Bæjarstjórn

3407. fundur 17. janúar 2017 kl. 16:00 - 16:47 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Siguróli Magni Sigurðsson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Baldvin Valdemarsson
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Preben Jón Pétursson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í ráðum

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa í fræðsluráði.

Baldvin Valdemarsson tekur sæti aðalfulltrúa í fræðsluráði í stað Hönnu Daggar Maronsdóttur.


Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan aðal- og varafulltrúa í fræðsluráði og varafulltrúa í frístundaráði.

Áshildur Hlín Valtýsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í fræðsluráði í stað Prebens Jóns Péturssonar og Margrét Kristín Helgadóttir tekur sæti varafulltrúa í fræðsluráði í stað Áshildar Hlínar Valtýsdóttur.

Guðmundur Haukur Sigurðsson tekur sæti varafulltrúa í frístundaráði í stað Áshildar Hlínar Valtýsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 atkvæðum.

2.Tangabryggja, hafnarsvæði Oddeyri - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016070040Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 11. janúar 2017:

Erindi dagsett 14. júní 2016 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna lengingar á Tangabryggju til suðurs. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. nóvember 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt frá 11. nóvember og var athugasemdafrestur til 9. desember 2016.

Ein umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 16. desember 2016.

Á svæðinu eru lagnir allra veitna (vatns-, raf- og fráveitu) nema hitaveitu.

Framkvæmdir Hafnasamlagsins verða að taka mið af því og nauðsynlegt að samlagið gangi frá samningi við Norðurorku um breytingar eða færslu lagna, greiðslu kostnaðar o.s.frv. Sumar af lögnunum eru þjónustulagnir fyrir höfnina sjálfa. Meðfylgjandi er kort.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Umsækjandi gangi frá samningi, samanber umsögn Norðurorku, áður en framkvæmdarleyfi verður gefið út.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

3.Geirþrúðarhagi 8 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016110179Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 11. janúar 2017:

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 8. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. desember 2016 að leggja fram tillögu að breytingu. Tillagan er dagsett 11. janúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Einungis er um að ræða minniháttar hækkun á nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

4.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 11. janúar 2017:

Drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri voru kynnt þann 26. október 2016 samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar. Kynningarfundur var haldinn 2. nóvember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 23. nóvember 2016. Ábendingum var vísað til áframhaldandi vinnu við rammaskipulagið.

Endurskoðuð tillaga að rammahluta aðalskipulags Akureyrar dagsett 16. desember 2016 er lögð fram.

Skipulagsráð samþykkir að tillögunni verði breytt til samræmis við umræður á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

5.Þrumutún 8 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090037Vakta málsnúmer

21. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 11. janúar 2017:

Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Margrétar Stefánsdóttur sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrumutún 8. Skipulagsnefnd heimilaði að tillaga að deiliskipulagsbreytingu yrði grenndarkynnt á fundi 12. október 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 17. október með athugasemdafresti til 15. nóvember 2016.

Ein athugasemd barst:

a) Hjörvar Maronsson og Tinna Lóa Ómarsdóttir, dagsett 15. nóvember 2016.

Þau samþykkja ekki fyrirhugaðan sólskála nema með því skilyrði að sólskálinn verði ekki yfir efri brún á glugga hússins þar sem fyrirhugaður sólskáli á að rísa. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.

Skipulagsráð telur að hugmyndir að fyrirhugaðri viðbyggingu falli að innkominni athugasemd.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

6.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 11. janúar 2017:

Á fundi bæjarstjórnar þann 3. janúar 2017 var tekin fyrir afgreiðsla velferðarráðs á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning frá 28. desember 2016. Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu og vísa málinu aftur til velferðarráðs.

Velferðarráð sér ekki ástæðu til breytinga á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, samþykkir þær óbreyttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með 11 atkvæðum.

7.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun vegna stjórnsýslubreytinga - seinni umræða

Málsnúmer 2016120133Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 3. janúar 2017:

Bæjarstjórn samþykkir með 6 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni ásamt samþykktum breytingum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar með 6 atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Preben Jón Pétursson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum síðastliðnar vikur.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 12. janúar 2017
Bæjarráð 5. og 12. janúar 2017
Kjarasamninganefnd 6. og 10. janúar 2017
Skipulagsráð 11. janúar 2017
Velferðarráð 28. desember 2016 og 11. janúar 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 16:47.