Þingvallastræti 10 - viðbygging

Málsnúmer 2012090012

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 143. fundur - 12.09.2012

Erindi dagsett 3. september 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Páls Sigurjónssonar óskar eftir leyfi til að byggja 59 fermetra viðbyggingu við húsið að Þingvallastræti 10. Meðfylgjandi er grunn- og afstöðuteikning eftir Þröst Sigurðsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Erindi dagsett 3. september 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Páls Sigurjónssonar óskar eftir leyfi til að byggja 59 fermetra viðbyggingu við húsið Þingvallastræti 10. Umsóknin var grenndarkynnt frá 13. september til 11. október 2012.
Þrjár athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Þingvallastræti - athugasemdir dags. 31.10 2012".

Frestað.

Skipulagsnefnd - 169. fundur - 11.12.2013

Erindi dagsett 3. september 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Páls Sigurjónssonar óskaði eftir leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið Þingvallastræti 10, var grenndarkynnt frá 13. september til 11. október 2012.
Þrjár athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Þingvallastræti - athugasemdir dags. 31.10 2012".
Innkomin er breytt tillaga dagsett 22. nóvember 2013 frá Þresti Sigurðssyni f.h. nýrra eigenda þar sem tekið hefur verið tillit til innsendra athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið að nýju með breyttri tillögu að viðbyggingunni.

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Erindi dagsett 3. september 2012, þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Páls Sigurjónssonar óskar eftir leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið Þingvallastræti 10, var grenndarkynnt á ný frá 12. desember til 9. janúar 2014.
Ein athugasemd barst frá Tómasi B. Haukssyni og Elínu A. Ólafsdóttur, Lögbergsgötu 9, dagsett 9. janúar 2014.
Þau eru sáttari við nýjar tillöguteikningar en hefðu kosið að hafa lengra bil frá viðbyggingu að lóðarmörkum. Óskað er eftir því að nýtingarhlutfall á lóð þeirra við Lögbergsgötu 9 verði sambærilegt við það sem samþykkt verður á lóð Þingvallastrætis 10 þegar deiliskipulag verður unnið að hverfinu.

Skipulagsnefnd hefur ákveðið að hefja vinnu við að deiliskipuleggja hluta Norðurbrekku og mun nýtingarhlutfall lóða þar verða ákveðin í þeirri vinnu.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.