Velferðarráð

1242. fundur 21. desember 2016 kl. 14:00 - 17:10 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir D-lista mætti í forföllum Svövu Þórhildar Hjaltalín.

1.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju drög að nýjum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samkvæmt fyrirmælum velferðarráðs þann 7. desember sl.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umfjöllun um málið er frestað til aukafundar þann 28. desember nk.

2.Styrkbeiðnir til velferðarráðs og samfélags- og mannréttindaráðs 2016

Málsnúmer 2016010166Vakta málsnúmer

Teknar til afgreiðslu styrkbeiðnir til velferðarráðs fyrir árið 2016.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir eftirfarandi afgreiðslur:



Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.



Ingunn Högnadóttir. Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.



Mæðrastyrksnefnd. Velferðarráð samþykkir rekstrarstyrk vegna ársins 2016 að upphæð kr. 250.000 og styrk til Jólaaðstoðar - samstarf með Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð að upphæð kr. 250.000.



Kvennaathvarfið. Velferðarráð samþykkir rekstrarstyrk vegna ársins 2016 að upphæð kr. 100.000.



Kvennaráðgjöfin. Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.



Samhyggð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Velferðarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000.



Umhuga - heimaþjónusta ehf. Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.



Wilson félagið. Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Afskriftir lána 2014-2020

Málsnúmer 2014120067Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram tillögu um afskriftir lána 2016.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillöguna og vísar málinu til bæjarráðs.

4.Fjölskyldudeild - einstaklingsmál 2016

Málsnúmer 2016020003Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild gerði grein fyrir stöðu í einstaklingsmáli.
Afgreiðsla einstaklingsmála er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

5.Þroskahjálp - húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

Málsnúmer 2016120065Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi samtakanna Þroskahjálpar frá 7. desember þar sem formaður og framkvæmdastjóri hvetja til þess að sérstaklega sé hugað að þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar gerðar eru húsnæðisáætlanir eða ákvarðanir teknar um veitingu stofnframlaga.
Velferðarráð þakkar ábendingarnar.

6.Búsetudeild - gjaldskrár 2017

Málsnúmer 2016100191Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá á fundi velferðarráðs þann 14. nóvember sl.

Við afgreiðslu breytinga á gjaldskrá í bæjarstjórn þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: "Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða gjaldskrá en vísar gjaldi á aðstoð við almenn heimilisstörf og heimsendingu matar aldraðra til endurskoðunar í velferðarráði með það að markmiði að draga úr hækkun ásamt því að leggja fram tillögur um hvernig lækkun tekna verði mætt innan málaflokksins".
Velferðarráð leggur til að hækkun gjalds fyrir heimsendan mat miðist við hækkun innkaupsverðs og verði kr. 1.205 (4,8%) og að hækkun gjalds fyrir heimaþjónustu miðist við áætlaða hækkun launakostnaðar og verði kr. 1.256 (4,7%).

Jóni Hróa Finnssyni framkvæmdastjóra búsetudeilar er falið að vinna tillögu að leiðum til að mæta lækkun tekna.

Velferðarráð vísar tillögunni áfram til bæjarráðs.

7.Samningar um öryggisvistun 2016

Málsnúmer 2016110106Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við velferðarráðuneyti um öryggisvistunarúrræði sem gildir fyrir árið 2016.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.

8.Smáhýsaúrræði vegna einstaklinga með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2016120134Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um mögulega staðsetningu smáhýsa fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Meirihluti velferðarráðs samþykkir tillögu að tímabundinni staðsetningu smáhýsa með því skilyrði að svæðið verði fegrað og aðgengi bætt.

Jóni Hróa Finnssyni framkvæmdastjóra búsetudeildar er falið að sækja um lóðina til skipulagsnefndar.



Valur Sæmundsson V-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni.



9.Undanþága frá reglum um leiguhúsnæði 2016 - áfrýjanir

Málsnúmer 2016100006Vakta málsnúmer

Erindi vegna undanþágu frá reglum um leiguhúsnæði Akureyrarbæjar tekið fyrir að nýju. Málið var áður á dagskrá velferðarráðs þann 5. október og 16. nóvember sl.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla einstaklingsmála er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

Fundi slitið - kl. 17:10.