GPO - fyrirspurn um staðsetningu atvinnustarfsemi

Málsnúmer 2012080040

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Erindi dagsett 13. ágúst 2012 frá Þórarni Kristjánssyni f.h. GPO ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar til staðsetningar atvinnustarfsemi sem GPO ehf. er með í undirbúningi.

Skipulagsnefnd getur ekki samþykkt fyrirhugaða starfsemi á lóðinni við Súluveg þar sem hún samræmist ekki aðalskipulagi. Skipulagsnefnd telur að staðsetning starfseminnar sé heppilegust í Fjölnisgötu 4a en bendir á að uppfylla þarf skilyrði laga um starfsemina s.s. um brunavarnir og fá tilskilin leyfi annarra stofnana.

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Erindi dagsett 24. september 2012 frá Þórarni Kristjánssyni f.h. GPO ehf. þar sem óskað er eftir að skipulagsnefnd geri viðeigandi ráðstafanir á lóð HGH Verks ehf. (Möl og Sandur) til að fyrirhuguð starfsemi GPO geti farið fram í húsnæði HGH Verks ehf. við Súluveg eins og náðst hefur samkomulag um.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið, sjá mál nr. 2012070028.