Súluvegur/Miðhúsabraut - umsókn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi.

Málsnúmer 2012070028

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 146. fundur - 31.10.2012

Erindi dagsett 9. júlí 2012 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir breytingu á aðalskipulagi og vinnslu deiliskipulags á svæði við gatnamót Miðhúsabrautar og Súluvegar, vegna fyrirhugaðar afgreiðslustöðvar á metangasi úr urðunarstaðnum á Glerárdal.
Einnig er sótt um breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi Breiðholts - hesthúsahverfis vegna fyrirhugaðrar hreinsistöðvar fyrir metangas. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi og afstöðumynd.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi sem umsækjandi greiði fyrir skv. gjaldskrá. Einnig er skipulagsstjóra falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagi á mótum Miðhúsabrautar og Súluvegar að Þingvallastræti og Glerá. Tillagan skal unnin í samráði við Norðurorku og HGH Verk ehf. sem umsækjandur greiði fyrir skv. gjaldskrá, sjá einnig málsnr. 2012020165.

Nefndin heimilar einnig Norðurorku hf. að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts - hesthúsahverfis.

Edvard H. Huijbens V-lista lýsti yfir mögulegu vanhæfi sínu við afgreiðslu málsins. Samþykkti nefndin vanhæfi og vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 151. fundur - 30.01.2013

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dagsettri 31. október 2012 leggur skipulagsstjóri fram til kynningar fyrstu drög að tillögu að deiliskipulagi svæðis á mótum Miðhúsabrautar og Súluvegar að Þingvallastræti og Glerá. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt, dagsett 30. janúar 2013.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 152. fundur - 13.02.2013

Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl.8:53.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögur að útfærslu á hringtorgi vegna vinnslu á deiliskipulagi svæðis á mótum Miðhúsabrautar og Súluvegar að Þingvallastræti og Glerá.
Tillögurnar eru unnar af framkvæmdadeild, VN og Árna Ólafssyni arkitekt, dagsettar 12. febrúar 2013.

Skipulagsnefnd leggur til að leið B verði valin til nánari útfærslu.

Skipulagsnefnd - 155. fundur - 10.04.2013

Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 13. febrúar 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Tvær umsagnir bárust:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 28. febrúar 2013.
Gerð er athugasemd við texta í kafla 5. Stofnunin bendir á að skipulagið fellur undir lög um umhverfismat áætlana þótt Akureyrarbær telji framkvæmdirnar ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.
2) Umhverfisstofnun, dagsett 19. mars 2013.
Tekið er undir áætlanir um opið óbyggt svæði meðfram Glerá og að bæta skuli umhverfi árinnar og árbakkans innan skipulagssvæðisins.

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dagsetta 10. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Deiliskipulagstillagan lögð fram en afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd - 156. fundur - 24.04.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dagsetta 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Þann 8. apríl 2013 voru drög að deiliskipulagi send til Minjastofnunar Íslands til skoðunar. Í svari þeirra kemur fram að ein fornleif sé mjög nálægt skipulagssvæðinu. Steinbogi var yfir ána frá náttúrunnar hendi en engar leifar eru sjáanlegar nú. Skipulagsdrögin fela ekki í sér meira rask en nú er orðið og því eru engar athugasemdir gerðar við tillöguna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samhliða verði auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg (sjá málsnr. 2012110148).

Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi S-lista óskar bókað að hann mótmæli því að svæðið verði fest í sessi sem athafnasvæði í stað þess að útbúa þar góða útivistarperlu í mynni Glerárdals.

Bæjarstjórn - 3339. fundur - 07.05.2013

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dags. 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Þann 8. apríl 2013 voru drög að deiliskipulagi send til Minjastofnunar Íslands til skoðunar. Í svari þeirra kemur fram að ein fornleif sé mjög nálægt skipulagssvæðinu. Steinbogi var yfir ána frá náttúrunnar hendi en engar leifar eru sjáanlegar nú. Skipulagsdrögin fela ekki í sér meira rask en nú er orðið og því eru engar athugasemdir gerðar við tillöguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samhliða verði auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg (sjá málsnr. 2012110148).
Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi S-lista óskar bókað að hann mótmæli því að svæðið verði fest í sessi sem athafnasvæði í stað þess að útbúa þar góða útivistarperlu í mynni Glerárdals.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn atkvæði Ragnars Sverrissonar S-lista.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Ragnar Sverrisson S-lista lagði fram bókun svohljóðandi:

