Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 2011100003

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 123. fundur - 12.10.2011

Erindi dagsett 3. október 2011 þar sem Bjarni Kristjánsson f.h. Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar sendir inn til samþykktar skipulagslýsingu, ásamt fylgiriti, að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar. Þess er vænst að afstaða sveitarfélaganna til lýsingarinnar berist nefndinni eigi síðar en 20. október 2011.

Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 124. fundur - 26.10.2011

Erindi dagsett 3. október 2011 þar sem Bjarni Kristjánsson f.h. Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar sendir inn til samþykktar skipulagslýsingu af Svæðisskipulagi Eyjafjarðar ásamt fylgiriti um helstu forsendur. Þess er vænst að afstaða sveitarfélaganna til lýsingarinnar berist nefndinni eigi síðar en 20. október 2011. Einnig eru lagðar fram fundargerðir SSE frá 13. til 23. fundar nefnarinnar.

Skipulagsnefnd bendir á fyrri bókanir nefndarinnar frá 17. október 2008 og 28. apríl 2010 um efnisþætti sem hún samþykkti sem áherslur í vinnslu svæðisskipulagsins. Í innsendri skipulagslýsingu er ekki tekið á öllum þeim efnisflokkum sem nefndin óskaði eftir og er því óskað eftir að skipulagslýsingin verði endurskoðuð með það í huga og lögð fyrir nefndina til samþykktar að nýju.
Skipulagsnefnd telur eftirfarandi efnisflokka vanta í skipulagslýsinguna en bendir að öðru leyti á fyrri bókanir nefndarinnar frá 17. október 2008 og 28. apríl 2010 um áherslur og efnisþætti:
1.       Fráveitumál. Afar lítið er fjallað um fráveituna að öðru leyti en því að Eyjafjörður verði skilgreindur sem "síður viðkvæmur viðtaki" og Pollurinn skilgreindur sem "viðkvæmur viðtaki". Þarf að skilgreina ítarlegar.
2.       Sorpmál. Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að í lýsingunni komi fram stefna um hvernig sorpmálum verði háttað á svæðinu til lengri tíma litið.
3.       Umhverfismál. Texta vantar um almenna umfjöllun um náttúruna, stefnu um umferð á fjöllum, bæði vélknúna og aðra, t.d. á hestum eða gangandi manna. 
4.       Atvinnumál - ferðaþjónusta. Umfjöllun vantar um þennan mikilvæga málaflokk.

Skipulagsnefnd - 136. fundur - 25.04.2012

Þann 2. október s.l. var aðildarsveitarfélögum svæðisskipulagsins send til umsagnar, með vísan til 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu "Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023" ásamt fylgiriti þar sem gerð var grein fyrir helstu forsendum væntanlegrar skipulagstillögu. Þrjú sveitarfélög gerðu athugasemdir við nokkra þætti lýsingarinnar. Tekið hefur verið tillit til hluta þeirra í meðfylgjandi gögnum og gerð er grein fyrir afgreiðslu þeirra efnisþátta sem ekki þótti ástæða til að færa inn í væntanlega skipulagstillögu.
Samvinnunefndin óskar eftir athugasemdum við meðfylgjandi gögn.

Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að kafli um sorpmál verði endurskoðaður og að í lýsingunni komi fram stefna um hvernig sorpmálum verði háttað á svæðinu til lengri tíma litið og að gerðar verði tillögur um urðunarstað og meðhöndlun úrgangs í svæðisskipulaginu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt þannig breytt í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Áheyrnarfulltrúar B-lista, D-lista og S-lista óska bókað: Við leggjum til að afgreiðslu málsins verði frestað,  það unnið betur og m.a. tekið tillit til athugasemda skipulagsstjóra.

