Erindi dagsett 4. október 2017 þar sem Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf. fyrir hönd Skíðastaða Hlíðarfjalli, kt. 590269-1079, sækir um framkvæmdaleyfi við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fyrir útivistarstíg, nýjum skíðaleiðum og varnargarði við endastöð væntanlegrar stólalyftu vegna ofanflóða.
Skipulagsráð hefur yfirfarið erindið vegna umbeðinna framkvæmda. Framkvæmdirnar eru í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag skíðasvæðisins og samþykkir skipulagsráð útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir útgáfu framkvæmdaleyfisins:
Áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út skal lögð fram staðfesting á samráði við Veðurstofu Íslands vegna framkvæmda við nýjar skíðaleiðir, varnargarð og nýja stólalyftu.
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir útgáfu framkvæmdaleyfisins:
Áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út skal lögð fram staðfesting á samráði við Veðurstofu Íslands vegna framkvæmda við nýjar skíðaleiðir, varnargarð og nýja stólalyftu.