Súluvegur landnr. 149595 og 149596 - framlenging stöðuleyfis

Málsnúmer 2012020165

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 133. fundur - 29.02.2012

Erindi dagsett 20. febrúar 2012 þar sem Hjörtur Narfason f.h. HGH Verk ehf., kt. 540510-0400, óskar eftir framlengingu á lóðarsamningi/stöðuleyfi fyrir Súluveg, landnr. 149595 og 149596. Nánari skýringar í meðfylgjandi fylgiskjölum.

Skipulagsnefnd samþykkir 3 ára framlengingu lóðarsamnings fyrir Súluveg, landnr. 149595 og 149596.

Lóðarskrárritara falið að gefa út nýjan samning með kvöð um að ef farið verði í breytingar á Miðhúsabraut skv. aðalskipulagi muni landnr. 149596 skerðast í samræmi við þær áætlanir.

Skipulagsnefnd frestar að öðru leyti erindinu.

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Erindi dagsett þar sem Hjörtur Narfason f.h. HGH Verks ehf., kt: 540510-0400, óskar eftir breytingu á aðalskipulagi þannig að hluti lóða HGH ehf. við Súluveg, landnúmer: 149595 og 149596, verði skilgreindur sem iðnaðarsvæði.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi sem umsækjandi greiði fyrir skv. gjaldskrá, sjá einnig málsnr. 2012070028.