Skipulagsnefnd - 137. fundur - 09.05.2012

Tekið fyrir að nýju í framhaldi af bókun skipulagsnefndar frá 25. apríl s.l. um staðsetningu sameiginlegs urðunarstaðar í Eyjafirði.
Þann 2. október s.l. var aðildarsveitarfélögum svæðisskipulagsins send til umsagnar, með vísan til 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu "Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023" ásamt fylgiriti þar sem gerð var grein fyrir helstu forsendum væntanlegrar skipulagstillögu. Þrjú sveitarfélög gerðu athugasemdir við nokkra þætti lýsingarinnar. Tekið hefur verið tillit til hluta þeirra í meðfylgjandi gögnum og gerð er grein fyrir afgreiðslu þeirra efnisþátta sem ekki þótti ástæða til að færa inn í væntanlega skipulagstillögu.
Samvinnunefndin óskar eftir athugasemdum við meðfylgjandi gögn.

Sveitarfélögin á skipulagssvæðinu reka sameiginlega einkahlutafélagið Flokkun ehf., sem annast stefnumótun og áætlunargerð um meðhöndlun úrgangs á svæðinu, ásamt endurskoðun á gildandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020. Hlutverk félagsins er einnig að fjalla um framtíðar fyrirkomulag á endurvinnslu og förgun úrgangs á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að efniskafli um sorpmál eigi að vera hluti af svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2011-2023 þó svo að sameiginlegur urðunarstaður í Eyjafirði sé ekki í augsýn og verði ekki skilgreindur í svæðisskipulaginu sem nú er í endurskoðun.
Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að í skipulagslýsingunni komi fram stefna hins sameiginlega félags um hvernig sorpmálum verði háttað á svæðinu til lengri tíma litið og að gerðar verði tillögur um samræmda meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. flokkun almenns sorps.

Bæjarstjórn - 3321. fundur - 22.05.2012

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. maí 2012:
Tekið fyrir að nýju í framhaldi af bókun skipulagsnefndar frá 25. apríl sl. um staðsetningu sameiginlegs urðunarstaðar í Eyjafirði.
Þann 2. október sl. var aðildarsveitarfélögum svæðisskipulagsins send til umsagnar, með vísan til 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu "Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023" ásamt fylgiriti þar sem gerð var grein fyrir helstu forsendum væntanlegrar skipulagstillögu. Þrjú sveitarfélög gerðu athugasemdir við nokkra þætti lýsingarinnar. Tekið hefur verið tillit til hluta þeirra í meðfylgjandi gögnum og gerð er grein fyrir afgreiðslu þeirra efnisþátta sem ekki þótti ástæða til að færa inn í væntanlega skipulagstillögu.
Samvinnunefndin óskar eftir athugasemdum við meðfylgjandi gögn.

Sveitarfélögin á skipulagssvæðinu reka sameiginlega einkahlutafélagið Flokkun ehf, sem annast stefnumótun og áætlunargerð um meðhöndlun úrgangs á svæðinu, ásamt endurskoðun á gildandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020. Hlutverk félagsins er einnig að fjalla um framtíðar fyrirkomulag á endurvinnslu og förgun úrgangs á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að efniskafli um sorpmál eigi að vera hluti af svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2011-2023 þó svo að sameiginlegur urðunarstaður í Eyjafirði sé ekki í augsýn og verði ekki skilgreindur í svæðisskipulaginu sem nú er í endurskoðun.
Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að í skipulagslýsingunni komi fram stefna hins sameiginlega félags um hvernig sorpmálum verði háttað á svæðinu til lengri tíma litið og að gerðar verði tillögur um samræmda meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. flokkun almenns sorps.

Bæjarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar dags. 9. maí 2012 með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 140. fundur - 27.06.2012

Lagt fram erindi dags. 6. júní 2012 frá Bjarna Kristjánssyni f.h. samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar, sem sent er þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar og varðar breytingu á gr. 5.1 í kafla 5. Landbúnaður og nýjan efniskafla í lýsingu um sorpmál. Kaflinn er nr. 6.5 og ber yfirskriftina "Meðferð úrgangs".

Skiplagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar breytingar á skipulagslýsingunni og leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til kynningar.

Bæjarráð - 3324. fundur - 28.06.2012

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Lagt fram erindi dags. 6. júní 2012 frá Bjarna Kristjánssyni f.h. samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar, sem sent var þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar og varðar breytingu á gr. 5.1 í kafla 5. Landbúnaður og nýjan efniskafla í lýsingu um sorpmál. Kaflinn er nr. 6.5 og ber yfirskriftina "Meðferð úrgangs".
Skiplagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar breytingar á skipulagslýsingunni og leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til kynningar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, 29. fundargerð samvinnunefndar sveitarfélaganna sem haldinn var 1. október 2012.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 152. fundur - 13.02.2013

Erindi dagsett 23. janúar 2013 þar sem Bjarni Kristjánsson f.h. Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar tilkynnir að nefndin hafi lokið almennri kynningu á tillögunni eins og fyrir er mælt í 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningin fór fram dagana 9. og 10. jan. s.l.
Að lokinni fyrrnefndri kynningu skal svæðisskipulagsnefnd taka tillöguna til formlegrar afgreiðslu og leggja hana síðan fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til samþykktar samanber 3. mgr. 23. gr. áður tilvitnaðra laga.
Með vísan til framanskráðs er formleg tillaga svæðisskipulagsnefndar að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024 ásamt forsenduhefti og umhverfisskýrslu send hlutaðeigandi sveitarstjórnum til samþykktar.
Þess er vænst að afstaða sveitarfélagsins til tillögunnar berist nefndinni eigi síðar en 22. febrúar 2013.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að svæðisskipulagstillagan verði samþykkt til auglýsingar.

Bæjarstjórn - 3335. fundur - 19.02.2013

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. febrúar 2013:
Erindi dags. 23. janúar 2013 þar sem Bjarni Kristjánsson f.h. Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar tilkynnir að nefndin hafi lokið almennri kynningu á tillögunni eins og fyrir er mælt í 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningin fór fram dagana 9. og 10. janúar sl.
Að lokinni fyrrnefndri kynningu skal svæðisskipulagsnefnd taka tillöguna til formlegrar afgreiðslu og leggja hana síðan fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til samþykktar samanber 3. mgr. 23. gr. áður tilvitnaðra laga.
Með vísan til framanskráðs er formleg tillaga svæðisskipulagsnefndar að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 ásamt forsenduhefti og umhverfisskýrslu send hlutaðeigandi sveitarstjórnum til samþykktar.
Þess er vænst að afstaða sveitarfélagsins til tillögunnar berist nefndinni eigi síðar en 22. febrúar 2013.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að svæðisskipulagstillagan verði samþykkt til auglýsingar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 155. fundur - 10.04.2013

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, 31. fundargerð samvinnunefndar sveitarfélaganna frá 7. mars 2013.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 165. fundur - 09.10.2013

Erindi dagsett 25. september 2013 frá Bjarna Kristjánssyni þar sem hann f.h. svæðisskipulagsnefndar óskar samþykktar bæjarstjórnar á afgreiðslu svæðisskipulagsnefndarinnar á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og umsögnum hennar um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma ásamt tillögu að breytingu á tillögunni eftir auglýsingu hennar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu svæðisskipulagsnefndarinnar og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.

Bæjarstjórn - 3344. fundur - 15.10.2013

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. október 2013:
Erindi dags. 25. september 2013 frá Bjarna Kristjánssyni þar sem hann f.h. svæðisskipulagsnefndar óskar samþykktar bæjarstjórnar á afgreiðslu svæðisskipulagsnefndarinnar á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og umsögnum hennar um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma ásamt tillögu að breytingu á tillögunni eftir auglýsingu hennar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu svæðisskipulagsnefndarinnar og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.