Bæjarstjórn

3418. fundur 05. september 2017 kl. 16:00 - 20:18 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Preben Jón Pétursson
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Sigurjón Jóhannesson
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir
Dagskrá
Sigurjón Jóhannesson D-lista mætti í forföllum Baldvins Valdemarssonar.

1.Stekkjartún 32-34 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingu bílskýlis

Málsnúmer 2017060140Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 30. ágúst 2017:

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32-34 við Stekkjartún fyrir byggingu bílskýlis austast á lóðinni. Lengd skýlis yrði 52,70 m og breidd 5,95 m og mesta hæð 3,3 m. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. júní 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Erindið var grenndarkynnt 10. ágúst og lauk 24. ágúst 2017 þar sem allir þeir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilað inn samþykki sínu.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - leiguverð

Málsnúmer 2012110070Vakta málsnúmer

10. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 30. ágúst 2017:

Tekin fyrir að nýju tillaga um að hækka leiguverð umfram vísitölu í leiguíbúðum Akureyrarbæjar dagsett 1. júní 2017.

Málið var áður á dagskrá í velferðarráði og bæjarráði í júní og ágúst sl. Lagt er til að húsaleiga á 2ja herbergja íbúðum og þjónustukjörnum þar sem eru herbergi, herbergi með baði og stúdíóíbúðir hækki um 3,8%. Leiguverð á 3ja herbergja íbúðum hækki um 10%. Annað húsnæði hækki um 3% en þó hækkar ekki húsaleiga í Grímsey og Hrísey. Hækkunin taki gildi 1. janúar 2018.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir tillöguna og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um hækkun á leiguverði í leiguíbúðum Akureyrarbæjar dagsetta 1. júní 2017 og að hækkunin taki gildi frá og með 1. janúar 2018 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

11. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 30. ágúst 2017:

Lagðar fyrir að nýju breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Málið var áður á dagskrá velferðarráðs á fundi þess þann 16. ágúst sl.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og lagt er til að breytingarnar taki gildi 1. janúar 2018.

Málinu er vísað áfram til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem samþykktar voru í velferðarráði 30. ágúst sl. og að breytingarnar taki gildi 1. janúar 2018 með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Skemmtiferðaskip á Akureyri - mengun

Málsnúmer 2017090001Vakta málsnúmer

Preben Jón Pétursson Æ-lista óskaði eftir umræðu um mengun skemmtiferðaskipa sem leggja að í Akureyrarhöfn.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar felur umhverfis- og mannvirkjaráði að afla frekari gagna um mengun frá skipum í Akureyrarhöfn.

Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Lögð fram eftirtalin gögn til umfjöllunar og samþykktar:

1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, greinargerð endurskoðuð með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

2. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Akureyri endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

3. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, séruppdráttur Hrísey og Grímsey endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

4. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sveitarfélagsuppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

5. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, umhverfisskýrsla.

Lögð fram eftirfarandi fylgigögn:

6. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, þéttingarsvæði séruppdráttur endurskoðaður með hliðsjón af innkomnum umsögnum og ábendingum.

7. Umsagnir og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu umsagna sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

8. Ábendingar og úrvinnsla, tillaga að svörum/úrvinnslu ábendinga sem bárust við drög að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

9. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, stígakort.

10. Skrá yfir friðlýst, friðuð og umsagnarskyld hús og skrá yfir hús byggð 1926-1930 (fylgiskjal skv. kröfu Skipulagsstofnunar).

11. Tímaferli aðalskipulagsins.

Skipulagsráð fór yfir fyrirliggjandi tillögur og kom á framfæri athugsemdum við hana.Skipulagsráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjastjórnar:

"Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - greinargerð, uppdrættir, umhverfisskýsla og fylgigögn - verði auglýst samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagssviði að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar sömu laga."
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - greinargerð, uppdrættir, umhverfisskýsla og fylgigögn - verði auglýst samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagssviði að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar sömu laga.Gunnar Gíslason D-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Við samþykkjum að tillaga að aðalskipulagi 2018-2030 fari í auglýsingu þannig að umræða um það í bæjarfélaginu geti farið fram með skipulögðum og markvissum hætti. Hins vegar gerum við m.a. þann fyrirvara á að við erum alfarið gegn þéttingu byggðar í Kotárborgum eins og gert er ráð fyrir henni í skipulagsuppdrætti og það sama á við á svæðinu sunnan KA húss og austan Lundarskóla (San Síró) og svokölluðum kastvelli austan Skarðshlíðar við Þórssvæðið.

