Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 209. fundur - 19.08.2015

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að skipulagslýsingu á rammahluta aðalskipulags Oddeyrar. Rammaskipulag verður unnið í samræmi við stefnumótun skipulagsnefndar varðandi nýtingu og skipulag Oddeyrar neðan Glerárgötu sunnan Glerár sem bókað var í skipulagsnefnd 29. október 2014. Tillagan er unnin af Lilju Filippusdóttur landslagsarkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 13. ágúst 2015. Á fundinn komu Lilja Filippusdóttir og Árni Ólafsson og kynntu tillöguna.
Skipulagsnefnd þakkar Lilju og Árna fyrir kynninguna.
Frestað.

Skipulagsnefnd - 211. fundur - 09.09.2015

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að skipulagslýsingu á rammahluta aðalskipulags Oddeyrar. Rammaskipulag verður unnið í samræmi við stefnumótun skipulagsnefndar varðandi nýtingu og skipulag Oddeyrar neðan Glerárgötu sunnan Glerár sem bókað var í skipulagsnefnd 29. október 2014. Tillagan er unnin af Lilju Filippusdóttur landslagsarkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 24. ágúst 2015.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn - 3378. fundur - 15.09.2015

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. september 2015:
Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að skipulagslýsingu á rammahluta aðalskipulags Oddeyrar. Rammaskipulag verður unnið í samræmi við stefnumótun skipulagsnefndar varðandi nýtingu og skipulag Oddeyrar neðan Glerárgötu sunnan Glerár sem bókað var í skipulagsnefnd 29. október 2014. Tillagan er unnin af Lilju Filippusdóttur landslagsarkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 24. ágúst 2015.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 214. fundur - 14.10.2015

Skipulagslýsingin var auglýst í Dagskránni þann 23. september og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Samráðsfundir voru haldnir með Hafnasamlagi Noðurlands 24. september og hverfisnefnd Oddeyrar þann 30. september. Opinn kynningafundur fyrir íbúa og atvinnurekendur var haldinn í Oddeyrarskóla 1. október 2015 og mættu um 40 manns.

Ábendingar og umsagnir eru í meðfylgjandi skjali.

Skipulagsnefnd vísar athugasemdum og ábendingum í umsögnunum til skoðunar við vinnslu rammaskipulagsins.

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Rammahluti aðalskipulags fyrir Oddeyrina er unnin af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta sem kom á fundinn ásamt Árna Ólafssyni og kynntu þau stöðu vinnunnar.
Skipulagsnefnd þakkar Lilju og Árna fyrir kynninguna og felur Oddeyrarnefnd að vinna að framhaldi málsins.

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri voru lögð fram til kynningar.

Lilja Filippusdóttir og Árni Ólafsson hjá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga kynntu drögin.
Skipulagsnefnd þakkar Lilju og Árna fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Lilja Filippusdóttir og Árni Ólafsson hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga, kynntu drög að Rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri.
Skipulagsnefnd þakkar Lilju og Árna fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að rammaskipulagi Oddeyrar.
Skipulagsnefnd frestar erindinu milli funda.

Skipulagsnefnd - 244. fundur - 12.10.2016

Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta að rammaskipulagi Oddeyrar. Lilja Filippusdóttir mætti á fundinn og kynnti.
Skipulagsnefnd þakkar Lilju fyrir kynninguna og samþykkir að haldinn verði kynningarfundur á skipulagstillögunni og felur skipulagsdeild undirbúning hans.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri voru kynnt samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 26. október 2016 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar. Kynningafundur var haldinn 2. nóvember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 23. nóvember 2016.

Fimm ábendingar bárust á kynningartíma og eru þær í meðfylgjandi skjali.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að gera tillögu að svörum við innkomnum ábendingum.

Skipulagsnefnd - 248. fundur - 07.12.2016

Drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri voru kynnt þann 26. október 2016 samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar. Kynningarfundur var haldinn 2. nóvember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 23. nóvember 2016.

Ábendingar bárust á kynningartíma og er úrdráttur úr þeim í meðfylgjandi skjali. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Í kjölfar kynningar bárust 9 ábendingar og 2 umsagnir. Skipulagsnefnd þakkar innkomnar ábendingar og umsagnir og voru þær allar teknar til skoðunar. Ábendingunum er vísað til áframhaldandi vinnu við rammaskipulagið.

Skipulagsráð - 250. fundur - 11.01.2017

Drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri voru kynnt þann 26. október 2016 samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar. Kynningarfundur var haldinn 2. nóvember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 23. nóvember 2016. Ábendingum var vísað til áframhaldandi vinnu við rammaskipulagið.

