Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 120. fundur - 01.11.2012

Fulltrúar ÍBA í stjórn Afrekssjóðs Akureyrar.

Íþróttaráð óskar eftir því að stjórn ÍBA tilnefni tvo fulltrúa í stjórn Afrekssjóðs Akureyrar, til viðbótar við þann fulltrúa ÍBA sem situr í stjórn sjóðsins. Í samræmi við jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er óskað eftir því að ÍBA tilnefni tvær konur í stjórn sjóðsins þar sem fyrir eru þrír karlar.

Afrekssjóður Akureyrar - 1. fundur - 10.12.2012

Tilkynningar frá íþróttafélögum um landsliðsmenn og Íslandsmeistara á árinu 2012 lagðar fram til kynningar.

Frestað til næsta fundar.

Afrekssjóður Akureyrar - 1. fundur - 10.12.2012

Umræður um ferðasjóð Afrekssjóðs.

Frestað til næsta fundar.

Afrekssjóður Akureyrar - 2. fundur - 13.12.2012

Unnið áfram að yfirferð yfir umsóknir frá síðasta fundi stjórnar Afrekssjóðs.

Stjórn Afrekssjóðs frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Afrekssjóður Akureyrar - 2. fundur - 13.12.2012

Umræður um ferðasjóð Afrekssjóðs.

Afrekssjóður Akureyrar - 2. fundur - 13.12.2012

Tilkynningar frá íþróttafélögum um landsliðsmenn og Íslandsmeistara á árinu 2012 lagðar fram til kynningar.

Afrekssjóður Akureyrar - 2. fundur - 13.12.2012

Umræður og tillögur um heiðursviðurkenningar Afrekssjóðs.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Íþróttaráð - 123. fundur - 27.12.2012

Afhending heiðursskjala til íþróttafélaga vegna Íslandsmeistartitla á árinu 2012. Athöfn í Íþróttahöll Akureyrar.

Afrekssjóður Akureyrar - 3. fundur - 10.01.2013

Drög að styrktarsamningum fyrir árið 2013 lagðir fram til kynningar.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir fyrirlögð drög að styrktarsamningum.

Afrekssjóður Akureyrar - 3. fundur - 10.01.2013

Farið yfir tillögur að umsóknareyðublaði og vinnureglum vegna úthlutunar úr ferðasjóði.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir fyrirlagðar tillögur.

Afrekssjóður Akureyrar - 3. fundur - 10.01.2013

Unnið að tilnefningum heiðursviðurkenninga fyrir árið 2012.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Kára Árnasyni, Hönnu Dóru Markúsdóttur, Magnúsi Jónatanssyni og Önnu Hermannsdóttur heiðursviðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta á Akureyri.

Íþróttaráð - 124. fundur - 17.01.2013

Samantekt á afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs á umsóknum sem bárust 2012 lögð fram til kynningar.

Afrekssjóður Akureyrar - 4. fundur - 09.07.2013

Unnið að tilnefningu að heiðursviðurkenningu.

Afrekssjóður Akureyrar - 5. fundur - 16.10.2013

Undirbúningsfundur vegna umsókna í Afrekssjóð Akureyrar 2013.

Íþróttaráð - 141. fundur - 07.11.2013

Umræður vegna styrkveitinga árið 2013 og 2014.

Afrekssjóður Akureyrar - 6. fundur - 21.11.2013

Farið yfir umsóknir sem bárust stjórn Afrekssjóðs Akureyrar 2013.

Stjórn Afrekssjóðs Akureyrar vísar umsóknum um styrki vegna hópíþrótta kvenna til afgreiðslu hjá íþróttaráði.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Landsliðsmenn og Íslandsmeistarar aðildarfélaga ÍBA 2013.

Lagt fram til kynningar.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skautafélag Akureyrar - ósk um styrk vegna Íslands- og bikarmeistaratitla árið 2013.

Forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram í samræmi við Samþykkt Afrekssjóðs.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Íþróttafélagið Akur - umsókn dags. 8. september 2013 um styrk fyrir Jóhann Þór Hómgrímsson.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Íþróttafélaginu Akri eingreiðslustyrk vegna Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar að upphæð kr. 200.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Íþróttafélagið Þór - umsókn dags. 14. nóvember 2013 um styrk fyrir Sveinborgu Kötlu Daníelsdóttur.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Íþróttafélaginu Þór eingreiðslustyrk vegna Sveinborgar Kötlu Daníelsdóttur að upphæð kr. 50.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Kraftlyftingarfélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Viktor Samúelsson.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Kraftlyftingarfélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Viktors Samúelssonar að upphæð kr. 75.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Nökkvi, félag siglingarmanna Akueyri - umsókn um styrk fyrir Björn Heiðar Rúnarsson.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Nökkva, félagi siglingarmanna Akureyri eingreiðslustyrk vegna Björns Heiðars Rúnarssonar að upphæð kr. 75.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Nökkvi, félag siglingarmanna Akureyri - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Lilju Gísladóttur.

