Umhverfis- og mannvirkjaráð

103. fundur 25. júní 2021 kl. 08:15 - 11:00 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Sigurjón Jóhannesson D-lista boðaði forföll fyrir sig og varamann fram til kl. 10:00

1.Fasteign undir kirkjutröppum

Málsnúmer 2017060163Vakta málsnúmer

Upplýst var um áhuga Regins hf. á því að kaupa af Akureyrarbæ fasteign undir kirkjutröppunum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram samhliða endurnýjun á tröppum.

2.Stigi frá Gilsbakkavegi að Kaupvangsstræti

Málsnúmer 2020030486Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 15. júní 2021. Þar er gerð grein fyrir kostnaði við verkefnið og stöðu þess.

3.Erindi HFA vegna fjallahjólabrauta

Málsnúmer 2020050234Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað dagsett 15. júní 2021 og skýrsla dagsett í mars 2021 varðandi uppbyggingu á fjallahjólabrautum á Akureyri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur jákvætt í áframhaldandi uppbyggingu á fjallahjólabrautum á Akureyri og þakkar fyrir vandaða skýrslu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmdir við braut í Hlíðarfjalli og felur sviðsstjóra að vinna að brautum innan þéttbýlismarka í samvinnu við skipulagssvið.

4.Körfuboltavöllur við Glerárskóla

Málsnúmer 2021020467Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 23. júní 2021 varðandi framkvæmdir við körfuboltavöll á lóð Glerárskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir yfir ánægju með verkefnið.

5.Ljósleiðari til Hríseyjar

Málsnúmer 2021023130Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 23. júní 2021 varðandi lagningu ljósleiðara út í Hrísey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að fjárhæð kr. 24 milljónir. Heildarkostnaður er kr. 30 milljónir og styrkur að fjárhæð kr. 6 milljónir hefur fengist frá fjarskiptasjóði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

6.Viðaukar og tilfærslur 2021

Málsnúmer 2021061742Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett í maí 2021 varðandi tilfærslu á 6 milljónum króna innan áætlunar.
Umhverfis og mannvirkjaráð samþykkir tilfærsluna innan fræðslu- og uppeldismála. Fært er af liðnum "Síðuskóli eldhús" sem hefur farið hægar af stað en áætlað var og yfir á liðinn "Endurbætur vegna inntöku ungbarna á leikskóla".

7.SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 16. júní 2021 varðandi innleiðingu á endurbættu strætókerfi á Akureyri. Stóð til að hefja innleiðingu á kerfinu núna í sumar.
Umhverfis og mannvirkjaráð frestar innleiðingu á nýju leiðakerfi til 1. ágúst 2022.

Ekki er talið raunhæft að innleiða það fyrr. Útfæra þarf vaktaplan í ljósi vinnutímastyttingar og kostnaðaráætlun við nýtt kerfi í heild sinni, en forsenda fyrir þróun á nýju kerfi var á sínum tíma að ekki yrði aukning á rekstrarkostnaði. Kanna þarf betur ýmsar útfærslur á leiðakerfinu áður en til innleiðingar kemur.

8.Glerárdalur - stígagerð

Málsnúmer 2020050067Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 23. júní 2021 varðandi framkvæmdir á stíg fram Glerárdal og að Lamba.

9.Leikskólinn Klappir við Glerárskóla

Málsnúmer 2018050021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hyrnu ehf. vegna kostnaðar við byggingu leikskólans.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 11:00.