Samgöngumiðstöð á Akureyri

Málsnúmer 2012090190

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Erindi dagsett 19. september 2012 frá Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra Eyþings f.h. nefndar um almenningssamgöngur þar sem farið er fram á það við bæjarráð/skipulagsnefnd að þegar verði hafist handa við að koma á fót samgöngumiðstöð sem þjónusti almenningssamgöngur.

Lagt fram til kynningar.

Framkvæmdaráð - 270. fundur - 07.06.2013

Lagt fram til kynningar erindi frá Stefáni Baldurssyni forstöðumanni SVA dags. 23 maí 2013. þar sem hann beinir því til framkvæmdaráðs að skoðaðir verði möguleikar á að reist verði samgöngumiðstöð hér á Akureyri

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Skipulagsstjóri greindi frá umræðum í undirbúningshópi fyrir samgöngumiðstöð. Á fundinn kom Jónas Valdimarsson frá framkvæmdadeild og gerði grein fyrir rýmisþörf vegna umferðarmannvirkja tengdum samgöngumiðstöðinni.
Skipulagsnefnd þakkar skipulagsstjóra og Jónasi fyrir kynninguna.