Stjórn Afrekssjóðs getur ekki orðið við erindinu.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skautafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Hrafnhildi Ósk Birgisdóttur.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Skautafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Hrafnhildar Óskar Birgisdóttur að upphæð kr. 50.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skíðafélag Akureyrar - umsókn dags. 14. nóvember 2013 um styrk fyrir Arnar Geir Ísaksson.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Skíðafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Arnars Geirs Ísakssonar að upphæð kr. 50.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skíðafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Auði Brynju Sölvadóttur.

Stjórn Afrekssjóðs getur ekki orðið við erindinu.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skíðafélag Akureyrar - umsókn dags. 13. nóvember 2013 um styrk fyrir Brynjar Leó Kristinsson.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Skíðafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Brynjars Leós Kristinssonar að upphæð kr. 200.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skíðafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Einar Kristinn Kristgeirsson.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Skíðafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Einars Kristins Kristgeirssonar að upphæð kr. 200.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skíðafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Magnús Finnsson.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Skíðafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Magnúsar Finnssonar að upphæð kr. 50.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skíðafélag Akureyrar - umsókn dags. 14. nóvember 2013 um styrk fyrir Maríu Guðmundsdóttur.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Skíðafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Maríu Guðmundsdóttur að upphæð kr. 200.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skíðafélag Akureyrar - umsókn dags. 14. nóvember 2013 um styrk fyrir Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Skíðafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Ragnars Gamalíels Sigurgeirssonar að upphæð kr. 50.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skotfélag Akureyrar - umsókn dags. 29. október 2013 um styrk fyrir Guðlaug Braga Magnússon.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Skotfélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Guðlaugs Braga Magnússonar að upphæð kr. 50.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Skotfélag Akureyrar - umsókn dags. 29. október 2013 um styrk fyrir Grétar Mar Axelsson.

Stjórn Afrekssjóðs getur ekki orðið við erindinu.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Ungmennafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Ásgerði Jönu Ágústsdóttur.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Ungmennafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Ásgerðar Jönu Ágústsdóttur að upphæð kr. 50.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Ungmennafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Bjarka Gíslason.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Ungmennafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Bjarka Gíslasonar að upphæð kr. 75.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Ungmennafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Hafdísi Sigurðardóttur.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Ungmennafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Hafdísar Sigurðardóttur að upphæð kr. 150.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Ungmennafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Kolbein Höð Gunnarsson.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Ungmennafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Kolbeins Haðar Gunnarssonar að upphæð kr. 150.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Ungmennafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Rakel Ósk Björnsdóttur.

Stjórn Afrekssjóðs getur ekki orðið við erindinu.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Ungmennafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Þorberg Inga Jónsson.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Ungmennafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Þorbergs Inga Jónssonar að upphæð kr. 75.000.

Afrekssjóður Akureyrar - 7. fundur - 28.11.2013

Ungmennafélag Akureyrar - umsókn (ódags.) um styrk fyrir Rannveigu Oddsdóttur.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita Ungmennafélagi Akureyrar eingreiðslustyrk vegna Rannveigar Oddsdóttur að upphæð kr. 75.000.

Íþróttaráð - 143. fundur - 05.12.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit um vinnu stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar við umsóknir í sjóðinn 2013.

Íþróttaráð - 143. fundur - 05.12.2013

Á fundi stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar þann 21. nóvember sl. var umsóknum um styrki vegna hópíþrótta kvenna vísað til afgreiðslu hjá íþróttaráði. Umsóknir frá Íþróttafélaginu Þór vegna reksturs körfuknattleiksliðs kvenna, frá Knattspyrnufélagi Akureyrar vegna reksturs blakliðs kvenna og vegna handboltaliðs kvenna hjá KA/Þór.

Íþróttaráð samþykkir styrkumsóknirnar í samræmi við umræður á fundinum og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna að reglugerð um úthlutun styrkjanna.