Endurskoðuð tillaga að rammahluta aðalskipulags Akureyrar dagsett 16. desember 2016 er lögð fram.
Skipulagsráð samþykkir að tillögunni verði breytt til samræmis við umræður á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3407. fundur - 17.01.2017

8. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 11. janúar 2017:

Drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri voru kynnt þann 26. október 2016 samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar. Kynningarfundur var haldinn 2. nóvember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 23. nóvember 2016. Ábendingum var vísað til áframhaldandi vinnu við rammaskipulagið.

Endurskoðuð tillaga að rammahluta aðalskipulags Akureyrar dagsett 16. desember 2016 er lögð fram.

Skipulagsráð samþykkir að tillögunni verði breytt til samræmis við umræður á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Skipulagsráð - 260. fundur - 12.04.2017

Skipulagsráð samþykkti á fundi 11. janúar 2017 að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að rammaskipulagi Akureyrar, fyrir Oddeyri yrði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulagsráðs á fundi 17. janúar 2017. Í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga var óskað eftir leyfi Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillöguna. Í bréfi frá Skipulagsstofnun dagsett 1. mars 2017 er ekki gerð athugasemd við að tillagan verði auglýst þegar búið yrði að taka tillit til athugasemda þeirra. Tekið hefur verið tillit til þeirra og samhliða verður gerð breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við rammahlutann. Tillögurnar eru dagsettar 6. apríl 2017 og unnar af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsráð samþykkir að rammahluti aðalskipulags fyrir Oddeyri og breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 verði auglýst í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar.

Haldinn verði kynningarfundur á auglýsingatíma.

Skipulagsráð - 265. fundur - 14.06.2017

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. apríl með athugasemdafresti til 7. júní 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Ragnar Sverrisson, móttekið 17. maí 2017.

Lagt er til að hringtorg komi á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu. Auk þess verði hægt að aka niður Eiðsvallagötu þegar komið er sunnan Glerárgötu. Þannig ætti að vera hægt að tengja Oddeyrina aftur og hún verði ekki áfram einangruð frá miðbænum og efri hluta bæjarins. Áréttað er við kjörna bæjarfulltrúa og nefndarmenn í skipulagsráði að það eru þeir, en ekki bæjarstarfsmenn eða undirverktakar, sem bera ábyrgðina þegar til kastanna kemur.

2) Útgerðarfélag Akureyrar, dagsett 7. júní 2017

Gerðar eru athugasemdir vegna skerðingu lóðar Útgerðarfélagsins vegna breyttrar legu Laufásgötu, lagningu þjónustugötu meðfram viðleguköntum og að blönduð byggð verði nærri ÚA.

3) BS kreppa ehf. dagsett, 31. maí 2017.

Samkvæmt uppdráttum virðist sem opna eigi fyrir Eiðsvallagötu niður að Laufásgötu. Því er mótmælt þar sem það er mikil eignaskerðing fyrir lóðarhafa. Lagt er til að Kaldbaksgata 6 og 8 verði heldur sameinaðar í eina lóð, Laufásgötu 7.

Átta umsagnir bárust:

1) Isavia, dagsett 8. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á að Samgöngustofa ætti að fá tillöguna til umsagnar.

2) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 9. maí 2017.

Ítrekaðar eru fyrri athugasemdir Hafnasamlagsins. Mikilvægt er að settar séu kvaðir vegna Kelduhverfis um að íbúar geri sér grein fyrir að menn séu í nálægð við atvinnustarfsemi sem getur leitt af sér hávaða eða annað sem tengist viðkomandi starfsemi.

3) Vegagerðin, dagsett 30. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

4) Norðurorka, dagsett 31. maí 2017.

Í ljósi mikilvægi veitna sem hluta grunninnviða samfélagsins teljum við æskilegt að í tillögunni séu dregnir fram í stuttu máli framangreindir þættir og þar með að tekinn sé út textinn um að ekki sé fjallað um veitukerfi. Við lítum svo á að beinlínis sé skylt að vekja athygli á þessum þjónustukerfum, þó í stuttu máli sé og þannig minnt á að ævinlega er nauðsynlegt að taka mið af þeim á öllum stigum skipulagsvinnunnar enda eru þessir innviðir forsenda annarrar uppbyggingar og þeirrar þjónustu sem nútíma samfélag kallar á. Samráð og samvinna um þessa þætti er því mikilvæg í áframhaldandi skipulagsvinnu.

5) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. júní 2017.

