Ásatún 40-46 - niðurfelling göngustíga

Málsnúmer 2017100058

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Erindi dagsett 4. október 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um leyfi til að fella niður tvo göngustíga sem gert er ráð fyrir á lóðinni Ásatún 40-46 vegna bratta þeirra.
Skipulagsráð fellst ekki á að göngustígarnir verði felldir niður heldur leggur til að göngustígarnir verði lagaðir betur að landinu og halli þeirra þar með minnkaður.