Skipulagsráð

274. fundur 27. september 2017 kl. 08:00 - 10:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Edwards Hákonar Huijbens.

1.Rangárvellir 2 - fyrirspurn um stækkun byggingarreits, bygging 7

Málsnúmer 2017090146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2017 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um stækkun á byggingarreit við hús 7 við Rangárvelli 2. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Geirþrúðarhagi 4 - fyrirspurn v. íbúðagerða

Málsnúmer 2017090018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur inn fyrirspurnarteikningar varðandi byggingu húss á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 13. september 2017. Lögð fram umsögn sviðsstjóara um erindið.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það uppfyllir ekki ákvæði 6.7.2. greinar í byggingarreglugerð nr. 112/2012 hvað varðar birtu og ljósop. Erindið er enn fremur í ósamræmi við markmið deiliskipulags Hagahverfis um stærðardreifingu íbúða í hverfinu.

3.Holtahverfi, austan Krossanesbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Holtahverfis, austan Krossanesbrautar, dagsett 21. september 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Lagt fram. Skipulagsráð frestar erindinu milli funda.

4.Nökkvi, bátaskýli og þjónustuhús - fyrirspurn

Málsnúmer 2016120123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2017, þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar óskar eftir heimild til að breyta lóðamörkum og byggingarreit á lóð Nökkva. Meðfylgjandi er mynd. Skipulagsráð tók jákvætt í stækkun á byggingarreit á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr., skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Lækjargata 13 - umsókn um hærra nýtingarhlutfall lóðar

Málsnúmer 2017090103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2017 þar sem Guðrún Stefánsdóttir fyrir hönd Matthildar Ágústsdóttur sækir um stækkun á nýtingarhlutfalli lóðar nr. 13 við Lækjargötu.
Erindinu er frestað og skipulagssviði falið að leggja mat á nýtingarhlutfall óbyggðu lóðanna við Lækjargötu.

6.Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2017090031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2017 þar sem Guðmundur Karl Jónsson fyrir hönd Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, kt. 480101-3830, sækir um breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 13. september 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 27. september 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Leitað var umsagna á grunndvelli draga að skipulagsbreytingu.

Fjórar umsagnir bárust:

1) Frístundaráð, dagsett 14. september 2017.

Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. september 2017.

Engar fornleifar eru þekktar á umræddu svæði og eru því ekki gerðar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu.

Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

3) Skíðafélag Akureyrar, dagsett 19. september 2017.

Skíðafélagið gerir engar athugasemdir við breytinguna.

4) Veðurstofa Íslands, dagsett 25. september 2017.

Veðurstofan hefur áður gefið umsögn um varnir fyrir lyftuna í bréfi dagsettu 6. júlí 2017 til forstöðumanns skíðasvæðisins. Veðurstofan telur að varnirnar sem lagðar eru til fyrir lyftuna veiti fullnægjandi vörn til þess að öryggi skíðamanna verði viðunandi og í samræmi við reglugerð um hættumat fyrir skíðasvæði nr. 636/2009. Forsenda varnanna er að fylgst verði með stöðugleika snjóalaga ofan lyftunnar og að snjóflóð verði sprengd niður úr upptakasvæðinu þegar dýpt nýsnævis nálgast 1m. Bent er á að lyftan auðveldar aðgengi skíðamanna að skíðaleiðum sem snjóflóð geta fallið yfir. Nauðsynlegt er að öryggisáætlun fyrir skíðasvæðið taki mið af þessu og tryggi öryggi skíðamanna á skipulögðum skíðaleiðum með fullnægjandi hætti.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

7.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2017 þar sem Arna McClure fyrir hönd Útgerðarfélags Akureyringa óskar eftir rökstuðningi á svörum ráðsins vegna athugasemda Útgerðarfélagsins við Rammahluta aðalskipulags Oddeyrar. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 13. september 2017. Lögð fram tillaga að rökstuðningi.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að rökstuðningi og felur sviðsstjóra að svara bréfritara í samræmi við hana.

