Umhverfis- og mannvirkjaráð

112. fundur 21. janúar 2022 kl. 08:15 - 11:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundaáætlun umhverfis- og mannvirkjaráðs 2022

Málsnúmer 2021120728Vakta málsnúmer

Lagt fram fundaplan fyrir árið 2022.

2.Sparkvellir við grunnskóla - endurnýjun á gervigrasi 2022

Málsnúmer 2021120731Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 19. janúar 2022 varðandi opnun tilboða í framkvæmdir við sparkvelli við Glerárskóla, Síðuskóla og Naustaskóla. Sex tilboð bárust frá þremur aðilum.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Altis ehf. um kaup og skipti á gervigrasinu.

3.Félagssvæði KA - gervigrasvellir

Málsnúmer 2021120734Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 19. janúar 2022 varðandi opnun tilboða í gervigrasvelli við KA.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

4.Leikskólinn Klappir við Glerárskóla

Málsnúmer 2018050021Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 19. janúar 2022 varðandi uppgjör framkvæmda við leikskólann Klappir.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs þess efnis að færa kr. 40 milljónir frá áætlun ársins 2021 til 2022 vegna seinkunar verkloka og uppgjörs verksins.

5.Glerárskóli - endurbætur á anddyri, A og C álmu

Málsnúmer 2020090038Vakta málsnúmer

Kynning á hönnun fyrirhugaðra framkvæmda við A og C álmu Glerárskóla.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna og tekur vel í fyrirhugaðar framkvæmdir.

6.Tryggvabraut - hringtorg við Hvannavelli

Málsnúmer 2021120740Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 20. janúar 2022 varðandi opnun tilboða í framkvæmdir við Tryggvabraut, Hvannavelli og hringtorg á gatnamótunum. Eitt tilboð barst.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Finn ehf., en tilboðið hljóðaði upp á kr. 175.922.000.

7.Samkomulag við Meindýravarnir Eyjafjarðar

Málsnúmer 2021040669Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 19. janúar 2022 varðandi framlengingu á samningi um meindýravarnir.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja samning við Meindýravarnir Eyjafjarðar um meindýravarnir til tveggja ára.

8.Snjómokstur 2020-2022

Málsnúmer 2020100385Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 19. janúar 2022 varðandi forgang í snjómokstri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir breytingar á forgangi frá engum forgangi upp í þriðja forgang í stígamokstri í syðri hluta Búðartraðar frá Þórunnarstræti að SAk og meðfram Sjafnargötu að bæjarmörkum til norðurs í samræmi við umræður á fundinum.

9.Óshólmanefnd 2018 - 2022

Málsnúmer 2018090267Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá óshólmanefnd dagsettt 9. desember 2021 varðandi frágang á svæðinu eftir framkvæmdir og áform um að viðhalda votlendi sunnan flugvallar.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að boða óshólmanefnd á fund ráðsins við fyrsta tækifæri.

10.Íþróttafélagið Þór - dúkur á aðalvöll

Málsnúmer 2021111571Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 20. janúar 2022 varðandi erindi frá Íþróttafélaginu Þór, áframsent og samþykkt af frístundaráði, varðandi kaup á dúk á aðalvöll félagsins sem ætlað er að lengja það tímabil sem völlurinn er nothæfur til knattspyrnuiðkunar.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir erindið og það verði fjármagnað af búnaðarsjóði UMSA vegna ársins 2022.

Fundi slitið - kl. 11:15.