Velferðarráð

1257. fundur 30. ágúst 2017 kl. 14:00 - 15:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Róbert Freyr Jónsson varaformaður
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir
Dagskrá
Valdís Anna Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Erlu Bjargar Guðmundsdóttur.
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti í forföllum Halldóru Kristínar Hauksdóttur.

1.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2017

Málsnúmer 2017010088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur allra málaflokka.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu á búsetusviði sat fundinn undir þessum lið.

2.Heimsókn velferðarráðs Reykjavíkurborgar

Málsnúmer 2017080064Vakta málsnúmer

Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir fundi með velferðarráði Akureyrarkaupstaðar þann 7. september nk. Ráðið óskar einnig eftir að fá að kynna sér rekstur öryggisvistunar og vinnu við innleiðingu velferðartækni. Undirbúningur heimsóknarinnar er hafinn en endanleg dagskrá liggur ekki fyrir.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu á búsetusviði sat fundinn undir þessum lið.
Drög að dagskrá heimsóknar velferðarráðs Reykjavíkurborgar kynnt.

3.Þjónustuhópur aldraðra

Málsnúmer 2017030620Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, greindi frá að fyrsti fundur fullskipaðs Þjónustuhóps aldraðra hafi verið haldinn 22. ágúst sl.

Í hópnum sitja:

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA tilnefndur sem aðalfulltrúi fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar.

Fyrir hönd sveitarfélaga, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit.

Fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Norðurlands Þórdís Rósa Sigurðardóttir yfirhjúkrunarfræðingur og Magnús Ólafsson læknir.

Fyrir hönd félags eldri borgara Margrét Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur.

4.Velferðartækni - miðlun þekkingar og reynslu

Málsnúmer 2017080014Vakta málsnúmer

Halldór S.fGuðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá styrk frá Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti vegna verkefnis um nýsköpun og tækni í öldrunarþjónustu. Um er að ræða 300 þús. kr. styrk til greiðslu ferðakostnaðar vegna samstarfsverkefna við að miðla þekkingu og reynslu starfsfólks.

Ráðgert er að ÖA verði í samstarfi við hjúkrunarheimilin Mörkina og Hrafnistu.

5.Öldrunarheimili Akureyrar - samfélagshjúkrun (Buurtzorg þróunarverkefni)

Málsnúmer 2016060153Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram til kynningar fyrri hluta samantektar til Framkvæmdasjóðs aldraðra um þróunarverkefnið um samfélagshjúkrun. Samantektin er unnin af Birnu S. Björnsdóttur hjúkrunarfræðingi og verkefnastjóra.

Framkvæmdastjóri ÖA hefur sent nýja umsókn til Framkvæmdasjóðs aldraðra, þar sem sótt er um styrk til að halda áfram með verkefnið þar sem unnið verði að innleiðingu á þjónustuúrræði sem byggi á aðferðum samfélagshjúkrunar og þeirri reynslu og lærdómi sem þróunarverkefnið hefur gefið.

6.Öldrunarheimili Akureyrar - gjafir

Málsnúmer 2014110182Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá að ÖA hafi borist hjartastuðtæki að gjöf frá St. Georgsgildinu á Akureyri sbr. meðf. gjafabréf.
Framkvæmdastjóra ÖA er falið að færa St. Georgsgildinu á Akureyri þakkir velferðarráðs.

7.ÖA - fyrirspurn vegna RUG stuðla

Málsnúmer 2017070100Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti erindi frá Sjúkratryggingum Íslands um upplýsingar og skýringar varðandi breytingar á RUG stuðlum og Rai mati hjá ÖA.

Kynnti hann einnig samantekt ÖA til að svara erindinu.

8.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - dagþjálfun

Málsnúmer 2015070050Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti og lagði fram tillögu að breytingu á reglum um dagþjálfun sem tekur mið af áherslum um reglubundið endurmat á þörfum notenda dagþjálfunar sbr. umfjöllun velferðarráðs á fundi þann 10. maí sl.

9.ÖA - umsókn um vínveitingaleyfi

Málsnúmer 2017080109Vakta málsnúmer

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti að send hafi verið inn umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Öldrunarheimili Akureyrar.

Um nokkurt skeið hefur staðið til að sækja um slíkt leyfi enda hafa kráarkvöld verið haldin að jafnaði einu sinni í mánuði sl. 10 ár auk hátíðarviðburða og þorrablóta.

Þá hafa önnur hjúkrunarheimili verið að sækja um slík leyfi og aðlaga starfsemi sína m.a. til að ná hagræði í innkaupum og afgreiðslu.

10.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - leiguverð

Málsnúmer 2012110070Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju tillaga um að hækka leiguverð umfram vísitölu í leiguíbúðum Akureyrarbæjar dagsett 1. júní 2017. Málið var áður á dagskrá í velferðarráði og bæjarráði í júní og ágúst sl. Lagt er til að húsaleiga á 2ja herbergja íbúðum og þjónustukjörnum þar sem eru herbergi, herbergi með baði og stúdíóíbúðir hækki um 3,8%. Leiguverð á 3ja herbergja íbúðum hækki um 10%. Annað húsnæði hækki um 3% en þó hækkar ekki húsaleiga í Grímsey og Hrísey. Hækkunin taki gildi 1. janúar 2018.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillöguna og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

11.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

Lagðar fyrir að nýju breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Málið var áður á dagskrá velferðarráðs á fundi þess þann 16. ágúst sl.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og lagt er til að breytingarnar taki gildi 1. janúar 2018. Málinu er vísað áfram til bæjarstjórnar.

12.Fjárhagsaðstoð 2017

Málsnúmer 2017010094Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu 7 mánuði ársins.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 15:30.