8.Furuvellir 18 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2017090159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2017 þar sem Aðalsteinn Þórhallsson fyrir hönd Coca-cola Eur. Partn. Ísland ehf., kt. 470169-1449, sækir um stækkun lóðar nr. 18 við Furuvelli. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

9.Lækjargata 3 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2017090122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2017 þar sem Knútur Bruun fyrir hönd Gesthofs ehf., kt. 620202-4010, sækir um að breyta notkun bílgeymslu og íbúðarhúss á lóðinni Lækjargötu 3 í atvinnuhúsnæði til gistingar. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem það er í ósamræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018.

10.Hafnarstræti 80 - umsókn um frest

Málsnúmer 2013010305Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2017 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt: 620113-0420, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti fyrir lóðina nr. 80 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd veitti framlengingarfrest á fundi sínum þann 14. september 2016 til 20. ágúst 2017. Sjá frekar í bréfi.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista lýsti sig vanhæfa og var það samþykkt.


Skipulagsráð óskar eftir gögnum um sigmælingar á lóðinni og frestar erindinu milli funda.

11.Leiruvöllur - grillskýli

Málsnúmer 2017090121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til að reisa grillskýli á opnu leiksvæði við Leiruvöll. Meðfylgjandir eru myndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

12.Hagahverfi - umsókn um skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2017090130Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram tillögur að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis.
Skipulagsráð óskar eftir tillögum frá skipulagshönnuði í samræmi við umræður á fundinum.

13.Hafnarstræti, göngugata - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017090053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. september 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir breytingum á Hafnarstræti (göngugötu). Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 13. september 2017.
Skipulagsráð samþykkir umbeðna framkvæmd til fegrunar götunnar, byggt á fyrirliggjandi tillögum, þar til farið verður í endurgerð götunnar í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við hönnun á götunni skal taka mið af algildri hönnum með tilliti til sjónskertra, fólks í hjólastólum og fólks með barnavagna.

14.Umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2017090040Vakta málsnúmer

Umferðaröryggisaðgerðir eru fyrirhugaðar á 10 stöðum á þjóðvegi 1 gegnum Akureyri, á vegum Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar. Erindi dagsett 21. september 2017 þar sem Kristinn Magnússon fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar og Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegi 1 á fimm stöðum í landi Akureyrarkaupstaðar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við þjóðveg 1 og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

15.Landsnet - heimild fyrir jarðkönnun

Málsnúmer 2016120162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2017 þar sem EFLA hf., fyrir hönd Landsnets ehf., kt. 630204-3480, óskar eftir heimild til að fara í jarðkönnun um land í eigu Akureyrarkaupstaðar til að kanna jarðstrengsstæði vegna lagningu Hólasandslínu.
Skipulagsráð samþykkir erindið, en bendir umsækjanda á að hafa samráð við verkefnastjóra umhverfismála og Minjavernd Íslands.

16.Hafnarstræti 41 - ítrekuð andmæli við lóðarmörk

Málsnúmer 2017050081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Hallgrímur Ó. Guðmundsson ítrekar andmæli sín við afmörkun lóðar Hafnarstrætis 41, sem ákvörðuð var við endurskoðun á deiliskipulagi Innbæjarins árið 2012. Hallgrímur óskar eftir að Akureyrarbær endurskoði afstöðu sína til lóðarmarka eignarinnar.
Skipulagssviði er falið að kanna málið og leggja fyrir fund skipulagsráðs.

17.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2018

Málsnúmer 2017090045Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2018. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 13. september 2017.
Skipulagsráð samþykkir fjárhagsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2018.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 7. september 2017. Lögð var fram fundargerð 645. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. september 2017. Lögð var fram fundargerð 646. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 21. september 2017. Lögð var fram fundargerð 647. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.