Umhverfis- og mannvirkjaráð

52. fundur 15. mars 2019 kl. 08:15 - 11:45 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Unnar Jónsson
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Unnar Jónsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Jönu Salóme I. Jósepsdóttur áheyrnarfulltrúa.
Gunnar Gíslason D-lista boðaði forföll og varamaður hans einnig.

1.Slökkvilið - framtíð sjúkraflutninga

Málsnúmer 2019030136Vakta málsnúmer

Lögð fyrir fundinn ályktun aðalfundar Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi dagsett 6.- 8. apríl 2018 varðandi endurskoðun á stefnu í sjúkraflutningum.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur vel í tillöguna og vísar henni til nánari umfjöllunar hjá Eyþingi.

2.Lundarsel - lausar kennslustofur

Málsnúmer 2019030134Vakta málsnúmer

Lagt fyrir minnisblað dagsett 12. mars 2019 varðandi smíði og uppsetningu á tveimur lausum kennslustofum við Lundarsel.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

3.Umhverfisátak Akureyrarbæjar 2018

Málsnúmer 2018040279Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Alfreð Schiöth á mengunarvarnasviði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fóru yfir árangur umhverfisátaks Akureyrarbæjar 2018.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

4.G.V. Gröfur - ágreiningur um verðbætur v. verksamnings

Málsnúmer 2016090050Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fór yfir dóm Landsréttar frá 1. mars 2019 í máli nr. 580 2018 Akureyrarbær gegn GV gröfum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

5.Kortlagning hávaða - aðgerðaáætlun

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir tímabilið 2018-2023 til samræmis við ákvæði reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Er aðgerðaáætlunin unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða sem gerð var árið 2017 og hefur þegar verið haft samráð við Vegagerðina og Isavía.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð gerir ekki athugasemd við aðgerðaáætlunina og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum við fyrsta tækifæri og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við áætlunina.

6.Bílaklúbbur Akureyrar - drenun svæðis

Málsnúmer 2018010434Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10. mars 2019 varðandi drenun á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir við bæjarráð viðauka að upphæð 32,2 milljónir króna. Þar af er ónýtt fjármagn frá árinu 2018 að upphæð 22,2 milljónir króna og 10 milljónir króna til viðbótar.

Unnar Jónsson S-lista sat hjá við atkvæðagreiðslu.

7.Forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða á þjóðvegum um Akureyri

Málsnúmer 2016010071Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 27. febrúar 2019 varðandi umferðaröryggisátak á þjóðvegi 1.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

8.Íþróttahús Glerárskóla - endurbætur á þaki

Málsnúmer 2019030168Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. mars 2019 varðandi viðhald á þaki.

Sigurður Gunnarsson eftirlitsmaður nýframkvæmda, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í endurnýjun á þaki íþróttahússins. Kostnaðaráætlun er um 35 milljónir króna og fellur út á móti hljóðkerfislofti upp á 15 milljónir króna og rúmast kostnaðurinn innan framkvæmdaáætlunar ársins 2019.

9.Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar - verkefni UMSA

Málsnúmer 2018080975Vakta málsnúmer

Lagt fyrir minnisblað dagsett 12. mars 2019 og tekin fyrir staða á verkefnum umhverfis- og samgöngustefnu og viðbætur og breytingar kynntar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

10.Snjómokstur í bæjarlandinu - ferlivöktun

Málsnúmer 2018120024Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. mars 2019 varðandi ferlivöktun vegna snjómoksturs og hálkuvarna.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að settur verði upp ferlivöktunarbúnaður í snjómoksturstækjum göngustíga. Áætlaður kostnaður er 1,25 milljónir króna.

11.SVA - sala auglýsinga á strætisvagna í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017020079Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 12. mars 2019 varðandi sölu auglýsinga á strætisvagna Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að nýta auglýsingarýmið einungis fyrir Akureyrarbæ og fyrirtæki hans.

Bent er á að Strætisvagnar Akureyrar eru fyrirtæki í almannaþágu og tilgangurinn með rekstri þeirra er að veita íbúum hagkvæma þjónustu við að komast á milli staða í bænum auk þess að minnka álag á samgöngukerfið, stuðla að heilbrigðum lífsstíl og minni mengun. Þess vegna er horft eftir því að auglýsingar sem styðja við svipuð sjónarmið, lýðheilsu o.þ.h. sitji fyrir öðrum. Óskað er eftir að auglýsingum sem þykja vinna gegn ofantöldum sjónarmiðum sé hafnað eða beint í jákvæðari farveg.

