Lækjargata 13 - umsókn um hærra nýtingarhlutfall lóðar

Málsnúmer 2017090103

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Erindi dagsett 15. september 2017 þar sem Guðrún Stefánsdóttir fyrir hönd Matthildar Ágústsdóttur sækir um stækkun á nýtingarhlutfalli lóðar nr. 13 við Lækjargötu.
Erindinu er frestað og skipulagssviði falið að leggja mat á nýtingarhlutfall óbyggðu lóðanna við Lækjargötu.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 15. september 2017 þar sem Guðrún Stefánsdóttir fyrir hönd Matthildar Ágústsdóttur sækir um hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar nr. 13 við Lækjargötu.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 27. september 2017 og fól skipulagssviði að leggja mat á nýtingarhlutfall lóðarinnar við Lækjargötu 13.

Lagt fram yfirlit sviðsstjóra sem sýnir núverandi stærðir lóða og húsa við Lækjargötu, gildandi nýtingarhlutfall og tillögu að breyttu nýtingarhlutfalli og byggingarmagni óbyggðra lóða við Lækjargötu.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að láta vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi Innbæjar hvað varðar Lækjargötu til samræmis við tillögur um hækkað nýtingarhlutfall á lóðum við Lækjargötu.