Mín skoðun er sú að ekki eigi að veita leyfi til að byggja fleiri iðnaðarhús þar sem Möl og sandur er nú. Þess í stað verði stefnt að því að innan 10 til 15 ára verði sú starfsemi flutt annað. Svæðið verði síðan skipulagt til langrar framtíðar sem einskonar hlið að Glerárdalnum sem verður útivistarparadís Akureyringa og gesta þeirra.

Skipulagsnefnd - 160. fundur - 26.06.2013

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 10. maí til 21. júní 2013 í Lögbirtingarblaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu auk þess sem gögnin voru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða var auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dagsett 20. mars 2013.
Óskað var eftir umsögnum frá eftirtöldum aðilum:
Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisnefnd Akureyrar, Norðurorku og Möl og sandi ehf. (sjá nánar undir athugasemdir).
Umsögn barst frá umhverfisnefnd, sjá mál nr. 212110148.
Þrjár athugasemdir bárust:
1) Mjólkursamsalan dagsett 20. júní 2013.
Mjólkursamsalan bendir á að mikilvægt sé að ekkert í nánd vinnslustöðvar MS sé mengandi og því sé mikilvægt að tryggja að vel verði búið um plast sem berst til endurvinnslu og það geymt innandyra svo það mengi ekki nærliggjandi svæði.
2) Jóhannes Árnason dagsett 21. júní 2013.
Jóhannes leggur til að bæta við biðstöðvum fyrir strætisvagna á Hlíðarbraut og Miðhúsabraut.
Einnig leggur hann til að hjólastígar verði aðskildir frá gangandi vegfarendum á gönguleiðum í nágrenninu og á göngustíg við Hlíðarbraut.
3) Umsögn barst frá Möl og sandi ehf. 19. júní 2013.
Rakin eru samskipti á milli HGH Verk (nú Möl og sandur ehf.) og skipulagsnefndar og -deildar. Þá var rætt um minniháttar skerðingu á lóð. Skv. deiliskipulagstillögunni fellur nánast önnur lóð félagsins út og áskilur fyrirtækið sér rétt til bóta. Bent er á að ósamræmi sé á milli aðal- og deiliskipulags varðandi stærð lóðar.

