Bæjarráð

3535. fundur 15. desember 2016 kl. 08:30 - 13:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2016

2016040185

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til október 2016.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Golfklúbbur Akureyrar - beiðni um heimild til að veðsetja eigur félagsins

2016120028

Lögð fram beiðni Golfklúbbs Akureyrar dagsett 5. desember 2016 um heimild til að veðsetja eigur félagsins.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur fjármálastjóra og bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

3.Menningarfélag Akureyrar - MAK

2016030110

Farið yfir rekstur Menningarfélags Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Þróun fasteignamats atvinnuhúsnæðis og álagning fasteignaskatta

2016090154

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 1. desember og 24. nóvember 2016:

Erindi dagsett 15. nóvember 2016 frá Félagi atvinnurekenda (FA) þar sem óskað er eftir rökstuðningi Akureyrarkaupstaðar fyrir beitingu heimilda í lögum til að leggja álag á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði. Að auki óskar FA upplýsinga um hvort kostnaðarmat liggi að baki ákvörðunar sveitarfélagsins að beita álagsheimildinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að undirbúa svar og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda framlögð drög að svari til bréfritara.

5.Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað - akstur vélsleða innanbæjar

2016110074

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 17. nóvember sl.

Erindi dagsett 7. nóvember 2016 frá Guðmundi Hannessyni fyrir hönd Stjórnar Ey-LÍV (Landsamband Íslenskra Vélsleðamanna Eyjafjarðardeild www.liv.is) þar sem óskað er eftir því við Akureyrarbæ að teknar verði upp formlegar viðræður um breytingu á Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað þess eðlis að ökumönnum vélsleða verði heimilt að keyra stystu leið á bensínstöð og stystu leið úr bænum í framhaldi.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem umferðarlög heimila ekki slíkan akstur.

6.Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2016

2016120075

Aðalfundur Minjasafnsins verður haldinn fimmtudaginn 15. desember kl. 13:00.
Bæjarráð felur Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

7.Eyþing - fundargerð

2010110064

Lögð fram til kynningar fundargerð 288. fundar stjórnar Eyþings dagsett 23. nóvember 2016.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

8.Frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins), 6. mál

2016120099

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 14. desember 2016 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins), 6. mál 2016.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0006.html

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins verði að lögum og felur bæjarstjóra að senda bókunina til Alþingis.

9.Nýskipan húsnæðismála 1. janúar 2017 - mönnun verkefna

2016120029

9. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 7. desember 2016:

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild lögðu fram minnisblað dagsett 7. desember 2016 vegna húsnæðisdeildar sem mun samkvæmt stjórnkerfisbreytingum flytjast til fjölskyldudeildar frá 1. janúar 2017.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila ráðningu félagsráðgjafa í fullt starf vegna húsnæðisverkefnanna. Málinu vísað til bæjarráðs.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Róbert Freyr Jónsson varaformaður velferðarráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð heimilar ráðningu félagsráðgjafa í fullt starf vegna húsnæðisverkefnanna og að kostnaður vegna þess eigi að rúmast innan fjárheimilda fjölskyldusviðs. Kostnaður vegna húsnæðisverkefnanna verður tekinn til skoðunar eftir 6 mánuði.

10.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

2016120021

Farið yfir drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Róbert Freyr Jónsson varaformaður velferðarráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.

11.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

2015110092

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október 2016 að senda tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til umsagnar innan bæjarkerfisins, þ.e. deilda, nefnda og ráða.

Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri og Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsnefndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

12.Ráðningar millistjórnenda á ný svið

2016120016

Rætt um fyrirkomulag ráðninga millistjórnenda á ný svið Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að kalla til auka bæjarráðsfundar mánudaginn 19. desember kl. 08:00 til að ræða málið frekar.

Fundi slitið - kl. 13:00.