Furuvellir 18 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2017090159

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Erindi dagsett 22. september 2017 þar sem Aðalsteinn Þórhallsson fyrir hönd Coca-cola Eur. Partn. Ísland ehf., kt. 470169-1449, sækir um stækkun lóðar nr. 18 við Furuvelli. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 22. september 2017 þar sem Aðalsteinn Þórhallsson fyrir hönd Coca-cola Eur. Partn. Ísland ehf., kt. 470169-1449, sækir um stækkun lóðar nr. 18 við Furuvelli.

Skipulagsráð óskaði eftir umsögn frá Vegagerðinni og umhverfis- og mannvirkjasviði.

Umsögn Vegagerðarinnar, dagsett 18. október 2017.

Ósk um breytt lóðarmörk nær yfir fyrirhugaða gangstétt og að fyrirhuguðum götukanti. Samkvæmt umferðarbanka Vegagerðarinnar og drögum að umferðarreiknilíkani Akureyrarbæjar var ÁDU um Hjalteyrargötu á milli Tryggvabrautar og Furuvalla áætluð á milli 8.000-9.500 ökutæki árið 2016. Ef stuðst er við 2% árlegan vöxt umferðar mun umferðin ná ÁDU 15.000 eftir 20 til 30 ár en þá er eðlilegt að skoða hvort þörf sé á tvöföldun vegarins. Þegar tekin er afstaða til umræddrar lóðarstækkunar bendir Vegagerðin á mikilvægi þess að rými verði tryggt fyrir megingönguleið og fyrirhugaðar aðgerðir sem bæta umferðaröryggi og flæði umferðar um Hjalteyrargötu til framtíðar.

Umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs, dagsett 20. október 2017.

Erfitt er að átta sig á hvar eigi að draga lóðarmörk Furuvalla 18 að austan. Ein leið er að skoða plássþörf Hjalteyrargötunnar einhverja áratugi fram í tímann. Núverandi Hjalteyrargata gæti nálgast þolmörkin árið 2030. Einnig þarfnast gatnamót Hjalteyrargötu og Tryggvabrautar verulegrar yfirhalningar. Ekki er ljóst hvort gatnamótin verða krossgatnamót eða hringtorg. Gerð var tillaga að mjög grófri legu Hjalteyrargötunnar meðfram Furuvöllum 18 sem sýnir línu sem ekki er æskilegt að lóðarmörkin fari út fyrir.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna tillögu umhverfis- og mannvirkjasviðs að æskilegri línu lóðarmarka.

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 22. september 2017 þar sem Aðalsteinn Þórhallsson fyrir hönd Coca-cola Eur. Partn. Ísland ehf., kt. 470169-1449, sækir um stækkun lóðar nr. 18 við Furuvelli til austurs. Óskað var eftir umsögn Umhverfis- og mannvirkjasviðs og Vegagerðarinnar. Skipulagsráð samþykkti á fundi 25. október 2017 að grenndarkynna tillögu umhverfis- og mannvirkjasviðs að æskilegri línu lóðamarka.

Erindið var grenndarkynnt frá 10. desember 2017 með athugasemdafresti til 9. janúar 2018. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð samþykkir umbeðna lóðarstækkun og felur lóðarskrárritara að gera breytingu á lóðarsamningi fyrir lóðina.