Ásatún 12-14 - fyrirspurn um fjölgun íbúða

Málsnúmer 2012070129

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Erindi dagsett 27. júlí 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því að minnka íbúðir og fjölga þeim úr 12 í 15 á lóðinni miðað við gildandi deiliskipulag.

Skipulagsnefnd telur ekki vera vöntun á minni íbúðum í hverfinu og breytingin þess vegna ekki til þess fallin að þjóna heildarhagsmunum hverfisins. Erindinu er því hafnað.

Skipulagsnefnd - 143. fundur - 12.09.2012

Erindi dagsett 27. júlí 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, óskar eftir heimild til að gera deiliskipulagsbreytingu á lóðinni við Ásatún 12-14 þar sem íbúðum verði fjölgað úr 12 í 15 miðað við gildandi deiliskipulag. Drög að útfærslu íbúðanna fylgja á meðfylgjandi uppdráttum dagsettum 12. september 2012.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðar verði grenndarkynnt.
Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt 18. september og var athugasemdarfrestur til 15. október 2012.
Ein athugasemd barst frá Eydísi Davíðsdóttur og Atli Rúnari Arngrímssyni, Baugatúni 7, dagsett 12. september 2012.
Þau gera ekki athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna en vilja að skriflegur þinglýstur samningur verði gerður þess efnis að verktaki beri ábyrgð ef tjón verður á lóð þeirra vegna framkvæmdanna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Athugsemdin gefur ekki tilefni til svars en bent skal á að lóðarhafa ber að tryggja að framkvæmdir s.s. vegna jarðvegsskipta valdi ekki tjóni á nágrannalóðum eða mannvirkjum.

Bæjarstjórn - 3329. fundur - 06.11.2012

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. október 2012:
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt 18. september og var athugasemdarfrestur til 15. október 2012.
Ein athugasemd barst frá Eydísi Davíðsdóttur og Atla Rúnari Arngrímssyni, Baugatúni 7, dags. 12. september 2012.
Þau gera ekki athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna en vilja að skriflegur þinglýstur samningur verði gerður þess efnis að verktaki beri ábyrgð ef tjón verður á lóð þeirra vegna framkvæmdanna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Athugasemdin gefur ekki tilefni til svars en bent skal á að lóðarhafa ber að tryggja að framkvæmdir s.s. vegna jarðvegsskipta valdi ekki tjóni á nágrannalóðum eða mannvirkjum.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.