12.Klettaborg 43 - opnun tilboða

Málsnúmer 2017090011Vakta málsnúmer

Lagt fram opnunarblað vegna útboðs á byggingu Klettaborgar 43 síðan 12. mars 2019.Eftirfarandi tilboð bárust:

JS trésmíði kr. 233.003.896 eða 100,3% af kostnaðaráætlun.

BB byggingar kr. 235.143.382 eða 101,2% af kostnaðaráætlun.

SS Byggir kr. 236.945.523 eða 102,0% af kostnaðaráætlun.

Tréverk kr. 242.776.710 eða 104,5% af kostnaðaráætlun.

HHS verktakar kr. 273.439.131 eða 117,7% af kostnaðaráætlun.Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum.

13.Keilusíða 1-3-5 gluggar og gler - opnun tilboða

Málsnúmer 2019020299Vakta málsnúmer

Lagt fram opnunarblað vegna útboðs á viðhaldi við Keilusíðu 1-3-5 síðan 7. mars 2019.Eftirfarandi tilboð bárust:

Baldur Hauksson kr. 22.796.363 eða 95% af kostnaðaráætlun.

B.Hreiðarsson kr. 25.653.752 eða 107% af kostnaðaráætlun.

BB Byggingar kr. 36.484.655 eða 152% af kostnaðaráætlun.Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum.

14.Glerárskóli - bygging leikskóla, lóðar, tengibygginga og samkomusals

Málsnúmer 2018050021Vakta málsnúmer

Lögð fram opnunarblöð vegna útboðs á hönnun lagna, burðarþols og raflagna vegna byggingar leikskólabyggingar við Glerárskóla síðan 6. mars 2019.Eftirfarandi tilboð bárust í hönnun raflagna:

Raftáknkr. 5.475.000

Eflakr. 6.200.000

Verkískr. 8.350.000

Mannvitkr. 8.600.000Eftirfarandi tilboð bárust í hönnun burðarþols:

Eflakr. 7.900.000

Verkískr. 8.900.000

Mannvitkr. 9.800.000

AVHkr. 10.800.000Eftirfarandi tilboð bárust í hönnun lagna og loftræstingar:

Eflakr. 8.800.000

Mannvitkr. 9.800.000

Verkískr. 11.497.000

AVHkr. 16.200.000Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í hverjum flokk fyrir sig að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum.

15.Sundlaug Akureyrar - endubætur á Grettiskeri

Málsnúmer 2019030135Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. mars 2019 varðandi viðhaldsþörf Sundlaugar Akureyrar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að endurnýja flísalögn og hreinsibúnað í pottinum og að fjármagn til verksins verði tekið af ófyrirséðu viðhaldi.

16.Skógræktarfélagið - endurskoðun samnings

Málsnúmer 2007020010Vakta málsnúmer

Umræður um samning við Skógræktarfélag Eyfirðinga.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að segja upp núverandi samningi og vinna drög að nýjum samningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga.

17.Búnaðarkaup vegna MAk

Málsnúmer 2019020414Vakta málsnúmer

Lögð fyrir ráðið beiðni Menningarfélags Akureyrar til búnaðarkaupa fyrir árið 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir forgangsröðun á beiðnum til búnaðarkaupa frá Menningarfélagi Akureyrar.

18.Búnaðarkaup vegna frístundaráðs

Málsnúmer 2019020414Vakta málsnúmer

Lögð fyrir ráðið beiðni frístundaráðs til búnaðarkaupa fyrir árið 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir búnaðarkaup í Hlíðarfjalli að upphæð 3 milljónir króna og frestar afgreiðslu annarra liða.

19.Verkfundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010182Vakta málsnúmer

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram á fundinum:

Klettaborg 43: 7. verkfundur dagsettur 2. mars 2019.

Glerárskóli endurbætur: 1., 2. og 3. fundur verkefnisliðs dagsettir 21. janúar, 7. og 21. febrúar 2019.

20.Lausaganga gæludýra

Málsnúmer 2019030224Vakta málsnúmer

Ólafur Kjartansson varaáheyrnarfulltrúi V-lista óskar bókað:

Ég fer fram á að samkvæmt samþykkt síðasta fundar umhverfisnefndar áður en hún var sameinuð umhverfis- og mannvirkjaráði verði reglur um lausagöngu gæludýra innan Akureyrarkaupstaðar endurnýjaðar.

Þar verði m.a. horft til: Sóttvarna, áhrifa framandi tegunda í íslenskri náttúru, verndun fuglalífs, nágrannafriðar og jafnræðisreglna íslenskrar stjórnsýslu.

Fundi slitið - kl. 11:45.