Bæjarstjórn

3406. fundur 03. janúar 2017 kl. 16:00 - 17:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Baldvin Valdemarsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum, starfsmönnum Akureyrarbæjar og bæjarbúum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.

Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.

1.Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi

Málsnúmer 2017010005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 1. janúar 2017 frá Silju Dögg Baldursdóttur bæjarfulltrúa L-lista þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn frá 1.- 31. janúar 2017.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Silju Daggar Baldursdóttur með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun vegna stjórnsýslubreytinga - fyrri umræða

Málsnúmer 2016120133Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. desember 2016:

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu með framkomnum ábendingum og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram breytingatillögur á 16. grein g lið og 16. grein h lið í Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar og óskaði eftir að þær yrðu bornar upp í sitt hvoru lagi:


16. grein g liður:

Tillaga: Hve oft má tala. Bæjarfulltrúi má tala fjórum sinnum við hverja umræðu máls. Heimilt er þó bæjarfulltrúa að taka oftar til máls, til að bera af sér ámæli eða til að gera stutta athugasemd um fundarstjórn forseta. Bæjarstjóri, málshefjandi, flutningsmaður tillögu eða framsögumaður (talsmaður flutningsmanna) mega þó tala oftar en fjórum sinnum við hverja umræðu máls.


Tillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Baldvins Valdemarssonar D-lista, Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.


16. grein h liður:

Tillaga: Í fyrstu ræðu við hverja umræðu er ræðutími ótakmarkaður. Ræðutími í annarri ræðu má vera allt að 15 mínútur og í þriðju og fjórðu ræðu allt að fimm mínútur. Hið sama gildir um ræður bæjarstjóra. Forseti getur þó heimilað lengri ræðutíma við umræður um fundarsköp eða fundarstjórn forseta. Forseta er heimilt að rýmka ræðutíma sé mál það umfangsmikið eða mikilvægt að ekki sé hægt að ræða það á fullnægjandi hátt innan þeirra reglna sem mælt er fyrir um. Einnig er forseta heimilt að rýmka ræðutíma bæjarfulltrúa ef sérstaklega stendur á og nauðsyn krefur. Ákvörðun forseta samkvæmt þessari málsgrein skal liggja fyrir áður en umræða hefst. Við síðari umræðu um fjárhagsáætlun og aðalskipulag Akureyrarkaupstaðar skal ræðutími vera óbundinn.


Tillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Baldvins Valdemarssonar D-lista, Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista lagði fram eftirfarandi breytingatillögur frá meirihluta bæjarstjórnar á 16. grein g lið og 16. grein h lið í Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar:

16. grein g liður:

Hve oft má tala. Bæjarfulltrúi má tala tvisvar við hverja umræðu máls. Heimilt er þó bæjarfulltrúa að taka oftar til máls, til að bera af sér ámæli eða til að gera stutta athugasemd um fundarstjórn forseta. Forseti getur í umræðum um umfangsmikil mál heimilað bæjarfulltrúum að taka oftar til máls og skal tilkynna það við upphaf umræðna. Bæjarstjóri, flutningsmaður tillögu eða framsögumaður (talsmaður flutningsmanna) mega þó tala oftar en tvisvar við hverja umræðu máls. Bæjarstjóri hefur óbundið málfrelsi.

Tillagan var borin upp og samþykkt með 8 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Gíslasonar D-lista.

Baldvin Valdemarsson D-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu.


16. grein h liður:

Ræðutími. Ekki eru takmarkanir á ræðutíma bæjarfulltrúa. Telji forseti umræður dragast úr hófi fram getur hann þó lagt fram dagskrártillögu um að ræðutími hvers bæjarfulltrúa verði takmarkaður, umræðum verði lokið á tilteknum tíma eða umræðum um mál verði lokið þá þegar. Hver bæjarfulltrúi getur og borið fram slíkar tillögur. Bæjarstjórn afgreiðir tillögur um takmörkun umræðna umræðulaust. Ekki má þó takmarka umræðu um mál meira en svo að hún standi skemur en í tvær klukkustundir ef einhver bæjarfulltrúi kveður sér hljóðs.

Tillagan var borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttir V-lista og Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.

Baldvin Valdemarsson D-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu.


Bæjarstjórn samþykkir með 6 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni ásamt samþykktum breytingum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

3.Samþykktir fastanefnda

Málsnúmer 2016120132Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. desember 2016:

Lagðar fram tillögur að samþykktum fyrir eftirtaldar nefndir: Bæjarráð, frístundaráð, fræðsluráð, skipulagsráð, stjórn Akureyrarstofu, umhverfis- og mannvirkjaráð og velferðarráð.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að samþykktum fyrir bæjarráð, frístundaráð, fræðsluráð, skipulagsráð, stjórn Akureyrarstofu, umhverfis- og mannvirkjaráð og velferðarráð með framkomnum ábendingum og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samþykktirnar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Kosning nefnda 2014-2018

Málsnúmer 2014060061Vakta málsnúmer

Kosning í nýjar nefndir í samræmi við samþykktar breytingar á stjórnsýslu Akureyrarbæjar.
1. Frístundaráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.

Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

Silja Dögg Baldursdóttir formaður

Óskar Ingi Sigurðsson varaformaður

Arnar Þór Jóhannesson

Jónas Björgvin Sigurbergsson

Þórunn Sif Harðardóttir

Vilberg Helgason áheyrnarfulltrúi


og varamanna:

Anna Hildur Guðmundsdóttir

Sigríður Bergvinsdóttir

Ólína Freysteinsdóttir

Áshildur Hlín Valtýsdóttir

Elías Gunnar Þorbjörnsson

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir varaáheyrnarfulltrúi


2. Umhverfis- og mannvirkjaráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.

Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður

Eiríkur Jónsson varaformaður

Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir

Gunnar Gíslason

Þorsteinn Hlynur Jónsson

Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi


og varamanna:

Óskar Ingi Sigurðsson

Jóhann Jónsson

Matthías Rögnvaldsson

Jón Orri Guðjónsson

Jón Þorvaldur Heiðarsson

Sóley Björk Stefánsdóttir varaáheyrnarfulltrúi


Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.


Jafnframt er gerð breyting á heitum nefnda í samræmi við samþykktar breytingar á stjórnsýslu Akureyrarbæjar.

Skólanefnd verður fræðsluráð.

Skipulagsnefnd verður skipulagsráð.


Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan varamanna í fræðsluráði og stjórn Akureyrarstofu:

Anna Rósa Magnúsdóttir tekur sæti varafulltrúa í fræðsluráði í stað Gunnars Gíslasonar. Þórhallur Jónsson tekur sæti varafulltrúa í stjórn Akureyrarstofu í stað Hönnu Daggar Maronsdóttur.


Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan varamanns í fræðsluráði:

Þorlákur Axel Jónsson tekur sæti varafulltrúa í stað Péturs Maack Þorsteinssonar.


Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan varamanns í velferðarráði:

Árný Ingveldur Brynjarsdóttir tekur sæti varamanns í stað Öglu Maríu Jósepsdóttur.


Lögð fram tillaga frá V-lista um að Edward H. Huijbens komi til baka úr tímabundnu leyfi frá störfum varabæjarfulltrúa frá 1. janúar 2017. Edward tekur jafnframt aftur við sem aðalmaður í skipulagsráði og Vilberg Helgason tekur aftur við sem varamaður í skipulagsráði frá sama tíma.


Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan aðalmanns og varamanns í stjórn Hafnasamlags Norðurlands:

Ólína Freysteinsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Lindu Maríu Ásgeirsdóttur. Dagbjört Elín Pálsdóttir tekur sæti varamanns í stað Sigríðar Huldar Jónsdóttur.


Lögð fram tillaga frá D-lista um breytingu á skipan varamanns á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Baldvin Valdemarsson tekur sæti sem varamaður í stað Njáls Trausta Friðbertssonar.


Lögð fram tillaga frá D-lista um breytingu á skipan varamanna á aðalfund Eyþings:

Baldvin Valdemarsson og Sigurjón Jóhannesson taka sæti varamanna í stað Bergþóru Þórhallsdóttur og Njáls Trausta Friðbertssonar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2017

Málsnúmer 2016120131Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. desember 2016:

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2017 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2017 með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2017 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2016120131Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. desember 2016:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að endurskoða reglur um tekjumörk við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2017 með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Búsetudeild - gjaldskrár 2017

Málsnúmer 2016100191Vakta málsnúmer

13. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. desember 2016:

6. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. desember 2016:

Áður á dagskrá á fundi velferðarráðs þann 14. nóvember sl.

Við afgreiðslu breytinga á gjaldskrá í bæjarstjórn þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: 'Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða gjaldskrá en vísar gjaldi á aðstoð við almenn heimilisstörf og heimsendingu matar aldraðra til endurskoðunar í velferðarráði með það að markmiði að draga úr hækkun ásamt því að leggja fram tillögur um hvernig lækkun tekna verði mætt innan málaflokksins'.

Velferðarráð leggur til að hækkun gjalds fyrir heimsendan mat miðist við hækkun innkaupsverðs og verði kr. 1.205 (4,8%) og að hækkun gjalds fyrir heimaþjónustu miðist við áætlaða hækkun launakostnaðar og verði kr. 1.256 (4,7%). Jóni Hróa Finnssyni framkvæmdastjóra búsetudeildar er falið að vinna tillögu að leiðum til að mæta lækkun tekna. Velferðarráð vísar tillögunni áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá með 11 samhljóða atkvæðum.



Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn óskar eftir því að velferðarráð Akureyrarbæjar hafi forgöngu um stofnun starfshóps um næringu aldraðra sem búa í heimahúsum. Markmið starfshópsins er að greina vandann og koma með tillögur að umbótum. Í starfshópinum verði fulltrúar frá Heilsugæslu, heimahjúkrun, Öldrunarheimilum Akureyrar og öðrum sem að málunum koma.

Bókunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


9.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 28. desember 2016:

Lögð fram að nýju drög að nýjum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samkvæmt fyrirmælum velferðarráðs þann 7. desember sl.

Þessum lið var frestað á fundi velferðarráðs þann 21. desember sl. Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu á fjölskyldudeild og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu og vísar málinu aftur til velferðarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 22. desember 2016
Bæjarráð 19. og 22. desember 2016
Íþróttaráð 15. desember 2016
Samfélags- og mannréttindaráð 13. desember 2016
Stjórn Akureyrarstofu 14. desember 2016
Velferðarráð 21. desember 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:45.