Rangárvellir 2 - fyrirspurn um stækkun byggingarreits, bygging 7

Málsnúmer 2017090146

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Erindi dagsett 20. september 2017 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um stækkun á byggingarreit við hús 7 við Rangárvelli 2. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 278. fundur - 29.11.2017

Erindi dagsett 20. september 2017 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um stækkun á byggingarreit fyrir matshluta 06 á lóðinni Rangárvöllum 2. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 27. september 2017. Breytingartillagan er dagsett 9. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Edward Hákon Huibjens V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt.


Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Erindi dagsett 20. september 2017 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um stækkun á byggingarreit fyrir matshluta 06 á lóðinni Rangárvöllum 2. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 27. september 2017. Breytingartillagan er dagsett 9. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Erindið var grenndarkynnt 30. nóvember með athugasemdafresti til 29. desember 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Landsnet, dagsett 12. desember 2017.

Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir en óskað er eftir að afmörkun breytinganna nái eingöngu til byggingarreits Norðurorku.
Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð tekur tillit til framkominnar ábendingar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3427. fundur - 23.01.2018

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. janúar 2018:

Erindi dagsett 20. september 2017 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um stækkun á byggingarreit fyrir matshluta 06 á lóðinni Rangárvöllum 2. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 27. september 2017. Breytingartillagan er dagsett 9. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Erindið var grenndarkynnt 30. nóvember með athugasemdafresti til 29. desember 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Landsnet, dagsett 12. desember 2017. Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir en óskað er eftir að afmörkun breytinganna nái eingöngu til byggingarreits Norðurorku.

Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð tekur tillit til framkominnar ábendingar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.