Umhverfis- og mannvirkjaráð

99. fundur 30. apríl 2021 kl. 08:15 - 10:42 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson varaformaður
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.

1.Skátafélagið Klakkur - rekstur á tjaldsvæði á Hömrum

Málsnúmer 2020030764Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um rekstur á tjaldsvæði Akureyrarbæjar að Hömrum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Tryggvi Marinósson framkvæmdastjóri Hamra sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðan samning með einni breytingu. Ráðið samþykkir að gildistíminn verði 10 ár í stað 20 ára.

2.Hamrar - fráveita

Málsnúmer 2020050193Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 29. apríl 2021 varðandi opnun tilboða í vinnu við fráveitu frá Hömrum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Þverá Golf ehf. á grundvelli tilboðs þeirra í verkið.

3.Leikskólinn Klappir við Glerárskóla

Málsnúmer 2018050021Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 29. apríl 2021 varðandi framkvæmdir við Leikskólann Klappir.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

4.Lundarskóli - A-álma

Málsnúmer 2020060448Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 21. apríl 2021 varðandi framkvæmdir við Lundarskóla A-álmu.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

5.Nökkvi - framkvæmdir

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 29. apríl 2021 varðandi byggingu ramps við Nökkva.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

6.Norðurgata 45 - sala

Málsnúmer 2021041494Vakta málsnúmer

Lagður fram kaupsamningur varðandi sölu á Norðurgötu 45 eh.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista þurfti að víkja af fundi 9:45.

7.Niðurrif fasteigna 2021

Málsnúmer 2021040661Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. apríl 2021 varðandi fyrirhuguð rif á fasteignum í eigu Akureyrarbæjar.

8.Snjómokstur og hálkuvarnir

Málsnúmer 2019010353Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag snjómoksturs á Akureyri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að nýta heimild í kafla 1.6 í útboðsgögnum um að segja upp samningum við alla verktaka í útboðinu Snjómokstur og hálkuvarnir 2019-2022. Tekur uppsögnin gildi 1. október 2021. Hefja skal samtal við verktaka um breytt verklag og hugmyndir þeirra um hvað má betur fara við framkvæmd snjómoksturs með hag íbúa Akureyrarbæjar að leiðarljósi.

9.Utanhússmálun, múrviðgerðir og sílanburður

Málsnúmer 2021041493Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 28. apríl 2021 varðandi opnun tilboða fyrir utanhússmálun, múrviðgerðir og sílanburð á Íþróttamiðstöð Síðuskóla, Amtsbókasafninu, Íþróttamiðstöð Giljaskóla, Hofi og Þórsstúku.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur í öllum flokkum.

Utanhússmálun og múrviðgerðir á Amtsbókasafni. - GÞ málverk ehf. kr. 12.844.894.

Utanhússmálun og múrviðgerðir á Íþróttahúsi Síðuskóla. - Litblær ehf. kr. 7.938.200.

Sílanburður á Hofi menningarhúsi, Íþróttahúsi Giljaskóla og Þórsstúku. - GÞ málverk ehf. kr. 5.418.520.

10.Yfirborðsmerkingar - útboð

Málsnúmer 2021041499Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 28. apríl 2021 varðandi opnun tilboða fyrir yfirborðsmerkingar á Akureyri 2021-2023.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur í báðum flokkum að útboðsgögnum uppfylltum.

Yfirborðsmerkingar 2021-2023. - Vegamálun ehf. kr. 19.172.500.

Stakar yfirborðsmerkingar 2021-2023. - Bæjarprýði ehf. kr. 3.497.000.


Fundi slitið - kl. 10:42.