Svar við athugasemdum:
1) Bent er á að í starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins munu verðar gerðar kröfur um aðbúnað og frágang vegna starfsemi endurvinnslunnar.
2) Skipulagsnefnd leggur til að biðstöðvar strætisvagna á svæðinu verði skoðaðar í samráði við forsvarsmann Strætisvagna Akureyrar.
Varðandi beiðni um aðgreiningu á notkun göngustíga fyrir gangandi og hjólandi umferð er fyrirspurninni vísað til framkvæmdadeildar þar sem ekki er um skipulagsmál að ræða.
3) Lóðarsamningar fyrir lóðirnar féllu úr gildi 1. mars 2013. Með bókun skipulagsnefndar 29. febrúar 2012 var samþykkt að framlengja leigusamninginn til 1. mars 2016. Í viðauka við lóðarsamninginn fyrir lóðirnar lnr. 149595 og 149596 er þinglýst kvöð þar sem Akureyrarkaupstaður áskilur sér rétt til að breyta lóðarmörkum þegar farið verður í breytingar á Miðhúsabraut, sem m.a. nú er verið að gera, innan gildistíma samningsins án greiðslu skaðabóta.
Afmörkun athafnasvæðisins í aðalskipulagi þarf ekki að vera sú sama og afmörkun lóðarinnar í deiliskipulagi. Bent er á að stærð lóðar er ákveðin í deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð - 3373. fundur - 04.07.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. júní 2013:
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 10. maí til 21. júní 2013 í Lögbirtingarblaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu auk þess sem gögnin voru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða var auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dagsett 20. mars 2013.
Óskað var eftir umsögnum frá eftirtöldum aðilum:
Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisnefnd Akureyrar, Norðurorku og Möl og sandi ehf. (sjá nánar undir athugasemdir).
Umsögn barst frá umhverfisnefnd, sjá mál nr. 212110148.
Þrjár athugasemdir bárust:
1) Mjólkursamsalan dagsett 20. júní 2013.
Mjólkursamsalan bendir á að mikilvægt sé að ekkert í nánd vinnslustöðvar MS sé mengandi og því sé mikilvægt að tryggja að vel verði búið um plast sem berst til endurvinnslu og það geymt innandyra svo það mengi ekki nærliggjandi svæði.
2) Jóhannes Árnason dagsett 21. júní 2013.
Jóhannes leggur til að bæta við biðstöðvum fyrir strætisvagna á Hlíðarbraut og Miðhúsabraut.
Einnig leggur hann til að hjólastígar verði aðskildir frá gangandi vegfarendum á gönguleiðum í nágrenninu og á göngustíg við Hlíðarbraut.
3) Umsögn barst frá Möl og sandi ehf. 19. júní 2013.
Rakin eru samskipti á milli HGH Verk (nú Möl og sandur ehf.) og skipulagsnefndar og -deildar. Þá er rætt um minniháttar skerðingu á lóð. Skv. deiliskipulagstillögunni fellur nánast önnur lóð félagsins út og áskilur fyrirtækið sér rétt til bóta. Bent er á að ósamræmi sé á milli aðal- og deiliskipulags varðandi stærð lóðar.
Svar við athugasemdum:
1) Bent er á að í starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins munu verðar gerðar kröfur um aðbúnað og frágang vegna starfsemi endurvinnslunnar.
2) Skipulagsnefnd leggur til að biðstöðvar strætisvagna á svæðinu verði skoðaðar í samráði við forsvarsmann Strætisvagna Akureyrar.
Varðandi beiðni um aðgreiningu á notkun göngustíga fyrir gangandi og hjólandi umferð er fyrirspurninni vísað til framkvæmdadeildar þar sem ekki er um skipulagsmál að ræða.
3) Lóðarsamningar fyrir lóðirnar féllu úr gildi 1. mars 2013. Með bókun skipulagsnefndar 29. febrúar 2012 var samþykkt að framlengja leigusamninginn til 1. mars 2016. Í viðauka við lóðarsamninginn fyrir lóðirnar lnr. 149595 og 149596 er þinglýst kvöð þar sem Akureyrarkaupstaður áskilur sér rétt til að breyta lóðarmörkum þegar farið verður í breytingar á Miðhúsabraut, sem m.a. nú er verið að gera, innan gildistíma samningsins án greiðslu skaðabóta.
Afmörkun athafnasvæðisins í aðalskipulagi þarf ekki að vera sú sama og afmörkun lóðarinnar í deiliskipulagi. Bent er á að stærð lóðar er ákveðin í deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Umsögn Skipulagsstofnunar dags. 19. júní 2013 barst eftir fund skipulagsnefndar. Skipulagsstofnun gerir engar athugasemdir.
Umsögn barst frá Umhverfisstofnun 3. júlí 2013 eftir að umsagnarfresti lauk og skipulagsnefnd tók málið fyrir. Í umsögninni er bent á, vegna áfyllingarstöðvar metangass, mikilvægi þess að allar öryggisfjarlægðir í næstu byggingar séu nægjanlegar og að á framkvæmdatíma áfyllingarstöðvarinnar verði þess gætt að halda hljóð- og loftmengun á svæðinu í lágmarki.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Logi Már Einarsson S-lista og Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista óska bókað:

Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar mótmæla skammsýnum hugmyndum um að festa iðnaðarstarfsemi í sessi á bökkum Glerár til langrar framtíðar.

Núverandi ástand skipulagssvæðisins er með öllu óviðunandi og brýnt að einhenda sér í það verkefni að bæta þar út strax.

Líst er yfir fullum stuðningi við þá hugmynd að byggja upp óslitið útivistarsvæði meðfram ánni frá fjöru til fjalls.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista greiðir atkvæði á móti tillögunni og tekur undir bókun fulltrúa Samfylkingar og Framsóknar.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins