Íþróttaráð

162. fundur 15. janúar 2015 kl. 14:00 - 16:00 Skautahöllin 2. hæð
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá

1.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um vinnu stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar vegna viðurkenninga fyrir árið 2014 og styrkja fyrir árið 2015.

2.Crossfit Akureyri - erindi þar sem CFA óskar eftir leyfi til að taka við frístundarstyrk Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015010109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. janúar 2015 frá Crossfit Akureyri (CFA) þar sem CFA óskar eftir leyfi íþróttaráðs til að taka við frístundastyrk Akureyrarbæjar.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

3.Íþróttafélagið Draupnir - æfingaaðstaða

Málsnúmer 2012110061Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 21. maí 2014 frá formanni ÍBA þar sem óskað er eftir aðkomu Akureyrarbæjar við kostnað nýs æfinga- og keppnisbúnaðar fyrir Íþróttafélagið Draupni í nýrri aðstöðu. Erindið var síðast á dagskrá 10. júlí 2014 þar sem íþróttaráð gerði eftirfarandi bókun: "Íþróttaráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2015. Forstöðumanni íþróttamála, formanni íþróttaráðs og Sigurjóni Jónassyni Æ-lista falið að vinna málið áfram með ÍBA og Draupni."
Íþróttaráð samþykkir að veita Íþróttafélaginu Draupni styrk að upphæð kr. 2.000.000 til búnaðarkaupa.

4.Íþróttafélagið Þór - tímasetning á endurnýjun á gervigrasi í Boganum

Málsnúmer 2015010021Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá Eiði Arnari Pálmasyni framkvæmdarstjóra Þórs og umsjónarmanni Bogans þar sem óskað er eftir því að skipt verði um gervigras í Boganum sumarið 2015 sökum aldurs, slits, skemmda og slysahættu á núverandi grasi. Meðfylgjandi erindinu er útekt Heilbrigðiseftirlitsins á aðstöðunni.
Formanni og forstöðumanni íþróttamála fali að vinna málið áfram ásamt Fasteignum Akureyrarbæjar.

5.Íþróttabandalag Akureyrar - samskipta- og samstarfssamningur Akureyrarbæjar og ÍBA

Málsnúmer 2015010126Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um vinnu við endurnýjun samskipta- og samstarfssamnings milli Akureyrarbæjar og ÍBA.

6.Starfsáætlun íþróttaráðs 2015-2018

Málsnúmer 2014080084Vakta málsnúmer

Umræður og vinna við starfsáætlun íþróttaráðs 2015-2018 með tilliti til íþróttastefnu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 16:00.