Umhverfis- og mannvirkjaráð

92. fundur 15. janúar 2021 kl. 08:15 - 10:49 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.

1.Hleðslustöðvar við stofnanir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2021010385Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað varðandi uppsetningu þriggja hleðslustöðva á Akureyri og er heildarkostnaður áætlaður um 6 milljónir kr.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

Andri Teitsson formaður ráðsins vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að leggja allt að kr. 1.200.000 til verkefnisins með jarðvinnu og frágangi og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að finna því farveg innan viðeigandi málaflokka.

2.Gjaldskrár 2021

Málsnúmer 2020080605Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá umhverfis- og mannvirkjasviðs með breytingum á þeim villum sem upp komu eftir að áætlanagerð lauk fyrir árið 2021.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á gjaldskrá vegna stöðubrota. Enda sé gjaldskráin þá óbreytt frá því sem var í lok árs 2020.

3.SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer

Lögð fram sú niðurstaða sem komin er að nýju leiðaneti SVA.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum og kynna fyrir ráðinu að því loknu.

4.Búnaðarkaup UMSA 2021

Málsnúmer 2021010381Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá frístundaráði vegna Sundlaugar Akureyrar og beiðni frá Akureyrarstofu vegna Hofs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni frá frístundaráði vegna Sundlaugar Akureyrar að fjárhæð kr. 1,8 milljónir og frá Akureyrarstofu vegna Hofs að fjárhæð kr. 9 milljónir og verði fært á liðinn Búnaðarkaup 2021.

5.Norðurgata 45

Málsnúmer 2021010383Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. janúar 2021 varðandi sölu á Norðurgötu 45 e.h.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að auglýsa íbúðina til sölu og huga að kaupum á annarri íbúð í staðinn.

6.Leikskólinn Klappir við Glerárskóla

Málsnúmer 2018050021Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 15. janúar 2021 varðandi verðkönnun á lyftu fyrir nýtt húsnæði leikskólans Klappa.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Kone ehf.

Tryggvi Már Ingvarsson vék af fundi kl. 10:34.

7.Umhverfis- og mannvirkjaráð - fundaáætlun 2021

Málsnúmer 2019010178Vakta málsnúmer

Lögð fram fundaáætlun umhverfis- og mannvirkjaráðs fyrir árið 2021.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir þá fundaáætlun sem lögð er fyrir fundinn.

Fundi slitið - kl. 10:49.