Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1241. fundur - 07.12.2016

Lögð fram drög að nýjum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur framkvæmdastjórum að vinna málið áfram sem verður tekið fyrir á næsta fundi.

Bæjarráð - 3535. fundur - 15.12.2016

Farið yfir drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Róbert Freyr Jónsson varaformaður velferðarráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.

Velferðarráð - 1242. fundur - 21.12.2016

Lögð fram að nýju drög að nýjum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samkvæmt fyrirmælum velferðarráðs þann 7. desember sl.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umfjöllun um málið er frestað til aukafundar þann 28. desember nk.

Velferðarráð - 1243. fundur - 28.12.2016

Lögð fram að nýju drög að nýjum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samkvæmt fyrirmælum velferðarráðs þann 7. desember sl.

Þessum lið var frestað á fundi velferðarráðs þann 21. desember sl.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu á fjölskyldudeild og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3406. fundur - 03.01.2017

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 28. desember 2016:

Lögð fram að nýju drög að nýjum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samkvæmt fyrirmælum velferðarráðs þann 7. desember sl.

Þessum lið var frestað á fundi velferðarráðs þann 21. desember sl. Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu á fjölskyldudeild og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu og vísar málinu aftur til velferðarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1244. fundur - 11.01.2017

Á fundi bæjarstjórnar þann 3. janúar 2017 var tekin fyrir afgreiðsla velferðarráðs á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning frá 28. desember 2016. Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu og vísa málinu aftur til velferðarráðs.
Velferðarráð sér ekki ástæðu til breytinga á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, samþykkir þær óbreyttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3407. fundur - 17.01.2017

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 11. janúar 2017:

Á fundi bæjarstjórnar þann 3. janúar 2017 var tekin fyrir afgreiðsla velferðarráðs á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning frá 28. desember 2016. Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu og vísa málinu aftur til velferðarráðs.

Velferðarráð sér ekki ástæðu til breytinga á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, samþykkir þær óbreyttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með 11 atkvæðum.

Velferðarráð - 1255. fundur - 21.06.2017

Lagt fram bréf dagsett 2. júní 2017 frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem samtökin koma á framfæri ábendingum varðandi sérstakan húsnæðisstuðning.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar Öryrkjabandalagi Íslands fyrir ábendingarnar.

Velferðarráð - 1256. fundur - 16.08.2017

Lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1257. fundur - 30.08.2017

Lagðar fyrir að nýju breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Málið var áður á dagskrá velferðarráðs á fundi þess þann 16. ágúst sl.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og lagt er til að breytingarnar taki gildi 1. janúar 2018. Málinu er vísað áfram til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3418. fundur - 05.09.2017

11. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 30. ágúst 2017:

Lagðar fyrir að nýju breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Málið var áður á dagskrá velferðarráðs á fundi þess þann 16. ágúst sl.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og lagt er til að breytingarnar taki gildi 1. janúar 2018.

Málinu er vísað áfram til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem samþykktar voru í velferðarráði 30. ágúst sl. og að breytingarnar taki gildi 1. janúar 2018 með 11 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1272. fundur - 21.02.2018

Lögð fram drög að breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Málinu er frestað.

Velferðarráð - 1273. fundur - 07.03.2018

Lagðar fyrir að nýju reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, málið var áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi lagði fram minnisblað sitt dagsett 5. mars 2018.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og þann kostnaðarauka sem í þeim felst fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3591. fundur - 15.03.2018

4. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 7. mars 2018:

Lagðar fyrir að nýju reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, málið var áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi lagði fram minnisblað sitt dagsett 5. mars 2018.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og þann kostnaðarauka sem í þeim felst fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með gildistíma frá og með 1. mars 2018 og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3431. fundur - 20.03.2018

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 15. mars 2018:

4. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 7. mars 2018:

Lagðar fyrir að nýju reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, málið var áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi lagði fram minnisblað sitt dagsett 5. mars 2018.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og þann kostnaðarauka sem í þeim felst fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með gildistíma frá og með 1. mars 2018 og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með gildistíma frá og með 1. mars 2018 með 11 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1292. fundur - 09.01.2019

Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Áður á dagsskrá 19. febrúar og 2. mars 2018.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir einróma framlagðar tillögur að breytingum.

Bæjarráð - 3625. fundur - 31.01.2019

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 9. janúar 2019:

Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Áður á dagsskrá 19. febrúar og 2. mars 2018.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir einróma framlagðar tillögur að breytingum.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3626. fundur - 07.02.2019

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 9. janúar 2019:

Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Áður á dagsskrá 19. febrúar og 2. mars 2018.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir einróma framlagðar tillögur að breytingum.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 31. janúar 2019 og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð vísar drögum að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning aftur til velferðarráðs og óskar eftir að ráðið afli frekari gagna um áhrif breytingatillagnanna.

Velferðarráð - 1295. fundur - 20.02.2019

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar drögum að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning aftur til velferðarráðs og óskar eftir að ráðið afli frekari gagna um áhrif breytingatillagnanna.
Tillaga um að lágmarks greiðslubyrði vegna húsaleigu verði 40.000 í stað 50.000 eins og velferðarráð hafði áður samþykkt.

Bæjarráð - 3629. fundur - 28.02.2019

Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. febrúar sl. og var drögunum þá vísað aftur til velferðarráðs og óskað eftir að ráðið aflaði frekari gagna um áhrif breytingatillagnanna.

Velferðarráð tók málið fyrir á fundi sínum 20. febrúar sl. þar sem tillaga var gerð um að lágmarksgreiðslubyrði verði kr. 40.000 í stað kr. 50.000.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með þeirri breytingu að lágmarksgreiðslubyrði í 7. grein reglnanna verði kr. 40.000 í stað kr. 50.000 og að reglurnar taki gildi frá og með 1. apríl nk. Reglunum er vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3450. fundur - 05.03.2019

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. febrúar 2019:

Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. febrúar sl. og var drögunum þá vísað aftur til velferðarráðs og óskað eftir að ráðið aflaði frekari gagna um áhrif breytingatillagnanna.

Velferðarráð tók málið fyrir á fundi sínum 20. febrúar sl. þar sem tillaga var gerð um að lágmarksgreiðslubyrði verði kr. 40.000 í stað kr. 50.000.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með þeirri breytingu að lágmarksgreiðslubyrði í 7. grein reglnanna verði kr. 40.000 í stað kr. 50.000 og að reglurnar taki gildi frá og með 1. apríl nk. Reglunum er vísað til bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillöguna og forsögu hennar.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Hlynur Jóhannsson, Sóley Björk Stefánsdóttir og Eva Hrund Einarsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning með 7 atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiða atkvæði gegn tillögunni.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Hlynur Jóhannsson sitja hjá við afgreiðslu.

Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Við getum ekki samþykkt þá tillögu sem liggur fyrir bæjarstjórnarfundi í dag þar sem hún felur í sér skerðingu á ráðstöfunartekjum hjá 81 einstaklingi, sem hefur lágar ráðstöfunartekjur fyrir og ekki er gert ráð fyrir neinum mótvægisaðgerðum til þess að draga úr þessum skerðingum.