Glerárskóli - bygging leikskóla, lóðar, tengibygginga og samkomusals

Málsnúmer 2018050021

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 33. fundur - 29.05.2018

Lögð fram niðurstaða verðkönnunar á arkitektahönnun dagsett 22. maí 2018.

Alls bárust 3 tilboð:Kollgáta ehf kr. 34.450.000 86%

AVH ehf kr. 46.800.000 117%

Teiknistofa Arkitekta ehf kr. 57.000.000 143%

Kostnaðaráætlun kr. 40.000.000
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Kollgátu ehf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 43. fundur - 26.10.2018

Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu ehf mætti á fundinn og fór yfir greiningu á framkvæmdaleiðum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 47. fundur - 14.12.2018

Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu mætti á fundinn og kynnti stöðu hönnunar á væntanlegum framkvæmdum við Glerárskóla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 50. fundur - 15.02.2019

Kostnaður við byggingu leikskóla við Glerárskóla kynntur fyrir ráðinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lögð fram opnunarblöð vegna útboðs á hönnun lagna, burðarþols og raflagna vegna byggingar leikskólabyggingar við Glerárskóla síðan 6. mars 2019.Eftirfarandi tilboð bárust í hönnun raflagna:

Raftáknkr. 5.475.000

Eflakr. 6.200.000

Verkískr. 8.350.000

Mannvitkr. 8.600.000Eftirfarandi tilboð bárust í hönnun burðarþols:

Eflakr. 7.900.000

Verkískr. 8.900.000

Mannvitkr. 9.800.000

AVHkr. 10.800.000Eftirfarandi tilboð bárust í hönnun lagna og loftræstingar:

Eflakr. 8.800.000

Mannvitkr. 9.800.000

Verkískr. 11.497.000

AVHkr. 16.200.000Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í hverjum flokk fyrir sig að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 54. fundur - 12.04.2019

Teikningar lagðar fram til kynningar.

Sigurður Gunnarsson eftirlitsmaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 66. fundur - 11.10.2019

Kostnaðaráætlun vegna byggingar leikskóla við Glerárskóla lögð fram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 71. fundur - 17.01.2020

Staða verkefnisins kynnt fyrir ráðinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 73. fundur - 21.02.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 21. febrúar 2020 til upplýsingar um stöðu verkefnisins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 75. fundur - 27.03.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 11. mars 2020 varðandi opnun tilboða í byggingu á leikskólanum Klöppum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði. Ráðið felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ganga til samninga við Hyrnuna ehf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 86. fundur - 02.10.2020

Andrea Sif Hilmarsdóttir verkefnastjóri nýframkvæmda kynnti stöðuskýrslu dagsetta 1. október 2020 vegna framkvæmda við byggingu leikskólans.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 90. fundur - 27.11.2020

Lagt fram minnisblað varðandi breytta vísitölu vegna breyttra skattreglna um endurgreiðslu VSK af vinnu á byggingastað.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 92. fundur - 15.01.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 15. janúar 2021 varðandi verðkönnun á lyftu fyrir nýtt húsnæði leikskólans Klappa.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Kone ehf.

Tryggvi Már Ingvarsson vék af fundi kl. 10:34.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 94. fundur - 12.02.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 10. febrúar 2021 varðandi verðkönnun á eldhústækjum fyrir leikskólann Klappir. Fjögur tilboð bárust.

Fastus kr. 12.371.243

Bako Ísberg tilboð 1 kr. 7.705.387

Bako Ísberg tilboð 2 kr. 8.239.820

Bako Ísberg tilboð 3 kr. 6.420.856
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði nr. 2 frá Bako að upphæð kr. 8.239.820.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 99. fundur - 30.04.2021

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 29. apríl 2021 varðandi framkvæmdir við Leikskólann Klappir.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð - 50. fundur - 03.05.2021

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri UMSA kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
Afgreiðslu frestað.

Fræðsluráð - 51. fundur - 17.05.2021

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda í Klöppum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 103. fundur - 25.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Hyrnu ehf. vegna kostnaðar við byggingu leikskólans.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 112. fundur - 21.01.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 19. janúar 2022 varðandi uppgjör framkvæmda við leikskólann Klappir.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs þess efnis að færa kr. 40 milljónir frá áætlun ársins 2021 til 2022 vegna seinkunar verkloka og uppgjörs verksins.

Bæjarráð - 3756. fundur - 27.01.2022

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. janúar 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 19. janúar 2022 varðandi uppgjör framkvæmda við leikskólann Klappir.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs þess efnis að færa kr. 40 milljónir frá áætlun ársins 2021 til 2022 vegna seinkunar verkloka og uppgjörs verksins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 151. fundur - 05.12.2023

Lagt fram skilamat á framkvæmdum við Leikskólann Klappir.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.