Minjastofnun fer fram á að gerð sé grein fyrir lögum um menningarminjar í skipulaginu og hver lagaleg staða þeirra húsa sé sam þar falla undir. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir húsum og mannvirkjum sem falla undir lög um menningarminjar í húsaskrá. Æskilegt er að einnig fylgi skrá yfir hús sem verða 100 ára á skipulagstímanum.

6) Umhverfisstofnun, 2. júní 2017.

Ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Stofnunin fagnar að opin svæði fái aukið notagildi og þeirri stefnu sem felur í sér áherslu á sjálfbærni.

7) Samgöngustofa, dagsett 18. maí 2017.

Vegna nálægðar við flugvöllinn verður bærinn að vera í nánu sambandi við Isavia um hæðir mannvirkja þegar kemur að nánara skipulagi. Mikilvægt er að farið sé að kröfum laga og reglugerða um loftferðir.

8) Skipulagsstofnun, dagsett 1. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir við framsetningu skipulagsgagna og að skýra þurfi betur ákveðna þætti.
Athugasemdirnar lagðar fram til kynningar.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. apríl með athugasemdafresti til 7. júní 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Ragnar Sverrisson, móttekið 17. maí 2017.

Lagt er til að hringtorg komi á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu. Auk þess verði hægt að aka niður Eiðsvallagötu þegar komið er sunnan Glerárgötu. Þannig ætti að vera hægt að tengja Oddeyrina aftur og hún verði ekki áfram einangruð frá miðbænum og efri hluta bæjarins. Áréttað er við kjörna bæjarfulltrúa og nefndarmenn í skipulagsráði að það eru þeir, en ekki bæjarstarfsmenn eða undirverktakar, sem bera ábyrgðina þegar til kastanna kemur.

2) Útgerðarfélag Akureyrar, dagsett 7. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir vegna skerðingar lóðar Útgerðarfélagsins vegna breyttrar legu Laufásgötu, lagningu þjónustugötu meðfram viðleguköntum og að blönduð byggð verði nærri ÚA.

3) BS kreppa ehf., dagsett 31. maí 2017.

Samkvæmt uppdráttum virðist sem opna eigi fyrir Eiðsvallagötu niður að Laufásgötu. Því er mótmælt þar sem það er mikil eignaskerðing fyrir lóðarhafa. Lagt er til að Kaldbaksgata 6 og 8 verði heldur sameinaðar í eina lóð, Laufásgötu 7.

Átta umsagnir bárust:

1) Isavia, dagsett 8. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á að Samgöngustofa ætti að fá tillöguna til umsagnar.

2) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 9. maí 2017.

Ítrekaðar eru fyrri athugasemdir Hafnasamlagsins. Mikilvægt er að settar séu kvaðir vegna Kelduhverfis um að íbúar geri sér grein fyrir að menn séu í nálægð við atvinnustarfsemi sem getur leitt af sér hávaða eða annað sem tengist viðkomandi starfsemi.

3) Vegagerðin, dagsett 30. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

4) Norðurorka, dagsett 31. maí 2017.

Í ljósi mikilvægi veitna sem hluta grunninnviða samfélagsins teljum við æskilegt að í tillögunni séu dregnir fram í stuttu máli framangreindir þættir og þar með að tekinn sé út textinn um að ekki sé fjallað um veitukerfi. Við lítum svo á að beinlínis sé skylt að vekja athygli á þessum þjónustukerfum, þó í stuttu máli sé og þannig minnt á að ævinlega er nauðsynlegt að taka mið af þeim á öllum stigum skipulagsvinnunnar enda eru þessir innviðir forsenda annarrar uppbyggingar og þeirrar þjónustu sem nútíma samfélag kallar á. Samráð og samvinna um þessa þætti er því mikilvæg í áframhaldandi skipulagsvinnu.

5) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. júní 2017.

Minjastofnun fer fram á að gerð sé grein fyrir lögum um menningarminjar í skipulaginu og hver lagaleg staða þeirra húsa sé sem þar falla undir. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir húsum og mannvirkjum sem falla undir lög um menningarminjar í húsaskrá. Æskilegt er að einnig fylgi skrá yfir hús sem verða 100 ára á skipulagstímanum.

6) Umhverfisstofnun, dagsett 2. júní 2017.

Ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Stofnunin fagnar að opin svæði fái aukið notagildi og þeirri stefnu sem felur í sér áherslu á sjálfbærni.

7) Samgöngustofa, dagsett 18. maí 2017.

Vegna nálægðar við flugvöllinn verður bærinn að vera í nánu sambandi við Isavia um hæðir mannvirkja þegar kemur að nánara skipulagi. Mikilvægt er að farið sé að kröfum laga og reglugerða um loftferðir.

8) Skipulagsstofnun, dagsett 1. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir við framsetningu skipulagsgagna og að skýra þurfi betur ákveðna þætti.

9) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 15. júní 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.


Lögð fram tillaga skipulagshöfundar að viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum.
Skipulagsráð frestar málinu.

Skipulagsráð - 270. fundur - 16.08.2017

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. apríl með athugasemdafresti til 7. júní 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Ragnar Sverrisson, móttekið 17. maí 2017.

Lagt er til að hringtorg komi á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu. Auk þess verði hægt að aka niður Eiðsvallagötu þegar komið er sunnan Glerárgötu. Þannig ætti að vera hægt að tengja Oddeyrina aftur og hún verði ekki áfram einangruð frá miðbænum og efri hluta bæjarins. Áréttað er við kjörna bæjarfulltrúa og nefndarmenn í skipulagsráði að það eru þeir, en ekki bæjarstarfsmenn eða undirverktakar, sem bera ábyrgðina þegar til kastanna kemur.

2) Útgerðarfélag Akureyringa, dagsett 7. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir vegna skerðingar lóðar Útgerðarfélagsins vegna breyttrar legu Laufásgötu, lagningu þjónustugötu meðfram viðleguköntum og að blönduð byggð verði nærri ÚA.

3) BS kreppa ehf., dagsett 31. maí 2017.

Samkvæmt uppdráttum virðist sem opna eigi fyrir Eiðsvallagötu niður að Laufásgötu. Því er mótmælt þar sem það er mikil eignaskerðing fyrir lóðarhafa. Lagt er til að Kaldbaksgata 6 og 8 verði heldur sameinaðar í eina lóð, Laufásgötu 7.

Átta umsagnir bárust:

1) Isavia, dagsett 8. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á að Samgöngustofa ætti að fá tillöguna til umsagnar.

2) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 9. maí 2017.

Ítrekaðar eru fyrri athugasemdir Hafnasamlagsins. Mikilvægt er að settar séu kvaðir vegna Kelduhverfis um að íbúar geri sér grein fyrir að menn séu í nálægð við atvinnustarfsemi sem getur leitt af sér hávaða eða annað sem tengist viðkomandi starfsemi.

3) Vegagerðin, dagsett 30. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

4) Norðurorka, dagsett 31. maí 2017.

Í ljósi mikilvægi veitna sem hluta grunninnviða samfélagsins teljum við æskilegt að í tillögunni séu dregnir fram í stuttu máli framangreindir þættir og þar með að tekinn sé út textinn um að ekki sé fjallað um veitukerfi. Við lítum svo á að beinlínis sé skylt að vekja athygli á þessum þjónustukerfum, þó í stuttu máli sé og þannig minnt á að ævinlega er nauðsynlegt að taka mið af þeim á öllum stigum skipulagsvinnunnar enda eru þessir innviðir forsenda annarrar uppbyggingar og þeirrar þjónustu sem nútíma samfélag kallar á. Samráð og samvinna um þessa þætti er því mikilvæg í áframhaldandi skipulagsvinnu.

5) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. júní 2017.

Minjastofnun fer fram á að gerð sé grein fyrir lögum um menningarminjar í skipulaginu og hver lagaleg staða þeirra húsa sé sem þar falla undir. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir húsum og mannvirkjum sem falla undir lög um menningarminjar í húsaskrá. Æskilegt er að einnig fylgi skrá yfir hús sem verða 100 ára á skipulagstímanum.

6) Umhverfisstofnun, dagsett 2. júní 2017.

Ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Stofnunin fagnar að opin svæði fái aukið notagildi og þeirri stefnu sem felur í sér áherslu á sjálfbærni.

7) Samgöngustofa, dagsett 18. maí 2017.

Vegna nálægðar við flugvöllinn verður bærinn að vera í nánu sambandi við Isavia um hæðir mannvirkja þegar kemur að nánara skipulagi. Mikilvægt er að farið sé að kröfum laga og reglugerða um loftferðir.

8) Skipulagsstofnun, dagsett 1. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir við framsetningu skipulagsgagna og að skýra þurfi betur ákveðna þætti.

9) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 15. júní 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.Áður lögð fram tillaga skipulagshöfundar að viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt, verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3418. fundur - 05.09.2017

7. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. apríl með athugasemdafresti til 7. júní 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Ragnar Sverrisson, móttekið 17. maí 2017.

Lagt er til að hringtorg komi á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu. Auk þess verði hægt að aka niður Eiðsvallagötu þegar komið er sunnan Glerárgötu. Þannig ætti að vera hægt að tengja Oddeyrina aftur og hún verði ekki áfram einangruð frá miðbænum og efri hluta bæjarins. Áréttað er við kjörna bæjarfulltrúa og nefndarmenn í skipulagsráði að það eru þeir, en ekki bæjarstarfsmenn eða undirverktakar, sem bera ábyrgðina þegar til kastanna kemur.

2) Útgerðarfélag Akureyringa, dagsett 7. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir vegna skerðingar lóðar Útgerðarfélagsins vegna breyttrar legu Laufásgötu, lagningu þjónustugötu meðfram viðleguköntum og að blönduð byggð verði nærri ÚA.

3) BS kreppa ehf., dagsett 31. maí 2017.

Samkvæmt uppdráttum virðist sem opna eigi fyrir Eiðsvallagötu niður að Laufásgötu. Því er mótmælt þar sem það er mikil eignaskerðing fyrir lóðarhafa. Lagt er til að Kaldbaksgata 6 og 8 verði heldur sameinaðar í eina lóð, Laufásgötu 7.

Átta umsagnir bárust:

1) Isavia, dagsett 8. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á að Samgöngustofa ætti að fá tillöguna til umsagnar.

2) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 9. maí 2017.

Ítrekaðar eru fyrri athugasemdir Hafnasamlagsins. Mikilvægt er að settar séu kvaðir vegna Kelduhverfis um að íbúar geri sér grein fyrir að menn séu í nálægð við atvinnustarfsemi sem getur leitt af sér hávaða eða annað sem tengist viðkomandi starfsemi.

3) Vegagerðin, dagsett 30. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

4) Norðurorka, dagsett 31. maí 2017.

Í ljósi mikilvægi veitna sem hluta grunninnviða samfélagsins teljum við æskilegt að í tillögunni séu dregnir fram í stuttu máli framangreindir þættir og þar með að tekinn sé út textinn um að ekki sé fjallað um veitukerfi. Við lítum svo á að beinlínis sé skylt að vekja athygli á þessum þjónustukerfum, þó í stuttu máli sé og þannig minnt á að ævinlega er nauðsynlegt að taka mið af þeim á öllum stigum skipulagsvinnunnar enda eru þessir innviðir forsenda annarrar uppbyggingar og þeirrar þjónustu sem nútíma samfélag kallar á. Samráð og samvinna um þessa þætti er því mikilvæg í áframhaldandi skipulagsvinnu.

5) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. júní 2017.

Minjastofnun fer fram á að gerð sé grein fyrir lögum um menningarminjar í skipulaginu og hver lagaleg staða þeirra húsa sé sem þar falla undir. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir húsum og mannvirkjum sem falla undir lög um menningarminjar í húsaskrá. Æskilegt er að einnig fylgi skrá yfir hús sem verða 100 ára á skipulagstímanum.

6) Umhverfisstofnun, dagsett 2. júní 2017.

Ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Stofnunin fagnar að opin svæði fái aukið notagildi og þeirri stefnu sem felur í sér áherslu á sjálfbærni.

7) Samgöngustofa, dagsett 18. maí 2017.

Vegna nálægðar við flugvöllinn verður bærinn að vera í nánu sambandi við Isavia um hæðir mannvirkja þegar kemur að nánara skipulagi. Mikilvægt er að farið sé að kröfum laga og reglugerða um loftferðir.

8) Skipulagsstofnun, dagsett 1. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir við framsetningu skipulagsgagna og að skýra þurfi betur ákveðna þætti.

9) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 15. júní 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Áður lögð fram tillaga skipulagshöfundar að viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt, verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 273. fundur - 13.09.2017

Erindi dagsett 31. ágúst 2017 þar sem Arna McClure f.h. Útgerðarfélags Akureyringa óskar eftir rökstuðningi á svörum ráðsins vegna athugasemda Útgerðarfélagsins við Rammahluta aðalskipulags Oddeyrar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að vinna tillögu að rökstuðningi.

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Erindi dagsett 31. ágúst 2017 þar sem Arna McClure fyrir hönd Útgerðarfélags Akureyringa óskar eftir rökstuðningi á svörum ráðsins vegna athugasemda Útgerðarfélagsins við Rammahluta aðalskipulags Oddeyrar. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 13. september 2017. Lögð fram tillaga að rökstuðningi.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að rökstuðningi og felur sviðsstjóra að svara bréfritara í samræmi við hana.