Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2017090031

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 273. fundur - 13.09.2017

Erindi dagsett 5. september 2017 þar sem Guðmundur Karl Jónsson fyrir hönd Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, kt. 480101-3830, sækir um breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli vegna hliðrunar á nýrri stólalyftu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Frístundaráð - 13. fundur - 14.09.2017

Skipulagssvið óskar eftir umsögn frístundaráðs á fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deilskipulagsbreytingu.

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Erindi dagsett 5. september 2017 þar sem Guðmundur Karl Jónsson fyrir hönd Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, kt. 480101-3830, sækir um breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 13. september 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 27. september 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Leitað var umsagna á grunndvelli draga að skipulagsbreytingu.

Fjórar umsagnir bárust:

1) Frístundaráð, dagsett 14. september 2017.

Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. september 2017.

Engar fornleifar eru þekktar á umræddu svæði og eru því ekki gerðar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu.

Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

3) Skíðafélag Akureyrar, dagsett 19. september 2017.

Skíðafélagið gerir engar athugasemdir við breytinguna.

4) Veðurstofa Íslands, dagsett 25. september 2017.

Veðurstofan hefur áður gefið umsögn um varnir fyrir lyftuna í bréfi dagsettu 6. júlí 2017 til forstöðumanns skíðasvæðisins. Veðurstofan telur að varnirnar sem lagðar eru til fyrir lyftuna veiti fullnægjandi vörn til þess að öryggi skíðamanna verði viðunandi og í samræmi við reglugerð um hættumat fyrir skíðasvæði nr. 636/2009. Forsenda varnanna er að fylgst verði með stöðugleika snjóalaga ofan lyftunnar og að snjóflóð verði sprengd niður úr upptakasvæðinu þegar dýpt nýsnævis nálgast 1m. Bent er á að lyftan auðveldar aðgengi skíðamanna að skíðaleiðum sem snjóflóð geta fallið yfir. Nauðsynlegt er að öryggisáætlun fyrir skíðasvæðið taki mið af þessu og tryggi öryggi skíðamanna á skipulögðum skíðaleiðum með fullnægjandi hætti.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3420. fundur - 03.10.2017

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 27. september 2017:

Erindi dagsett 5. september 2017 þar sem Guðmundur Karl Jónsson fyrir hönd Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, kt. 480101-3830, sækir um breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 13. september 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 27. september 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Leitað var umsagna á grundvelli draga að skipulagsbreytingu.

Fjórar umsagnir bárust:

1) Frístundaráð, dagsett 14. september 2017.

Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. september 2017.

Engar fornleifar eru þekktar á umræddu svæði og eru því ekki gerðar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu.

Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

3) Skíðafélag Akureyrar, dagsett 19. september 2017.

Skíðafélagið gerir engar athugasemdir við breytinguna.

4) Veðurstofa Íslands, dagsett 25. september 2017.

Veðurstofan hefur áður gefið umsögn um varnir fyrir lyftuna í bréfi dagsettu 6. júlí 2017 til forstöðumanns skíðasvæðisins. Veðurstofan telur að varnirnar sem lagðar eru til fyrir lyftuna veiti fullnægjandi vörn til þess að öryggi skíðamanna verði viðunandi og í samræmi við reglugerð um hættumat fyrir skíðasvæði nr. 636/2009. Forsenda varnanna er að fylgst verði með stöðugleika snjóalaga ofan lyftunnar og að snjóflóð verði sprengd niður úr upptakasvæðinu þegar dýpt nýsnævis nálgast 1m. Bent er á að lyftan auðveldar aðgengi skíðamanna að skíðaleiðum sem snjóflóð geta fallið yfir. Nauðsynlegt er að öryggisáætlun fyrir skíðasvæðið taki mið af þessu og tryggi öryggi skíðamanna á skipulögðum skíðaleiðum með fullnægjandi hætti.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.