Afrekssjóður Akureyrar - 8. fundur - 09.12.2013

Unnið að heiðursviðurkenningum.

Afrekssjóður Akureyrar - 9. fundur - 13.01.2014

Unnið að heiðursviðurkenningum.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita heiðursviðurkenningar í samræmi við umræður á fundinum og vísar tilnefningum til íþróttaráðs.

Afrekssjóður Akureyrar - 9. fundur - 13.01.2014

Umræður um Samþykkt Afrekssjóðs, verklag og umsóknarvinnureglur til Afrekssjóðs.
Sonja Sif Jóhannsdóttir vék af fundi kl. 16:45.

Íþróttaráð - 159. fundur - 20.11.2014

Samkvæmt samþykkt um Afrekssjóð Akureyrar skal íþróttaráð skipa tvo fulltrúa í stjórn og skal formaður íþróttaráðs vera formaður stjórnar Afrekssjóðs.

Fulltrúar íþróttaráðs í Afrekssjóði verða Ingibjörg Isaksen, kt. 140277-3719 og Þórunn Sif Harðardóttir, kt. 191265-5809.

Afrekssjóður Akureyrar - 10. fundur - 17.12.2014

Undirbúningsfundur fyrir úthlutanir Afrekssjóðs 2015 og viðurkenningar fyrir árið 2014.

Afrekssjóður Akureyrar - 11. fundur - 08.01.2015

Unnið að heiðursviðurkenningum.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita heiðursviðurkenningar í samræmi við umræður á fundinum og vísar tilnefningum til kynningar í íþróttaráði.

Afrekssjóður Akureyrar - 11. fundur - 08.01.2015

Unnið að úthlutunum Afrekssjóðs 2015 og viðurkenningum fyrir árið 2014.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita eingreiðslustyrk í samræmi við umræður á fundinum. Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita kr. 800.000 til Ferðasjóðs Afrekssjóðs fyrir árið 2015. Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita styrki vegna landsliðsmanna og viðurkenningar vegna Íslandsmeistara aðildarfélaga ÍBA árið 2014.

Afrekssjóður Akureyrar - 11. fundur - 08.01.2015

Umræður um viðmið og verklagsreglur Afrekssjóðs.

Íþróttaráð - 162. fundur - 15.01.2015

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um vinnu stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar vegna viðurkenninga fyrir árið 2014 og styrkja fyrir árið 2015.

Afrekssjóður Akureyrar - 12. fundur - 09.03.2015

Farið yfir starfsemi Afrekssjóðs árin 2014 og 2015.

Afrekssjóður Akureyrar - 12. fundur - 09.03.2015

Farið yfir Samþykkt Afrekssjóðs og unnið að verklags- og vinnureglum vegna heiðursviðurkenninga og viðurkenninga vegna landsliðsmanna og Íslandsmeistara.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir framlagðar verklags- og vinnureglur fyrir styrkveitingar landsliðsmanna, viðurkenningar vegna Íslandsmeistara og heiðursviðurkenningar og vísar reglunum til íþróttaráðs.

Íþróttaráð - 165. fundur - 19.03.2015

2. liður í fundargerð stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar dagsett 9. mars 2015:
Farið yfir Samþykkt Afrekssjóðs og unnið að verklags- og vinnureglum vegna heiðursviðurkenninga og viðurkenninga vegna landsliðsmanna og Íslandsmeistara.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir framlagðar verklags- og vinnureglur fyrir styrkveitingar landsliðsmanna, viðurkenningar vegna Íslandsmeistara og heiðursviðurkenningar og vísar reglunum til íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar verklags- og vinnureglur.

Afrekssjóður Akureyrar - 13. fundur - 14.12.2015

Unnið að úthlutunum úr sjóðnum fyrir árið 2015.

Afrekssjóður Akureyrar - 13. fundur - 14.12.2015

Unnið að heiðursviðurkenningum.

Íþróttaráð - 183. fundur - 07.01.2016

Tillögur stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar vegna heiðursviðurkenninga 2015 kynntar.
Íþróttaráð samþykkir að veita heiðursviðurkenningar í samræmi við umræður á fundinum.

Íþróttaráð - 183. fundur - 07.01.2016

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að verklagi og vinnureglum við afhendingu sundkorta til afreksmanna á Akureyri.

