Bæjarráð

3756. fundur 27. janúar 2022 kl. 08:15 - 11:17 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2021

Málsnúmer 2022010732Vakta málsnúmer

Matthías Þorvaldsson frá Gallup kynnti niðurstöður þjónustukönnunar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagsssviðs og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur mikilvægt að fá fram viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og þakkar þátttakendum í könnuninni fyrir mikilvægt framlag.

Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs og verkefnastjóra upplýsingamiðlunar að koma þjónustukönnuninni á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins og beinir því til sviða og ráða að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og úrvinnslu.

2.Fjölsmiðjan á Akureyri

Málsnúmer 2021101901Vakta málsnúmer

Umfjöllun um réttindi og kjör ungs fólks í Fjölsmiðjunni á Akureyri.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 28. október 2021 og var sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og lögfræðingi velferðarsviðs falið að vinna að gerð samkomulags við Einingu-Iðju vegna ungmenna í starfsþjálfun í Fjölsmiðjunni.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs að vinna málið áfram.

3.Kjaraviðræður 2021-2022

Málsnúmer 2021090834Vakta málsnúmer

Umfjöllun um yfirstandandi kjaraviðræður við hluta aðildarfélaga BHM og KÍ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Fræðslunefnd

Málsnúmer 2020020712Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um niðurfellingu fræðslunefndar en þar sem námsleyfasjóðir hafa verið lagðir niður er hlutverk nefndarinnar óverulegt og ekki þörf á því að hafa hana starfandi.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að leggja niður fræðslunefndina.

5.Öryggisvistun - dómur Héraðsdóms nr. S-365/2021

Málsnúmer 2022011222Vakta málsnúmer

Dómsorð í dómsmáli nr. S-365/2021 lagt fram til kynningar og umræðu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs og bæjarlögmanni að óska eftir viðræðum um búsetuúrræðið við félagsmálaráðuneytið sem fer með málefni öryggisvistunar, sbr. bréf til félagsmálaráðuneytisins dagsett 26. janúar 2022.

6.Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 16. desember sl.

Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar húsnæðisáætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2022011232Vakta málsnúmer

Rætt um reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að endurskoða reglur um styrkveitingar og leggja fyrir bæjarráð.
Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 10:59.

8.Leikskólinn Klappir við Glerárskóla

Málsnúmer 2018050021Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. janúar 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 19. janúar 2022 varðandi uppgjör framkvæmda við leikskólann Klappir.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs þess efnis að færa kr. 40 milljónir frá áætlun ársins 2021 til 2022 vegna seinkunar verkloka og uppgjörs verksins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

9.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2022

Málsnúmer 2022011072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 33. fundar stjórnar SSNE dagsett 12. janúar 2022.

10.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010393Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 14. janúar 2022.

11.Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál

Málsnúmer 2022011062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. janúar 2022 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál 2022. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0183.pdf

Fundi slitið - kl. 11:17.