Viðburðir utan miðbæjar - 2017

Málsnúmer 2017010117

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 9. mars 2017 þar sem Arinbjörn Kúld f.h. Íslandsnökkva ehf., kt. 680217-2110 sækir um leyfi til að hafa svifnökkva á Leirutjörn.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem töluvert fuglalíf og fuglavarp er við tjörnina. Einnig er nálægð við íbúðasvæði mikil og gæti starfsemin haft neikvæð áhrif fyrir íbúa.

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Arinbjörn Kúld fyrir hönd Íslandsnökkva ehf., kt. 680217-2110, óskar eftir leyfi bæjaryfirvalda til að vera með viðburði um helgar tengda sýningum og reynslusvifi á svifnökkvum á Leirutjörn í vetur eða frá 1. október 2017 til 15. apríl 2018.
Skipulagsráð óskar eftir umsögnum hverfisnefndar Brekku og Innbæjar og umhverfis- og mannvirkjaráðs um erindið.

Frestað.

Skipulagsráð - 278. fundur - 29.11.2017

Arinbjörn Kúld fyrir hönd Íslandsnökkva ehf., kt. 680217-2110, óskar eftir leyfi bæjaryfirvalda til að vera með viðburði um helgar tengda sýningum og reynslusvifi á svifnökkvum á Leirutjörn í vetur eða frá 1. október 2017 til 15. apríl 2018.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. október 2017 og óskaði eftir umsögnum hverfisnefndar Brekku og Innbæjar og umhverfis- og mannvirkjaráðs um erindið.

Umsögn hverfisráðs Brekku og Innbæjar er dagsett 30. október 2017.

Hverfisnefndar Brekku og Innbæjar telur umrædda starfsemi ekki hæfa útivistarsvæði svo nærri íbúabyggð. Svæðið er notað af börnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, sem og gæludýraeigendum og dýrum þeirra, ekki síst um helgar. Hljóðmengun af slíkri starfsemi er óhjákvæmileg, hvort sem er vegna tækja eða mannfjölda. Ólíklegt er að þeir sem nýta svæðið og íbúar nærliggjandi húsa muni sætta sig við slíka hávaðamengun og jafnvel aukna umferð bíla um hverja helgi. Svæðið líður nú þegar fyrir mikinn umferðarþunga allan ársins hring.

Umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs er dagsett 22. nóvember 2017.
Skipulagsráð tekur undir umsögn hverfisnefndarinnar og synjar umbeðinni notkun Leirutjarnar þar sem um er að ræða opið útivistarsvæði í nágrenni íbúðasvæðis.