Hafnarstræti, göngugata - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017090053

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 273. fundur - 13.09.2017

Erindi dagsett 8. september 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir breytingum á Hafnarstræti (göngugötu). Meðfylgjandi eru teikningar.
Frestað.

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Erindi dagsett 8. september 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir breytingum á Hafnarstræti (göngugötu). Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 13. september 2017.
Skipulagsráð samþykkir umbeðna framkvæmd til fegrunar götunnar, byggt á fyrirliggjandi tillögum, þar til farið verður í endurgerð götunnar í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við hönnun á götunni skal taka mið af algildri hönnum með tilliti til sjónskertra, fólks í hjólastólum og fólks með barnavagna.