Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 218. fundur - 09.12.2015

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að vinna erindið áfram.

Skipulagsnefnd - 245. fundur - 26.10.2016

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsett 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Tillaga um úrbætur við Síðuskóla eru nú lagðar fram og lagt til að skipulagsnefnd heimili deiliskipulagsbreytingu í samræmi við tillöguna.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsdeild í samvinnu við framkvæmdadeild að gera aðra tillögu til nefndarinnar.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsetta 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 26. október 2016. Tvær nýjar tillögur um úrbætur eru lagðar fram og kom Gunnar Jóhannesson verkfræðingur á fundinn og kynnti þær.
Skipulagsnefnd þakkar Gunnari fyrir kynninguna og frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsetta 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 26. október 2016. Tvær nýjar tillögur um úrbætur eru lagðar fram og kom Gunnar Jóhannesson verkfræðingur á fundinn og kynnti þær. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016 og lagði til að Gunnar skoðaði að banna vinstri beygju inn á og út af skólalóðinni á álagstíma. Jónas Valdimarsson framkvæmdadeild gerði grein fyrir niðurstöðum Gunnars.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsetta 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 26. október 2016. Tvær nýjar tillögur um úrbætur eru lagðar fram og kom Gunnar Jóhannesson verkfræðingur á fundinn og kynnti þær. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016 og lagði til að Gunnar skoðaði að banna vinstri beygju inn á og út af skólalóðinni á álagstíma. Jónas Valdimarsson framkvæmdadeild gerði grein fyrir niðurstöðum Gunnars.

Á fundinn komu Guðríður Friðriksdóttir og Víkingur Guðmundsson frá umhverfis- og mannvirkjasviði og gerðu grein fyrir fyrri tillögum og tillögu umhverfis- og mannvirkjasviðs til lausnar umferðarmála við skólann.
Skipulagsráð þakkar gestum fundarins fyrir komuna.

Skipulagsráð heimilar að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við tillögu umhverfis- og mannvirkjasviðs. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 9. fundur - 05.05.2017

Lagðar fram tillögur að breytingum á innkeyrslu að Síðuskóla við Bugðusíðu og aðgerðum til að auka öryggi gangandi vegfarenda að skólanum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tillögurnar.

Gunnar Gíslason D-lista og Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir L-lista véku af fundi kl. 09:55.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsetta 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 26. október og 30. nóvember 2016 en samþykkti að lögð yrði fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla á fundi 26. apríl 2017. Tillagan er dagsett 14. júní 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3560. fundur - 06.07.2017

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 28. júní 2017:

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsetta 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 26. október og 30. nóvember 2016 en samþykkti að lögð yrði fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla á fundi 26. apríl 2017. Tillagan er dagsett 14. júní 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna breytinga á innkeyrslu á lóðina var auglýst frá 16. ágúst með athugasemdafresti til 27. september 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

2 athugasemdir bárust:

1) Guðmundur Karl Atlason, dagsett 26. ágúst 2017.

Guðmundur kemur með aðrar tillögur að gatnamótum við Síðuskóla.

a) Að hringtorg verði sett á gatnamót Bugðusíðu, Arnarsíðu og innkeyrslu að Síðuskóla.

b) Hámarkshraði á skólalóð verði 15 km/klst.

c) Arnarsíða verði opnuð niður að Hlíðarbraut.

2) Dýrleif Skjóldal og Rúnar S. Arason, dagsett 2. október 2017.

Mótmæla harðlega færslu á innkeyrslu til norðurs. Telja að við það verði umferðarteppan enn verri.

Þau leggja til að þrengingum við gangbraut sunnan Arnarsíðu verði sleppt vegna hættu á umferðarteppu, vilja láta færa aðkomu að skólanum í Vestursíðu eða að máluð verði hvít lína fyrir framan gangstéttina á lóð Síðuskóla og sett upp skilti sem segir fólki að það sé að koma út af plani og eigi því ekki rétt fyrir umferð sem kemur úr Arnarsíðu.


1 umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 22. ágúst 2017.

