Brekkuskóli og nágrenni - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012050138

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 138. fundur - 23.05.2012

Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. er lagt til að innkeyrslu inn á sameiginlega lóð Brekkuskóla, sundlaugar, íþróttahallar og vaxtarræktar verði breytt með það í huga að auka öryggi gangandi barna til og frá Brekkuskóla. Tillagan er unnin í samráði við stjórnendur Brekkuskóla og foreldrafélag Brekkuskóla auk framkvæmdadeildar og FAK.
Tillagan er dagsett 15. maí 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.

Lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd - 140. fundur - 27.06.2012

Skipulagsstjóri leggur fram heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. er lagt til að innkeyrslu inn á sameiginlega lóð Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar verði breytt með það í huga að auka öryggi gangandi barna til og frá Brekkuskóla. Tillagan er unnin í samráði við stjórnendur og foreldrafélag Brekkuskóla auk framkvæmdadeildar og FAK.
Tillagan er dagsett 27. júní 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Form ehf.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 141. fundur - 25.07.2012

Skipulagsstjóri leggur fram heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. er lagt til að innkeyrslu inn á sameiginlega lóð Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar verði breytt með það í huga að auka öryggi gangandi barna til og frá Brekkuskóla. Tillagan er unnin í samráði við stjórnendur og foreldrafélag Brekkuskóla auk framkvæmdadeildar og FAK.
Tillagan er dagsett 27. júní 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf, sem mætti á fundinn og kynnti tillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar Ágústi Hafsteinssyni fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Skipulagsstjóri lagði fram heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. er lagt til að innkeyrslu inn á sameiginlega lóð Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar verði breytt með það í huga að auka öryggi gangandi barna til og frá Brekkuskóla. Tillagan er unnin í samráði við stjórnendur og foreldrafélag Brekkuskóla auk framkvæmdadeildar og FAK.
Tillagan er dagsett 27. júní 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.

Skipulagsnefnd samþykkir að Skólastígur verði breikkaður um 2 m til vesturs og beygjuradíus inn í Hrafnagilsstræti að vestan verði aukinn og leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3325. fundur - 04.09.2012

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. er lagt til að innkeyrslu inn á sameiginlega lóð Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar verði breytt með það í huga að auka öryggi gangandi barna til og frá Brekkuskóla. Tillagan er unnin í samráði við stjórnendur og foreldrafélag Brekkuskóla auk framkvæmdadeildar og FAK.
Tillagan er dags. 27. júní 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir að Skólastígur verði breikkaður um 2 m til vesturs og beygjuradíus inn í Hrafnagilsstræti að vestan verði aukinn og leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðis Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.
Tillagan er dagsett 27. júní 2012 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Formi ehf.
32 skriflegar athugasemdir bárust sem flestar eru samhljóða. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir dags. 31.10 2012".

Frestað.

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Pétur Halldórsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 25. október 2012.
Skipulag bílastæðamála við Brekkuskóla. Pétur lagði fram hugmynd/tillögu um breytingu á skipulagi á bílastæðum neðan Íþróttahallarinnar og ofan Brekkuskóla við Skólastíg. Vill hann að tillögurnar verði skoðaðar en nú stendur til að breyta innakstri á bílastæðið. Vill einnig að skoðað verði hvort hægt sé að koma með innkeyrslu frá Eyrarlandsvegi að Rósenborg og draga þannig úr og jafnvel loka fyrir umferð um Skólastíg við Möðruvallastræti.

Heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðis Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar var auglýst frá 12. september til 24. október 2012. Erindinu er vísað til afgreiðslu deiliskipulagsins sem nú stendur yfir.

Skipulagsnefnd - 149. fundur - 12.12.2012

Heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðis Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.
32 athugasemdir bárust og eru 29 af þeim samhljóða. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir dags. 12.12 2012".
Skipulagsstjóri lagði fram tillögur dagsettar 7. desember 2012 frá Formi ehf. um leiðir til að tryggja enn frekar öryggi barna sem leið eiga um svæðið. Tillögurnar felast í skýrari afmörkun gönguleiða með gerð stýringa að þeim og að þær verði upphitaðar. Einnig er lagt til að þrengingar verði settar á umferðarleiðir sem þvera gönguleiðir skólabarna.

Skipulagsnefnd leggur til að breytingar verði gerðar á deiliskipulagsuppdrætti í samræmi við tillögur Forms ehf.

Afgreiðslu að öðru leyti frestað.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:

Ég vil að lengra verði gengið í að koma til móts við hugmyndir sem fram komu í þeim 29 samhljóða athugasemdum sem bárust. Felur það í sér að breyta bílastæðum austan Íþróttahallar og Líkamsræktarstöðvar að öllu eða hluta í útivistarsvæði þó það feli í sér fækkun stæða. Með því að samþykkja framlagðar breytingar á deiliskipulagi er verið að festa í sessi það fyrirkomulag sem ríkir á svæðinu og setur bíla í forgang umfram gangandi vegfarendur.

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðis Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.
32 athugasemdir bárust og eru 29 af þeim samhljóða. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir og svör dags. 16.01 2013".
Tillögur dagsettar 7. desember 2012 frá Formi ehf. sem samþykktar voru 12. desember s.l. um leiðir til að tryggja enn frekar öryggi barna sem leið eiga um svæðið hafa verið innfærðar inn á uppdrátt. Að öðru leyti er vísað í tillögurnar vegna nánari útfærslu.

Skipulagsnefnd tekur tillit til hluta athugasemdanna. Sjá nánar svör við athugasemdum í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir og svör dags. 16.01 2013".

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna og ítrekar fyrri bókun.

Niðurstaða:

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3334. fundur - 05.02.2013

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:
Heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðis Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.
32 athugasemdir bárust og eru 29 af þeim samhljóða. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir og svör dags. 16.01 2013".
Tillögur dags. 7. desember 2012 frá Formi ehf, sem samþykktar voru 12. desember sl. um leiðir til að tryggja enn frekar öryggi barna sem leið eiga um svæðið hafa verið innfærðar inn á uppdrátt. Að öðru leyti er vísað í tillögurnar vegna nánari útfærslu.
Skipulagsnefnd tekur tillit til hluta athugasemdanna. Sjá nánar svör við athugasemdum í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir og svör dags. 16.01 2013".
Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna og ítrekar fyrri bókun.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.