Hafnarstræti 82 - umsókn um lóðarstækkun og fl.

Málsnúmer BN100205

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 17. ágúst 2010 frá Gunnari Magnússyni Hafnarstræti 82 sem frestað var í skipulagsnefnd 15. september 2012 og vísað til vinnslu deiliskipulags svæðisins sem nú er lokið.

Deiliskipulag Drottningarbrautarreits tók gildi 29. maí 2012. Þar eru ákvæði og skilmálar um uppbyggingu á lóðinni við Hafnarstræti 82. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir lóðarstækkun til norðurs með heimild til viðbyggingar.