Hafnarstræti 41 - ítrekuð andmæli við lóðarmörk

Málsnúmer 2017050081

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Hallgrímur Ó. Guðmundsson ítrekar andmæli sín við afmörkun lóðar Hafnarstrætis 41, sem ákvörðuð var við endurskoðun á deiliskipulagi Innbæjarins árið 2012. Hallgrímur óskar eftir að Akureyrarbær endurskoði afstöðu sína til lóðarmarka eignarinnar.
Skipulagssviði er falið að kanna málið og leggja fyrir fund skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Hallgrímur Ó. Guðmundsson ítrekar andmæli sín við afmörkun lóðar Hafnarstrætis 41, sem ákvörðuð var við endurskoðun á deiliskipulagi Innbæjarins árið 2012. Hallgrímur óskar eftir að Akureyrarbær endurskoði afstöðu sína til lóðarmarka eignarinnar.

Skipulagsráð fól skipulagssviði að kanna málið og leggja fyrir fund ráðsins. Meðfylgjandi eru gögn frá skipulagssviði og tillaga að svarbréfi frá Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni sem kom á fundinn.
Skipulagsráð þakkar Ingu Þöll fyrir komuna.

Samkvæmt ítarlegri rannsókn er lóðin og hefur verið 319 m² og afmörkun hennar er 18 m meðfram götu og dýpt lóðar er 17,72 m. Með vísan til þess er tekið undir álit bæjarlögmanns og erindi um endurskoðun á afmörkun lóðarinnar synjað og bæjarlögmanni falið að svara erindinu.