahaga 5, þar sem uppbygging smáhýsa þar mun ekki mæta þörfum væntanlegra íbúa, vera langt frá þjónustu og í hverfi þar sem þau eru ekki velkomin. Við sem samfélag verðum að þjónusta alla okkar íbúa og í tillögu fjölskyldusviðs er ætlunin að hafa smáhýsi víða um bæinn sem þjónustar ógæfufólk. Á síðari stigum uppbyggingar í Hagahverfi og öðrum hverfum bæjarins má því búast við smáhýsum.

Bæjarstjórn - 3434. fundur - 08.05.2018

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 2. maí 2018:

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Hagahverfi, í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar. Tillagan er dagsett 18. janúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga. Einnig var lagt fram sameiginlegt bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjólstæðinga sviðanna.

Skipulagstillagan var auglýst frá 14. febrúar með athugasemdafresti til 28. mars 2018. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

11 athugasemdir bárust. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu þann 4. apríl 2018.

Svör skipulagsráðs við athugasemdum koma fram í skjalinu "Athugasemdir og svör".

Skipulagsráð tekur undir athugasemdir hvað varðar breytingar á lóðum 1, 3 og 5 við Nonnahaga og fellst á að falla frá þeim breytingum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista og Edward Hákon Huijbens V-lista óska bókað að þau taka undir að fella út tillögur að breytingum við Nonnahaga 5, þar sem uppbygging smáhýsa þar mun ekki mæta þörfum væntanlegra íbúa, vera langt frá þjónustu og í hverfi þar sem þau eru ekki velkomin. Við sem samfélag verðum að þjónusta alla okkar íbúa og í tillögu fjölskyldusviðs er ætlunin að hafa smáhýsi víða um bæinn sem þjónustar ógæfufólk. Á síðari stigum uppbyggingar í Hagahverfi og öðrum hverfum bæjarins má því búast við smáhýsum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.