6.Grænhóll - fjölgun lóða, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017080029Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Á fundi skipulagsráðs þann 14. júní 2017 var sviðsstjóra skipulagssviðs falið að láta endurskoða deiliskipulag athafnasvæðisins við Grænhól með það að markmiði að færa það til fyrra horfs. Sjafnargötu 7 verður skipt upp í fjórar lóðir eins og upphaflegt deiliskipulag frá 2006 sýndi.

Skipulagsráð leggur til að lóðin Sjafnargata 2 sem merkt er sem verslunar- og þjónustulóð verði merkt sem athafnasvæði.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt, verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Drög að deiliskipulagi Melgerðisáss voru kynnnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stefnt er að því að nýta óbyggð svæði innan núverandi byggðar undir íbúðarbyggð eftir því sem kostur er. Fyrst og fremst er litið til svæða, sem ekki eru í notkun, og svæða sem þjóna ekki lengur upphaflegu hlutverki sínu á viðunandi hátt eða þarfnast endurnýjunar og endurbyggingar.

Auglýsing var birt í Dagskránni þann 14. júní 2017 og voru skipulagsgögn aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs. Kynningarfundur var haldinn í Glerárskóla þann 15. júní 2017. Breytingin kallar á breytt mörk deiliskipulags Hlíðahverfis - suðurhluta.

Fjórar ábendingar bárust:

1) Sigríður Sigurðardóttir, dagsett 16. júní 2017.

Fagnar því að ekki eigi að sprengja klappir, rífa gömul hús eða byggja háhýsi sem skyggja á klappir og gömlu byggðina sem fyrir er.

2) Jónas Valdimarsson, dagsett 21. júní 2017.

a) Óskar eftir að byggingarreitur bílskúrs við Melgerði verði færður suður að lóðamörkum og mun nær götunni.

b) Staðsetning bílastæða er óásættanleg. Núverandi bílastæði eru við inngang hússins.

c) Lóðamörk að sunnan eru of norðarlega, óskað er eftir að minnsta kosti 17 metra fjarlægð.

3) Eyþór Jósepsson, dagsett 24. júní 2017.

a) Setja ætti niður hús austan megin á Melgerðisásnum. Einfaldast og ódýrast væri að setja húsin niður um það bil á núverandi götu og hafa bæði götu og stíg vestast á svæðinu.

b) Húsin eru full vestarlega í tillögunni, of nálægt skólanum.

c) Nýta þarf plássið betur, þétta meira og fá útsýni úr húsunum.

d) Grisja þarf trjágróður.

e) Íbúðirnar í blokkunum ættu ekki að vera með bílakjallara þannig að þær verði of dýrar fyrir ungt fólk.

f) Svæðið hefur mun fleiri möguleika en búið er að leggja fram.

4) Helga Aðalgeirsdóttir, dagsett 18. júní 2017.

a) Sárlega vantar upphækkaða gangbraut yfir Skarðshlíðina á móts við göngustíg sem liggur milli Áshlíðar og Skarðshlíðar.

c) Mikilvægt er að gerð verði gangstétt meðfram Undirhlíðinni að norðanverðu milli Hörgárbrautar og Skarðshlíðar.

Ein umsögn barst:

1) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2017. Bílastæðin eru, samkvæmt þessu, utan tvöfalds öryggissvæðis ( 2x4 m ) fyrir leyfðan hraða 50 km/klst. og umferð yfir 3000 bíla. Það eru lágmarkskröfur samkvæmt veghönnunarreglum.

Vegagerðin gerir því ekki athugasemdir við skipulagið.

Áður lagt fram kostnaðarmat á stíg neðan við Melgerðisás.

Svör við ábendingum og umsögnum:

1) Sigríður Sigurðardóttir, dagsett 16. júní 2017. Gefur ekki tilefni til svars.

2) Jónas Valdimarsson, dagsett 21. júní 2017.

a) Í lagi er að færa byggingarreit bílskúrsins nær götunni. Ef byggingarreitur bílskúrs er færður að lóðamökum skal ákvæði 5. mgr. 9.7.5 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 uppfyllt: "Ef bílgeymsla minni en 100 m² er nær lóðamörkum en 3,0 m skal veggur sá er snýr að lóðamörkum vera REI 90 en REI 120-M ef fjarlægðin er undir 1,0 m. Veggurinn skal vera án opa og ná upp að ystu þakklæðningu".

b) Eðlilegt er að bílastæði séu framan bílskúrs.

c) Lóðamörk til suðurs teljast vel rúm, og færsla til suðurs kæmi niður á lóðabreidd annarra húsa í götunni.