Í Bugðusíðunni liggur 180PEH vatnsveitu-stofnlögn sem ætti þó ekki að vera í hættu þegar hraðahindrunin verður gerð, en svo liggur heimlögn 75PEH að Síðuskóla undir fyrirhugaðri heimkeyrslu að skólanum.

Því þarf að passa heimlögnina að Síðuskóla þegar farið verður í færslu á heimkeyrslunni og hvetjum við til þess að haft verði samband við okkur áður en framkvæmdir hefjast varðandi nánari upplýsingar.

Í viðhenginu er mynd af vatnslögnum á svæðinu og þar eru þessar tvær lagnir merktar sérstaklega. Lagnir rafveitu og fráveitu má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.
Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að vinna málið áfram með umhverfis- og mannvirkjasviði og umferðarsérfræðingi með hliðsjón af innkomnum athugasemdum.

Frestað.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna breytinga á innkeyrslu á lóðina var auglýst frá 16. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 27. september 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

2 athugasemdir bárust:

1) Guðmundur Karl Atlason, dagsett 26. ágúst 2017.

Guðmundur kemur með aðrar tillögur að gatnamótum við Síðuskóla.

a) Að hringtorg verði sett á gatnamót Bugðusíðu, Arnarsíðu og innkeyrslu að Síðuskóla.

b) Hámarkshraði á skólalóð verði 15 km/klst.

c) Arnarsíða verði opnuð niður að Hlíðarbraut.

2) Dýrleif Skjóldal og Rúnar S. Arason, dagsett 2. október 2017.

Mótmæla harðlega færslu á innkeyrslu til norðurs. Telja að við það verði umferðarteppan enn verri. Þau leggja til að þrengingum við gangbraut sunnan Arnarsíðu verði sleppt vegna hættu á umferðarteppu, vilja láta færa aðkomu að skólanum í Vestursíðu eða að máluð verði hvít lína fyrir framan gangstéttina á lóð Síðuskóla og sett upp skilti sem segir fólki að það sé að koma út af plani og eigi því ekki rétt fyrir umferð sem kemur úr Arnarsíðu.

1 umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 22. ágúst 2017.

Í Bugðusíðunni liggur 180PEH vatnsveitu-stofnlögn sem ætti þó ekki að vera í hættu þegar hraðahindrunin verður gerð, en svo liggur heimlögn 75PEH að Síðuskóla undir fyrirhugaðri heimkeyrslu að skólanum. Því þarf að passa heimlögnina að Síðuskóla þegar farið verður í færslu á heimkeyrslunni og hvetjum við til þess að haft verði samband við okkur áður en framkvæmdir hefjast varðandi nánari upplýsingar. Í viðhenginu er mynd af vatnslögnum á svæðinu og þar eru þessar tvær lagnir merktar sérstaklega. Lagnir rafveitu og fráveitu má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 11. október 2017. Umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs fylgir.
Skipulagsráð þakkar fyrir innkomnar athugasemdir.

Skipulagsráð óskaði eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um umsögnina og athugasemdirnar. Svörin eru í meðfylgjandi skjali: "2017.10.19 Svör við umsögn og athugasemdum v. dsk. Síðuskóla.pdf".

Skipulagsráð tekur undir svör umhverfis- og mannvirkjasviðs og telur því ekki þörf á að breyta kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3422. fundur - 07.11.2017

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. október 2017:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna breytinga á innkeyrslu á lóðina var auglýst frá 16. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 27. september 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

2 athugasemdir bárust:

1) Guðmundur Karl Atlason, dagsett 26. ágúst 2017.

Guðmundur kemur með aðrar tillögur að gatnamótum við Síðuskóla.

a) Að hringtorg verði sett á gatnamót Bugðusíðu, Arnarsíðu og innkeyrslu að Síðuskóla.

b) Hámarkshraði á skólalóð verði 15 km/klst.

c) Arnarsíða verði opnuð niður að Hlíðarbraut.

2) Dýrleif Skjóldal og Rúnar S. Arason, dagsett 2. október 2017.

