Bæjarráð

3626. fundur 07. febrúar 2019 kl. 08:15 - 12:37 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá mál sem ekki var í fundarboði, 2019020132 Sporatún 43 - kaup á íbúð, og var það samþykkt.

1.Gallup - Þjónusta sveitarfélaga 2018 - Akureyri

Málsnúmer 2018100083Vakta málsnúmer

Rætt um könnun Gallup á viðhorfi íbúa til þjónustu sveitarfélaga.

Matthías Þorvaldsson viðskiptastjóri hjá Gallup mætti á fund bæjarráðs og kynnti niðurstöður könnunarinnar.

Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu einnig fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Matthíasi fyrir kynninguna.

2.Búsetusvið - breyting á skipuriti

Málsnúmer 2019010260Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 6. febrúar 2018:

Lagt er fyrir minnisblað frá Laufeyju Þórðardóttur settum sviðsstjóra búsetusviðs þar sem beðið er um breytingu á skipuriti til að ráða nýjan forstöðumann.

Velferðarráð samþykkir breytingu á skipuriti og vísar málinu til bæjarráðs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytingu á skipuriti búsetusviðs enda rúmist hún innan fjárhagsáætlunar og vísar málinu til kjarasamninganefndar til afgreiðslu.

3.Öldungaráð 2019 - samþykkt

Málsnúmer 2018120115Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 21. janúar 2019:

Lögð fram til umræðu drög að samþykkt fyrir öldungaráð í samræmi við breytingar á 2. mgr. 38. gr. laga um félagsþjónustu nr. 40/1991 og breytingar á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. desember sl. að senda drögin til öldungaráðs til umfjöllunar og óska eftir viðbrögðum fyrir 14. janúar 2019.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn.

Öldungaráð samþykkir að óska eftir því að bæjarlögmanni verði falið að endurskoða samþykktina út frá þeim athugasemdum sem lagðar voru fram á fundinum og nýrrar samþykktar um Öldungaráð Reykjavíkurborgar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samþykkt fyrir öldungaráð með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn. Jafnframt óskar bæjarráð eftir umsögn öldungaráðs um þessi drög áður en þau verða lögð fyrir bæjarstjórn.

4.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - samþykkt

Málsnúmer 2018120116Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn notendaráðs fatlaðs fólks, dagsett 8. janúar 2019, um drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 20. desember 2018 og þá var ákveðið að senda drögin til notendaráðs fatlaðs fólks til umfjöllunar og óska eftir viðbrögðum fyrir 14. janúar 2019.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn. Jafnframt óskar bæjarráð eftir umsögn notendaráðs fatlaðs fólks um þessi drög áður en þau verða lögð fyrir bæjarstjórn.

5.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál 2018

Málsnúmer 2019020002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. janúar 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0358.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál 2018

Málsnúmer 2019020006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. janúar 2019 frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0434.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til ungmennaráðs til umræðu og umsagnar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að fulltrúar ungmennaráðs komi á fund bæjarráðs 21. febrúar nk. og kynni umsögn sína.

7.Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál 2018

Málsnúmer 2019020003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. janúar 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0305.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

8.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - áfangastaðaáætlanir

Málsnúmer 2019010371Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2019 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem þess er farið á leit að áfangastaðaáætlun Norðurlands fái viðeigandi umfjöllun í bæjarráði.

Upplýsingar um áfangastaðaáætlanir er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.ferdamalastofa.is/is/troun-og-samstarf/afangastadaaaetlanir

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri og Björn H. Reynisson verkefnastjóri frá Markaðsstofu Norðurlands og María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarstofu mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Arnheiði, Birni og Maríu Helenu fyrir komuna og vísar áfangastaðaáætluninni til kynningar og umræðu hjá stjórn Akureyrarstofu.

9.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. janúar 2019:

Lögð fram drög að matrixu vegna þjónustusamninga við íþróttafélög.

Einnig lagðir fram til samþykktar rekstrarsamningar við Hestamannafélagið Létti og Skautafélag Akureyrar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð óskar eftir umsögn frá ÍBA v/matrixunnar. Jafnframt óskar ráðið eftir því að ÍBA komi með tillögu að skilgreiningu á iðkanda.

Frístundaráð samþykkir framlagða rekstrarsamninga og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

10.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 9. janúar 2019:

Lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Áður á dagsskrá 19. febrúar og 2. mars 2018.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir einróma framlagðar tillögur að breytingum.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 31. janúar 2019 og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð vísar drögum að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning aftur til velferðarráðs og óskar eftir að ráðið afli frekari gagna um áhrif breytingatillagnanna.

11.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 122. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 18. nóvember 2018.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - 33. landsþing 2019

Málsnúmer 2019010358Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 29. janúar 2019 frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXIII. landsþings sambandsins föstudaginn 29. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík.

13.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010399Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 25. janúar 2019.

Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

14.Sporatún 43 - kaup á íbúð

Málsnúmer 2019020132Vakta málsnúmer

Lagt fram gagntilboð dagsett 4. febrúar 2019 vegna kauptilboðs í eignina Sporatún 43 fastanr. 229-3808.
Bæjarráð samþykkir tilboðið.

Fundi slitið - kl. 12:37.