Skipulagsnefnd

146. fundur 31. október 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Jón Einar Jóhannsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, breyting á íbúðar- og stofnanasvæði í Giljahverfi

Málsnúmer 2012100018Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna íbúðar- og stofnanasvæðis í Giljahverfi dagsetta 10. október 2012 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt. Skipulagslýsing var kynnt frá 17. október til 31. október 2012.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

2.Giljahverfi, þjónustuíbúðir við Borgarbraut, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012100043Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dagsettri 27. september 2012 leggur Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis á svæði vestan Giljaskóla við Borgarbraut vegna nýrrar lóðar fyrir fjölbýli/íbúðasambýli fyrir ungt fatlað fólk. Einnig fylgir tillaga að umhverfisskýrslu og hljóðskýrsla dagsett 26. október 2012.
Samhliða tillögunni fylgir breytingaruppdráttur á deiliskipulagi Borgarbrautar - Vestursíðu, dagsettur 27. október 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að umhverfisskýrslu og að leitað verði samráðs um hana hjá Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012080015Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis og nágrennis ásamt greinargerð dagsettri 22. ágúst 2012 og unninni af X2 hönnun - skipulagi ehf. ásamt Verkfræðistofu Norðurlands ehf. var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.
Einnig fylgir húsakönnun dagsett 1. desember 2011 og hljóðskýrsla dagsett 22. júní 2011.
Breytingin tekur til Dalsbrautar norðan Skógarlundar að Þingvallastræti. Tillaga er einnig gerð um breytingu á deiliskipulagi syðri hluta Dalsbrautar, vegna lengingar hljóðmana samhliða Dalsbraut.
6 athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Dalsbraut norður-athugasemdir og svör, dags. 31.10 2012".

Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "Dalsbraut norður-athugasemdir og svör, dags. 31.10 2012".

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Edvard H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

4.Brekkuskóli og nágrenni - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012050138Vakta málsnúmer

Heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðis Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.
Tillagan er dagsett 27. júní 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Formi ehf.
32 skriflegar athugasemdir bárust sem flestar eru samhljóða. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir dags. 31.10 2012".

Frestað.

5.Undirhlíð - Miðholt, breyting á deiliskipulagi vegna spennistöðvar

Málsnúmer 2012100025Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíðar - Miðholts, dagsetta 25. október 2012 og unna af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á lóð fyrir spennistöð Norðurorku hf. og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edvard H. Huijbens V-lista lýsti yfir mögulegu vanhæfi sínu við afgreiðslu málsins en nefndin hafnaði vanhæfi.

6.Naustahverfi 1. áfangi, Ásatún 12-14 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012070129Vakta málsnúmer

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt 18. september og var athugasemdarfrestur til 15. október 2012.
Ein athugasemd barst frá Eydísi Davíðsdóttur og Atli Rúnari Arngrímssyni, Baugatúni 7, dagsett 12. september 2012.
Þau gera ekki athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna en vilja að skriflegur þinglýstur samningur verði gerður þess efnis að verktaki beri ábyrgð ef tjón verður á lóð þeirra vegna framkvæmdanna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Athugsemdin gefur ekki tilefni til svars en bent skal á að lóðarhafa ber að tryggja að framkvæmdir s.s. vegna jarðvegsskipta  valdi ekki tjóni á nágrannalóðum eða mannvirkjum. 

7.Naustahverfi 1. áfangi, Vörðutún 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012090011Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dagsettri 12. september 2012 var tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 1. áfanga, dagsett 13. september 2012, grenndarkynnt frá 19. september til 17. október 2012.
Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

8.Þingvallastræti 10 - viðbygging

Málsnúmer 2012090012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. september 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Páls Sigurjónssonar óskar eftir leyfi til að byggja 59 fermetra viðbyggingu við húsið Þingvallastræti 10. Umsóknin var grenndarkynnt frá 13. september til 11. október 2012.
Þrjár athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Þingvallastræti - athugasemdir dags. 31.10 2012".

Frestað.

