Umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 - framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017090040

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 273. fundur - 13.09.2017

Umferðaröryggisaðgerðir eru fyrirhugaðar á 10 stöðum á þjóðvegi 1 gegnum Akureyri, á vegum Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar.

Erindi dagsett 6. september 2017 þar sem Kristinn Magnússon f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar sækir um framkvæmdarleyfi fyrir umferðaröryggisaðgerðum við gatnamót Glerárgötu og Gránufélagsgötu.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við gatnamót Glerárgötu og Gránufélagsgötu, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.


Skipulagsráð beinir því til umhverfis- og mannvirkjasviðs og Vegagerðarinnar að hönnun gatnamótanna sé í samræmi við markmið rammaskipulags Oddeyrar um gönguás um Gránufélagsgötu yfir Glerárgötu.

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Umferðaröryggisaðgerðir eru fyrirhugaðar á 10 stöðum á þjóðvegi 1 gegnum Akureyri, á vegum Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar. Erindi dagsett 21. september 2017 þar sem Kristinn Magnússon fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar og Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegi 1 á fimm stöðum í landi Akureyrarkaupstaðar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við þjóðveg 1 og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 8. desember 2017 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir umferðaröryggisaðgerðum á Hringvegi 1 í gegnum Akureyri. Af 10 atriðum sem ætlun er að endurbæta samkvæmt meðfylgjandi umsókn þá er nú sótt um framkvæmdaleyfi fyrir atriðum nr.1, 3a, 3b, 7 og 10 á listanum að þessu sinni.

Nr. 1 - við hringtorg Hörgárbrautar og Undirhlíðar og þar skal blöndunarrein út úr hringtorgi til norðurs og ný biðstöð SVA.

Nr. 3a - við gatnamót Glerárgötu og Þórunnarstrætis. Þar skal setja vinstribeygjuvasa á Glerárgötu, eyju á Þórunnarstræti, luktir og hljóðhnappa á miðeyju og færa biðstöð SVA á Glerárgötu.

Nr. 3b - Framhjáhlaup til hægri á Þórunnarstræti.

Nr. 7 - Ný biðstöð SVA við Hörgárbraut og gangbrautarljós.

Nr. 10 - er við gatnamót Glerárgötu og Tryggvabrautar. Þar verða tímabundnar úrbætur, vinstribeygjuvasar, breikkun umferðareyju, útkeyrsla verslunargötu færð til suðurs og lenging vinstribeygjuvasa. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi teikningar vegna framkvæmdanna, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna liða nr. 1, 3a, 7 og 10 á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð". Skipulagsráð telur þó að ekki ætti að færa gangbrautina samkvæmt lið 7.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð frestar lið 3b og vísar honum til endurskoðunar deiliskipulags Gleráreyra.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista fór af fundi kl. 11:05.

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Á fundi skipulagsráðs 13. desember 2017 var samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir nokkrum umferðaröryggisaðgerðum á Hringvegi 1 í gegnum Akureyri í samræmi við erindi umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 8. desember 2017. Einnig var búið að veita framkvæmdaleyfi fyrir breytingum og viðhaldi lagna Norðurorku hf. við Glerárgötu sunnan Þórunnarstrætis.

Afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir framhjáhlaupi til hægri á Þórunnarstræti inn á Glerárgötu var frestað vegna þess að gera þurfti breytingu á deiliskipulagi. Nú hefur deiliskipulagsbreyting fyrir svæðið tekið gildi og er því hægt að leggja framkvæmdaleyfisumsóknina fyrir að nýju.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við framhjáhlaup til hægri frá Þórunnarstræti inn á Glerárgötu, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt með eftirfarandi skilyrði:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Bæjarstjórn - 3443. fundur - 06.11.2018

Liður 11 í dagskrá skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Á fundi skipulagsráðs 13. desember 2017 var samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir nokkrum umferðaröryggisaðgerðum á Hringvegi 1 í gegnum Akureyri í samræmi við erindi umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 8. desember 2017. Einnig var búið að veita framkvæmdaleyfi fyrir breytingum og viðhaldi lagna Norðurorku hf. við Glerárgötu sunnan Þórunnarstrætis.

Afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir framhjáhlaupi til hægri á Þórunnarstræti inn á Glerárgötu var frestað vegna þess að gera þurfti breytingu á deiliskipulagi. Nú hefur deiliskipulagsbreyting fyrir svæðið tekið gildi og er því hægt að leggja framkvæmdaleyfisumsóknina fyrir að nýju.

Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við framhjáhlaup til hægri frá Þórunnarstræti inn á Glerárgötu, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt með eftirfarandi skilyrði:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Andri Teitsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.