Aðalskipulag Akureyrar, breyting á íbúðar- og stofnanasvæði í Giljahverfi - skipulagslýsing

Málsnúmer 2012100018

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 145. fundur - 10.10.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna breytingar á íbúðar- og stofnanasvæði í Giljahverfi. Lýsingin er dagsett 10. október 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn - 3328. fundur - 16.10.2012

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna breytingar á íbúðar- og stofnanasvæði í Giljahverfi. Lýsingin er dags. 10. október 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna íbúðar- og stofnanasvæðis í Giljahverfi dagsetta 10. október 2012 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt. Skipulagslýsing var kynnt frá 17. október til 31. október 2012.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3329. fundur - 06.11.2012

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. október 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna íbúðar- og stofnanasvæðis í Giljahverfi dags. 10. október 2012 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt. Skipulagslýsing var kynnt frá 17. október til 31. október 2012.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Skipulagslýsing var kynnt með auglýsingu í Dagskránni þann 17. október 2012. Lýsingin var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Þrjár umsagnir vegna skipulagslýsingarinnar bárust:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 26. október 2012.
Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna. Bent er á að í breytingartillögunni þarf að gera grein fyrir þéttleika og yfirbragði byggðar og að komu að nýju lóðunum. Minnt er á að gera þarf grein fyrir áhrifum á umhverfið.
2) Umhverfisstofnun, dagsett 30. október 2012.
Í tillögunni ættu að koma fram upplýsingar um hljóðmengun og varnir. Einnig ætti að gera grein fyrir hvernig svæðið hefur nýst og hvert sú notkun færist.
3) Norðurorka, dagsett 6. nóvember 2012.
Athygli er vakin á mörgum lögnum samsíða Borgarbraut. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við deiliskipulagið þegar þar að kemur með tilliti til kostnaðar af verkinu o.fl.
Aðalskipulagsbreytingin var kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með auglýsingu í Dagskránni 31. október 2012 og var tillagan aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga þann 28. nóvember 2012 með athugasemdarfresti til 9. janúar 2013. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Tillagan var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Umsagnir bárust frá:
Skipulagsstofnun, bréf dagsett 17. janúar 2013 (barst eftir afgreiðslu skipulagsnefndar) þar sem ekki er gerð athugasemd við umhverfisskýrslu.
Umhverfisstofnun, bréf dagsett 14. janúar 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingartillöguna.
Engin athugasemd barst á auglýsingartíma.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3334. fundur - 05.02.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:
Skipulagslýsing var kynnt með auglýsingu í Dagskránni þann 17. október 2012. Lýsingin var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Þrjár umsagnir vegna skipulagslýsingarinnar bárust:
1) Skipulagsstofnun, dags. 26. október 2012.
Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna. Bent er á að í breytingartillögunni þarf að gera grein fyrir þéttleika og yfirbragði byggðar og aðkomu að nýju lóðunum. Minnt er á að gera þarf grein fyrir áhrifum á umhverfið.
2) Umhverfisstofnun, dags. 30. október 2012.
Í tillögunni ættu að koma fram upplýsingar um hljóðmengun og varnir. Einnig ætti að gera grein fyrir hvernig svæðið hefur nýst og hvert sú notkun færist.
3) Norðurorka, dags. 6. nóvember 2012.
Athygli er vakin á mörgum lögnum samsíða Borgarbraut. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við deiliskipulagið þegar þar að kemur með tilliti til kostnaðar af verkinu o.fl.
Aðalskipulagsbreytingin var kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með auglýsingu í Dagskránni 31. október 2012 og var tillagan aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga þann 28. nóvember 2012 með athugasemdafresti til 9. janúar 2013. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Tillagan var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Umsagnir bárust frá:
Skipulagsstofnun, bréf dags. 17. janúar 2013 (barst eftir afgreiðslu skipulagsnefndar) þar sem ekki er gerð athugasemd við umhverfisskýrslu.
Umhverfisstofnun, bréf dags. 14. janúar 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingartillöguna.
Engin athugasemd barst á auglýsingartíma.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.