3) Eyþór Jósepsson, dagsett 24. júní 2017.

a) Ekki er tekið undir þessa ábendingu vegna kostnaðar sem hlýst af færslu götunnar.

b) Hugsanlegt væri að færa húsin austar, en myndu þá lenda á klöpp.

c) Gefur ekki tilefni til svars.

d) Gefur ekki tilefni til svars, ekki deiliskipulagsmál.

e) Bílakjallarar eru nauðsynlegir til að uppfylla bílastæðakröfur innan lóða fjölbýlishúsanna og eru auk þess hagkvæmir vegna jarðvegsdýptar.

f) Gefur ekki tilefni til svars.

4) Helga Aðalgeirsdóttir, dagsett 18. júní 2017.

a) Tekið er undir athugasemd varðandi öryggi skólabarna. Upphækkuð gangbraut er sýnd nokkru norðar, mætti vel færast til móts við stíginn við Kvenfélagsreitinn, en fellur þá utan skipulagssvæðisins. Hraðatakmarkandi aðgerðir verða á fjórum stöðum í Skarðshlíðinni innan skipulagssvæðisins.

c) Skipulagstillagan gerir ráð fyrir gangstétt á þessum stað.

1) Vegagerðin, dagsett 6. júlí 2017.

Gefur ekki tilefni til svars.

Skipulagsráð leggur til að gert verði ráð fyrir stíg vestan við fyrirhugaðar einbýlishúsalóðir við Melgerðisás og þær minnkaðar sem því nemur, sem mögulega getur komið til framkvæmdar á síðari stigum.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið verður auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi. Jafnframt verða auglýst breytt mörk deiliskipulags Hlíðahverfis - suðurhluta.Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista, Ólína Freysteinsdóttir S-lista og Sigurjón Jóhannesson D-lista lögðu fram bókun:

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta deiliskipulagi í íbúarbyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.Edward Hákon Huijbens V-lista óskaði bókað að hann styðji tillöguna eins og hún er auglýst. Mikilvægt er að efla skólahverfi Glerárskóla og íþróttastarf Þórs og UFA með þeim 90 nýju íbúðum sem mundu rísa á þessum reit við hlið Bogans. Telur Edward með öllu ótækt að fórna uppbyggingu á reitnum fyrir óljósar kröfur um frjálsíþróttahús sem engar haldbærar hugmyndir liggja fyrir um. Sjálfsagt er að taka tillit til þarfa kastíþróttafólks og ekki úthluta lóðum á reit norðan Bogans fyrr en ný aðstaða er komin fyrir kastíþróttir, hvort sem sú aðstaða verði norðan eða sunnan við Bogann á núverandi lóð Þórs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.Bæjarfulltrúar D-lista Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Sigurjón Jóhannesson lögðu fram eftirfarandi bókun:

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta deiliskipulagi í íbúarbyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.

8.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Þrjár umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðarbyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA er náið og hnökralaust.

3) Frístundaráð, dagsett 23. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd en áhersla er á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.

Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar og Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis. Óskað var eftir kostnaðarmati á fyrirhuguðum framkvæmdum og barst það 4. apríl 2017. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017. Tillagan sem nú er lögð fram er dagsett 20. apríl 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 14. júní 2017.

Svör við umsögnum:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2)

a) Tilheyrir deiliskipulagi Melgerðisáss.

b) Við gerð ökuleiðar verður haft náið samráð við íþróttafélagið Þór og UFA.

c) Skipulagsráð vonar að samstarf Þórs og UFA verði náið og hnökralaust.

3) Gefur ekki tilefni til svars.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista lagði fram bókun:

Of þröngt er fyrir kastsvæði á nýjum stað. Hætta er á því að það nýtist illa sökum þess. Ennfremur er útfærslan á svæðinu gölluð. Gera þarf ráð fyrir kasthringjum vestast á svæðinu, til að kastæfingar barna séu nær öðrum iðkendum á aðalvelli. Einnig er líklega ekki þörf á kúluvarpshring inni á svæðinu þar sem tveir kúluvarpshringir með geirum eru inni á aðalvelli sem ekki verða notaðir til annars.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 10 samhljóða atkvæðum.Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

9.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. apríl með athugasemdafresti til 7. júní 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Ragnar Sverrisson, móttekið 17. maí 2017.

