Hríseyjargata 7 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012090180

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 144. fundur - 27.09.2012

Erindi dagsett 18. september 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Ólínu Gyðu Hafsteinsdóttur og Ríkharðs Jónssonar sækja um breytingu á deiliskipulagi til að auka byggingarmagn á lóðinni nr. 7 við Hríseyjargötu. Fyrirhugað er að byggja glerskála til suðurs og vesturs við húsið. Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga frá Formi ehf. dagsett 14. september 2012.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3327. fundur - 02.10.2012

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. september 2012:
Erindi dags. 18. september 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Ólínu Gyðu Hafsteinsdóttur og Ríkharðs Jónssonar sækja um breytingu á deiliskipulagi til að auka byggingarmagn á lóðinni nr. 7 við Hríseyjargötu. Fyrirhugað er að byggja glerskála til suðurs og vesturs við húsið. Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga frá Formi ehf, dags. 14. september 2012.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Deiliskipulagsbreyting á suðurhluta Oddeyrar dagsett 14. september 2012 var grenndarkynnt 4. október til 1. nóvember 2012.
Þann 17. október barst grenndarkynntur uppdráttur með undirskriftum og samþykki allra þeirra sem grenndarkynninguna fengu og telst grenndarkynningunni því lokið.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd"  og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.