Umhverfis- og mannvirkjaráð

151. fundur 05. desember 2023 kl. 08:15 - 11:28 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Einar Þór Gunnlaugsson
  • Þórhallur Harðarson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Einar Þór Gunnlaugsson M-lista sat fundinn í forföllum Ingu Dísar Sigurðardóttur.

1.Fundaáætlun umhverfis- og mannvirkjaráðs 2024

Málsnúmer 2023111307Vakta málsnúmer

Lögð fram fundaáætlun umhverfis- og mannvirkjaráðs fyrir árið 2024.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða fundaáætlun.

2.Snjómokstur 2023-2026

Málsnúmer 2023080469Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað með breytingum á forgangi við snjómokstur gatna og stíga og breytingum á snjólosunarsvæðum.

Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir breytingar á forgangi á smjómokstri og staðsetningum á snjólosunarsvæðum.

3.Blómsturvellir - skúr

Málsnúmer 2023111309Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 1. desember 2023 varðandi illa farinn skúr við hundasvæðið á Blómsturvöllum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að skúrinn verði fjarlægður og settur verði upp sambærilegur skúr eða önnur lausn í samvinnu við Félag hundaeigenda á Akureyri. Ráðið felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram.

4.Beitarhólf í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2021110971Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um útleigu á beitarhólfum í landi Skjaldarvíkur til Hestamannafélagsins Léttis.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlögð drög að samningi við Létti.

5.Moltulundur í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2023111308Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 13. nóvember 2023 varðandi áframhaldandi gróðursetningu og tilraunir á notkun moltu í Hlíðarfjalli.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita Moltu ehf. leyfi til þess að gróðursetja plöntur á ákveðnum svæðum í Hlíðarfjalli með hjálp moltu í samvinnu við umhverfisdeild Akureyrarbæjar og starfsmenn Hlíðarfjalls.

6.Samfélagsgarðar á Akureyri - áskorun til bæjarstjórnar

Málsnúmer 2023110290Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 5. nóvember 2023 varðandi uppsetningu samfélagsgarða á Akureyri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að málið verði skoðað frekar og starfsfólki falið að koma með tillögur.

7.Djúpgámar - leiðbeiningar

Málsnúmer 2023010168Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðun á djúpgámasamþykktum fyrir Akureyrarbæ.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samþykktirnar.

8.Áramótabrenna 2023

Málsnúmer 2023090574Vakta málsnúmer

Staðsetning á brennu áramótin 2023/2024 rædd eftir frekari skoðun á mögulegum staðsetningum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að áramótabrennan í ár verði á Jaðri að því tilskyldu að leyfi fáist fyrir því.

9.Strætó - strætóskýli

Málsnúmer 2023111310Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2023 varðandi viðhald og framkvæmdir á strætóskýlum í bæjarlandinu.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður á rekstrardeild og umhverfismiðstöð sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir yfir ánægju með nýlegar framkvæmdir og skipulagða endurnýjun strætóskýla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð hvetur til þess að undirbúningi og framkvæmdum við nýja jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar við Glerártorg verði hraðað þannig að tryggt verði að uppbygging í miðbæ Akureyrar tefjist ekki vegna aðstöðu strætisvagna.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er miður að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar til uppbyggingar jöfnunarstoppistöðvar á árinu 2024. Mikilvægt er að leggja metnað í aðstöðu og bætt leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar.

10.Hlíðarfjall - Töfrateppi

Málsnúmer 2023050644Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. nóvember 2023 varðandi tjón á yfirbyggingu á Töfrateppinu í Hlíðarfjalli.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sat fundinn undir þessum lið.

11.Hlíðarfjall - afþreying

Málsnúmer 2023050643Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 1. desember 2023 um kaup á bekkjum og afþreyingu í Hlíðarfjall.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að búnaðurinn verði keyptur og færður á liðinn Hlíðarfjall í framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023.

12.Síðuskóli - lóð

Málsnúmer 2023020428Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat á framkvæmdum á lóð Síðuskóla.

Björgvin Hrannar Björgvinsson verkefnastjóri viðhalds leik- og grunnskóla og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

13.Innritun 12 mánaða 2023 - framkvæmdir

Málsnúmer 2023080473Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat á framkvæmdum við lóðir Síðu- og Oddeyrarskóla vegna framkvæmda við útisvæði leikskólabarna og framkvæmdir við leikskóladeildir.

Björgvin Hrannar Björgvinsson verkefnastjóri viðhalds leik- og grunnskóla og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

14.Leikskólinn Klappir við Glerárskóla

Málsnúmer 2018050021Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat á framkvæmdum við Leikskólann Klappir.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

15.Skautahöllin á Akureyri - viðbygging við félagsaðstöðu

Málsnúmer 2021120730Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla vegna framkvæmda við viðbyggingu inni í Skautahöllinni á Akureyri.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

16.Félagssvæði KA - stúka, félagsaðstaða og völlur

Málsnúmer 2022110164Vakta málsnúmer

Lögð fram áætluð tímalína fyrir framkvæmdir á svæðinu.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

17.Skautafélag Akureyrar - öryggismál á lóð Skautahallarinnar

Málsnúmer 2023110202Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. nóvember 2023:

Erindi dagsett 2. nóvember 2023 frá Sigurði Sveini Sigurðssyni formanni Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir úrbótum á bílastæði Skautahallarinnar m.t.t. öryggismála og bílaumferðar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Sigurði fyrir erindið og tekur undir áhyggjur Skautafélagsins varðandi öryggismál og bílaumferð á bílastæði Skautahallarinnar. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendingarnar og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna hugmyndir að úrbótum.

18.Dvergholt - bygging íbúða

Málsnúmer 2020040029Vakta málsnúmer

Sagt frá afhendingu íbúða í Dvergholti 2a og 2b.

19.Hlíðarfjallsvegur - niðurfelling hluta vegar af vegaskrá

Málsnúmer 2023040650Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 3. nóvember 2023 frá Vegagerðinni vegna tilkynningar um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands. Einnig er lögð fram bókun bæjarráðs frá 17. maí 2023 varðandi málið og bókun dagsett 1. júlí 2021 frá fulltrúum Sambands íslenskra sveitafélaga varðandi skilavegi.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.

20.Gangbrautir í bæjarlandinu

Málsnúmer 2023111311Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 1. desember 2023 varðandi gangbrautir á Akureyri.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hvetur skipulagsráð til að huga að öryggismálum í Austursíðu með tilliti til gönguþverana og lækkunar á ökuhraða.

Fundi slitið - kl. 11:28.