Lagt er til að hringtorg komi á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu. Auk þess verði hægt að aka niður Eiðsvallagötu þegar komið er sunnan Glerárgötu. Þannig ætti að vera hægt að tengja Oddeyrina aftur og hún verði ekki áfram einangruð frá miðbænum og efri hluta bæjarins. Áréttað er við kjörna bæjarfulltrúa og nefndarmenn í skipulagsráði að það eru þeir, en ekki bæjarstarfsmenn eða undirverktakar, sem bera ábyrgðina þegar til kastanna kemur.

2) Útgerðarfélag Akureyringa, dagsett 7. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir vegna skerðingar lóðar Útgerðarfélagsins vegna breyttrar legu Laufásgötu, lagningu þjónustugötu meðfram viðleguköntum og að blönduð byggð verði nærri ÚA.

3) BS kreppa ehf., dagsett 31. maí 2017.

Samkvæmt uppdráttum virðist sem opna eigi fyrir Eiðsvallagötu niður að Laufásgötu. Því er mótmælt þar sem það er mikil eignaskerðing fyrir lóðarhafa. Lagt er til að Kaldbaksgata 6 og 8 verði heldur sameinaðar í eina lóð, Laufásgötu 7.

Átta umsagnir bárust:

1) Isavia, dagsett 8. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á að Samgöngustofa ætti að fá tillöguna til umsagnar.

2) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 9. maí 2017.

Ítrekaðar eru fyrri athugasemdir Hafnasamlagsins. Mikilvægt er að settar séu kvaðir vegna Kelduhverfis um að íbúar geri sér grein fyrir að menn séu í nálægð við atvinnustarfsemi sem getur leitt af sér hávaða eða annað sem tengist viðkomandi starfsemi.

3) Vegagerðin, dagsett 30. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

4) Norðurorka, dagsett 31. maí 2017.

Í ljósi mikilvægi veitna sem hluta grunninnviða samfélagsins teljum við æskilegt að í tillögunni séu dregnir fram í stuttu máli framangreindir þættir og þar með að tekinn sé út textinn um að ekki sé fjallað um veitukerfi. Við lítum svo á að beinlínis sé skylt að vekja athygli á þessum þjónustukerfum, þó í stuttu máli sé og þannig minnt á að ævinlega er nauðsynlegt að taka mið af þeim á öllum stigum skipulagsvinnunnar enda eru þessir innviðir forsenda annarrar uppbyggingar og þeirrar þjónustu sem nútíma samfélag kallar á. Samráð og samvinna um þessa þætti er því mikilvæg í áframhaldandi skipulagsvinnu.

5) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. júní 2017.

Minjastofnun fer fram á að gerð sé grein fyrir lögum um menningarminjar í skipulaginu og hver lagaleg staða þeirra húsa sé sem þar falla undir. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir húsum og mannvirkjum sem falla undir lög um menningarminjar í húsaskrá. Æskilegt er að einnig fylgi skrá yfir hús sem verða 100 ára á skipulagstímanum.

6) Umhverfisstofnun, dagsett 2. júní 2017.

Ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Stofnunin fagnar að opin svæði fái aukið notagildi og þeirri stefnu sem felur í sér áherslu á sjálfbærni.

7) Samgöngustofa, dagsett 18. maí 2017.

Vegna nálægðar við flugvöllinn verður bærinn að vera í nánu sambandi við Isavia um hæðir mannvirkja þegar kemur að nánara skipulagi. Mikilvægt er að farið sé að kröfum laga og reglugerða um loftferðir.

8) Skipulagsstofnun, dagsett 1. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir við framsetningu skipulagsgagna og að skýra þurfi betur ákveðna þætti.

9) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 15. júní 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Áður lögð fram tillaga skipulagshöfundar að viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt, verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 22. og 29. júní, 7., 13. og 21. júlí, 1., 10., 21. og 31. ágúst 2017
Bæjarráð 22. og 29. júní, 6., 13. og 20. júlí, 3., 17., og 24. ágúst 2017
Fræðsluráð 26. júní og 21. ágúst 2017
Kjarasamninganefnd 3. júlí 2017
Skipulagsráð 21. og 28. júní, 5. og 12. júlí, 16. ágúst (tveir fundir) og 30. ágúst 2017
Stjórn Akureyrarstofu 22. júní 2017
Umhverfis- og mannvirkjaráð 14. júlí og 18. ágúst 2017
Velferðarráð 21. júní og 16. og 30. ágúst 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 20:18.