Afrekssjóður Akureyrar - 14. fundur - 18.01.2016

Umræður og vinna vegna úthlutunar úr sjóðnum fyrir árið 2015.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita styrki fyrir árið 2015 í samræmi við umræður á fundinum.

Styrkirnir verða kynntir og afhentir við útnefningu Íþróttamanns Akureyrar 2015.

Íþróttaráð - 184. fundur - 21.01.2016

Áfram unnið að verklagi og vinnureglum fyrir afhendingu sundkorta til afreksmanna á Akureyri.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Íþróttaráð - 185. fundur - 04.02.2016

Lögð fram drög að verklags- og vinnureglum fyrir afhendingu sundkorta til afreksmanna á Akureyri.

Birna Baldursdóttir L-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að verklags- og vinnureglum vegna sundstyrks íþróttaráðs til landsliðsmanna.

Afrekssjóður Akureyrar - 15. fundur - 21.12.2016

Unnið að úthlutunum úr sjóðnum fyrir árið 2016 og heiðursviðurkenningum.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita kr. 600.000 til styrktar þeim íþróttamönnum sem verða útnefndir íþróttakarl og íþróttakona Akureyrarbæjar 2016.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita kr. 14.000 styrk til aðilarfélaga fyrir hvern landsliðsmann aðildarfélaga ÍBA 2016.

Stjórn Afrekssjóðs samþykkir tillögur að heiðursviðurkenningum í samræmi við umræður á fundinum og vísar þeim til frístundaráðs.

Frístundaráð - 1. fundur - 17.01.2017

Tillögur stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar vegna heiðursviðurkenninga frístundaráðs kynntar.
Frístundaráð samþykkir tillögur stjórnar Afrekssjóðs og formanni og framkvæmdarstjóra falið að afhenda viðurkenningarnar á athöfninni Íþróttamaður Akureyrar miðvikudaginn 18. janúar 2017.

Afrekssjóður Akureyrar - 15. fundur - 29.12.2017

Unnið að úthlutunum úr sjóðnum fyrir árið 2017 og heiðursviðurkenningum.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita kr. 1.000.000 til styrktar þeim íþróttamönnum sem verða útnefndir íþróttakarl og íþróttakona Akureyrarbæjar 2017. Stjórn Afrekssjóðs samþykkir að veita kr. 18.500 styrk til aðilarfélaga fyrir hvern landsliðsmann aðildarfélaga ÍBA 2017. Stjórn Afrekssjóðs samþykkir tillögur að heiðursviðurkenningum í samræmi við umræður á fundinum og vísar þeim til frístundaráðs.

Frístundaráð - 21. fundur - 11.01.2018

Deildarstjóri íþróttamála kynnti afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs á styrkjum vegna 2017 og tillögur vegna heiðursviðurkenninga frístundaráðs lagðar fram.
Frístundaráð staðfestir afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs.

Viðurkenningar verða afhentar miðvikudaginn 24. janúar nk. samhliða útnefningu á íþróttamanni og íþróttakonu Akureyrar.

Frístundaráð - 37. fundur - 05.09.2018

Stjórn Afrekssjóðs er skipuð af þremur fulltrúum ÍBA og tveimur fulltrúum frístundaráðs. Í framhaldi af skipun nýs frístundaráðs í vor þarf að skipa nýja fulltrúa frístundaráðs í stjórn Afrekssjóðs.
Frístundaráð samþykkir að skipa Hildi Betty Kristjánsdóttur, kt. 161173-5419 og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, kt. 070793-2109, sem fulltrúa ráðsins í stjórn Afrekssjóðs.

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Lögð fram til kynningar samantekt á úthlutunum úr Afrekssjóði Akureyrarbæjar 2018.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 53. fundur - 03.04.2019

Deilarstjóri íþróttamála lagði fram endurskoðaða samþykkt fyrir Afrekssjóð Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa samþykktinni til umsagnar hjá ungmennaráði.

Frístundaráð - 55. fundur - 03.05.2019

Lögð fram og kynnt umsögn ungmennaráðs á samþykkt Afrekssjóðs sem frístundaráð óskaði eftir á fundi sínum þann 3. apríl 2019.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir Samþykkt um Afrekssjóð Akureyrarbæjar óbreytta.

Frístundaráð - 70. fundur - 08.01.2020

Deildarstjóri íþróttamála kynnti afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs á styrkjum vegna 2019 og tillögu vegna heiðursviðurkenningar frístundaráðs.
Frístundaráð samþykkir tillögu um heiðursviðurkenningu.