Mótmæla harðlega færslu á innkeyrslu til norðurs. Telja að við það verði umferðarteppan enn verri. Þau leggja til að þrengingum við gangbraut sunnan Arnarsíðu verði sleppt vegna hættu á umferðarteppu, vilja láta færa aðkomu að skólanum í Vestursíðu eða að máluð verði hvít lína fyrir framan gangstéttina á lóð Síðuskóla og sett upp skilti sem segir fólki að það sé að koma út af plani og eigi því ekki rétt fyrir umferð sem kemur úr Arnarsíðu.

1 umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 22. ágúst 2017.

Í Bugðusíðunni liggur 180PEH vatnsveitu-stofnlögn sem ætti þó ekki að vera í hættu þegar hraðahindrunin verður gerð, en svo liggur heimlögn 75PEH að Síðuskóla undir fyrirhugaðri heimkeyrslu að skólanum. Því þarf að passa heimlögnina að Síðuskóla þegar farið verður í færslu á heimkeyrslunni og hvetjum við til þess að haft verði samband við okkur áður en framkvæmdir hefjast varðandi nánari upplýsingar. Í viðhenginu er mynd af vatnslögnum á svæðinu og þar eru þessar tvær lagnir merktar sérstaklega. Lagnir rafveitu og fráveitu má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 11. október 2017. Umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs fylgir.

Skipulagsráð þakkar fyrir innkomnar athugasemdir.

Skipulagsráð óskaði eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um umsögnina og athugasemdirnar. Svörin eru í meðfylgjandi skjali: "2017.10.19 Svör við umsögn og athugasemdum v. dsk. Síðuskóla.pdf".

Skipulagsráð tekur undir svör umhverfis- og mannvirkjasviðs og telur því ekki þörf á að breyta kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3424. fundur - 05.12.2017

Tekið fyrir að nýju, bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 7. nóvember sl.

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. október 2017:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna breytinga á innkeyrslu á lóðina var auglýst frá 16. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 27. september 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

2 athugasemdir bárust:

1) Guðmundur Karl Atlason, dagsett 26. ágúst 2017.

Guðmundur kemur með aðrar tillögur að gatnamótum við Síðuskóla.

a) Að hringtorg verði sett á gatnamót Bugðusíðu, Arnarsíðu og innkeyrslu að Síðuskóla.

b) Hámarkshraði á skólalóð verði 15 km/klst.

c) Arnarsíða verði opnuð niður að Hlíðarbraut.

2) Dýrleif Skjóldal og Rúnar S. Arason, dagsett 2. október 2017.

Mótmæla harðlega færslu á innkeyrslu til norðurs. Telja að við það verði umferðarteppan enn verri. Þau leggja til að þrengingum við gangbraut sunnan Arnarsíðu verði sleppt vegna hættu á umferðarteppu, vilja láta færa aðkomu að skólanum í Vestursíðu eða að máluð verði hvít lína fyrir framan gangstéttina á lóð Síðuskóla og sett upp skilti sem segir fólki að það sé að koma út af plani og eigi því ekki rétt fyrir umferð sem kemur úr Arnarsíðu.

1 umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 22. ágúst 2017.

Í Bugðusíðunni liggur 180PEH vatnsveitu-stofnlögn sem ætti þó ekki að vera í hættu þegar hraðahindrunin verður gerð, en svo liggur heimlögn 75PEH að Síðuskóla undir fyrirhugaðri heimkeyrslu að skólanum. Því þarf að passa heimlögnina að Síðuskóla þegar farið verður í færslu á heimkeyrslunni og hvetjum við til þess að haft verði samband við okkur áður en framkvæmdir hefjast varðandi nánari upplýsingar. Í viðhenginu er mynd af vatnslögnum á svæðinu og þar eru þessar tvær lagnir merktar sérstaklega. Lagnir rafveitu og fráveitu má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 11. október 2017. Umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs fylgir.

Skipulagsráð þakkar fyrir innkomnar athugasemdir.

Skipulagsráð óskaði eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um umsögnina og athugasemdirnar. Svörin eru í meðfylgjandi skjali: "2017.10.19 Svör við umsögn og athugasemdum v. dsk. Síðuskóla.pdf".


Skipulagsráð tekur undir svör umhverfis- og mannvirkjasviðs og telur því ekki þörf á að breyta kynntri skipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.


Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 10 samhljóða atkvæðum.

Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.