Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012080015

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna umferðartengingar milli Dalsbrautar og KA-svæðisins annarsvegar og Lundarskóla hinsvegar hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis og nágrennis ásamt greinargerð dagsettri 22.8.2012 og unninni af X2 hönnun - skipulagi ehf. ásamt Verkfræðistofu Norðurlands ehf.
Einnig fylgir húsakönnun dagsett 1. desember 2011 og hljóðskýrsla dagsett 22. júní 2011.
Tillaga er einnig gerð um breytingu á deiliskipulagi syðri hluta Dalsbrautar vegna lengingar hljóðmana samhliða Dalsbraut.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3325. fundur - 04.09.2012

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna umferðartengingar milli Dalsbrautar og KA-svæðisins annarsvegar og Lundarskóla hinsvegar hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis og nágrennis ásamt greinargerð dags. 22. ágúst 2012 sem unnin er af X2 hönnun - skipulagi ehf ásamt Verkfræðistofu Norðurlands ehf.
Einnig fylgir húsakönnun dags. 1. desember 2011 og hljóðskýrsla dags. 22. júní 2011.
Tillaga er einnig gerð um breytingu á deiliskipulagi syðri hluta Dalsbrautar vegna lengingar hljóðmana samhliða Dalsbraut.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis og nágrennis ásamt greinargerð dagsettri 22. ágúst 2012 og unninni af X2 hönnun - skipulagi ehf. ásamt Verkfræðistofu Norðurlands ehf. var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.
Einnig fylgir húsakönnun dagsett 1. desember 2011 og hljóðskýrsla dagsett 22. júní 2011.
Breytingin tekur til Dalsbrautar norðan Skógarlundar að Þingvallastræti. Tillaga er einnig gerð um breytingu á deiliskipulagi syðri hluta Dalsbrautar, vegna lengingar hljóðmana samhliða Dalsbraut.
6 athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Dalsbraut norður-athugasemdir og svör, dags. 31.10 2012".

Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "Dalsbraut norður-athugasemdir og svör, dags. 31.10 2012".

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Edvard H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3329. fundur - 06.11.2012

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. október 2012:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis og nágrennis ásamt greinargerð dags. 22. ágúst 2012 og unninni af X2 hönnun - skipulagi ehf. ásamt Verkfræðistofu Norðurlands ehf. var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.
Einnig fylgir húsakönnun dags. 1. desember 2011 og hljóðskýrsla dags. 22. júní 2011.
Breytingin tekur til Dalsbrautar norðan Skógarlundar að Þingvallastræti. Tillaga er einnig gerð um breytingu á deiliskipulagi syðri hluta Dalsbrautar, vegna lengingar hljóðmana samhliða Dalsbraut.
6 athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Dalsbraut norður-athugasemdir og svör, dags. 31.10.2012".
Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "Dalsbraut norður-athugasemdir og svör, dags. 31.10.2012".
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum. Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.