9.Hríseyjargata 7 - breyting á deiliskipulagi Oddeyrar, suðurhluti

Málsnúmer 2012090180Vakta málsnúmer

Deiliskipulagsbreyting á suðurhluta Oddeyrar dagsett 14. september 2012 var grenndarkynnt 4. október til 1. nóvember 2012.
Þann 17. október barst grenndarkynntur uppdráttur með undirskriftum og samþykki allra þeirra sem grenndarkynninguna fengu og telst grenndarkynningunni því lokið.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd"  og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

10.Súluvegur/Miðhúsabraut - umsókn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi.

Málsnúmer 2012070028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júlí 2012 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir breytingu á aðalskipulagi og vinnslu deiliskipulags á svæði við gatnamót Miðhúsabrautar og Súluvegar, vegna fyrirhugaðar afgreiðslustöðvar á metangasi úr urðunarstaðnum á Glerárdal.
Einnig er sótt um breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi Breiðholts - hesthúsahverfis vegna fyrirhugaðrar hreinsistöðvar fyrir metangas. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi og afstöðumynd.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi sem umsækjandi greiði fyrir skv. gjaldskrá. Einnig er skipulagsstjóra falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagi á mótum Miðhúsabrautar og Súluvegar að Þingvallastræti og Glerá. Tillagan skal unnin í samráði við Norðurorku og HGH Verk ehf. sem umsækjandur greiði fyrir skv. gjaldskrá, sjá einnig málsnr. 2012020165.

Nefndin heimilar einnig Norðurorku hf. að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts - hesthúsahverfis.

Edvard H. Huijbens V-lista lýsti yfir mögulegu vanhæfi sínu við afgreiðslu málsins. Samþykkti nefndin vanhæfi og vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

11.Súluvegur landnr. 149595 og 149596 - umsókn um aðalskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012020165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett þar sem Hjörtur Narfason f.h. HGH Verks ehf., kt: 540510-0400, óskar eftir breytingu á aðalskipulagi þannig að hluti lóða HGH ehf. við Súluveg, landnúmer: 149595 og 149596, verði skilgreindur sem iðnaðarsvæði.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi sem umsækjandi greiði fyrir skv. gjaldskrá, sjá einnig málsnr. 2012070028.

12.GPO - fyrirspurn um staðsetningu á atvinnustarfsemi

Málsnúmer 2012080040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2012 frá Þórarni Kristjánssyni f.h. GPO ehf. þar sem óskað er eftir að skipulagsnefnd geri viðeigandi ráðstafanir á lóð HGH Verks ehf. (Möl og Sandur) til að fyrirhuguð starfsemi GPO geti farið fram í húsnæði HGH Verks ehf. við Súluveg eins og náðst hefur samkomulag um.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið, sjá mál nr. 2012070028.

13.Samgöngumiðstöð á Akureyri

Málsnúmer 2012090190Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2012 frá Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra Eyþings f.h. nefndar um almenningssamgöngur þar sem farið er fram á það við bæjarráð/skipulagsnefnd að þegar verði hafist handa við að koma á fót samgöngumiðstöð sem þjónusti almenningssamgöngur.

Lagt fram til kynningar.

14.Hafnarstræti 82 - umsókn um lóðarstækkun og fl.

Málsnúmer BN100205Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 17. ágúst 2010 frá Gunnari Magnússyni Hafnarstræti 82 sem frestað var í skipulagsnefnd 15. september 2012 og vísað til vinnslu deiliskipulags svæðisins sem nú er lokið.

Deiliskipulag Drottningarbrautarreits tók gildi 29. maí 2012. Þar eru ákvæði og skilmálar um uppbyggingu á lóðinni við Hafnarstræti 82. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir lóðarstækkun til norðurs með heimild til viðbyggingar.

15.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 2011100003Vakta málsnúmer

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, 29. fundargerð samvinnunefndar sveitarfélaganna sem haldinn var 1. október 2012.

Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 10. október 2012. Lögð var fram fundargerð 416. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 23 liðum.

Lagt fram til kynningar.

17.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 17. október 2012. Lögð var fram fundargerð 417. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.

Lagt fram til kynningar.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 24. október 2012. Lögð var fram fundargerð 418. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.