Fræðslu- og lýðheilsuráð

23. fundur 16. janúar 2023 kl. 13:00 - 14:45 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Arnór Þorri Þorsteinsson
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Tinna Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Jóhannesson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Arnór Þorri Þorsteinsson L-lista sat fundinn í forföllum Huldu Elmu Eysteinsdóttur.

1.Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra 2022

Málsnúmer 2022121023Vakta málsnúmer

Gjaldskrá dagforeldra var breytt 1. apríl sl. vegna greiðslu hagvaxtarauka.

Í ákvæðum núgildandi kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsgreinasamband Íslands, þar á meðal við Einingu-Iðju var samningurinn framlengdur til 30. september 2023. Í þeim samningi er eftirfarandi ákvæði:

"Þegar endurnýjaður kjarasamningur á almennum vinnumarkaði liggur fyrir á árinu 2022, skal launatafla 5 taka sömu niðurstöðu frá 1. janúar 2023 til 30. september 2023 samkvæmt samningsniðurstöðu þeirra sem fá greidd laun samkvæmt kauptöxtum á almennum vinnumarkaði."

Fyrir vikið þarf að endurskoða gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra.


Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslum til foreldra.

2.Reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022100188Vakta málsnúmer

Lögð fyrir til samþykktar drög að reglum um heimgreiðslur.


Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um heimgreiðslur með fimm atkvæðum.


Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Ísak Már Jóhannesson S-lista óska að bóka:

Þar sem þær reglur um heimgreiðslur sem hér eru lagðar fram til samþykktar eru í meginatriðum óbreyttar frá drögum sem kynnt voru á fundi þann 21. nóvember sl. vilja undirrituð ítreka bókanir sem gerðar voru við málið á því stigi. Ef koma skal á heimgreiðslum þyrfti það að vera tímabundin lausn meðan byggð verða upp leikskólapláss til að mæta þeirri vöntun sem er og verður til staðar og þá telja undirrituð nauðsynlegt að tekjutengja styrkina svo þeir nýtist aðeins þeim sem á þurfa að halda. Reglurnar eru kynntar sem tilraunaverkefni og því er mikilvægt að það liggi fyrir hvernig árangur tilraunarinnar verður metinn áður en hún hefst.

3.Minnisblað vegna barngilda í leikskólum og betri vinnutíma

Málsnúmer 2022120508Vakta málsnúmer

Á 22. fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs sem haldinn var þann 19. desember 2022 var sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs falið að gera áætlun um forgangsröðun verkefna vegna erindis skólastjóra leikskóla. Meðfylgjandi eru þrjár tillögur um forgangsröðun verkefna.


Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna málið áfram í samstarfi við sviðsstjóra fjármálasviðs.

4.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála fór yfir störf stjórnar Afrekssjóðs í desember 2022 og lagði fram tillögur að heiðursviðurkenningum fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir störf að félags-, íþrótta- og æskulýðsmálum.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála fór yfir störf stjórnar Afrekssjóðs í desember 2022 og lagði fram tillögur að heiðursviðurkenningum fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir störf að félags-, íþrótta- og æskulýðsmálum.

5.Félag eldri borgara á Akureyri - ósk um uppgjör vegna greiðslna félagsins við starfsmannahald og breytingu á samningi við Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022042215Vakta málsnúmer

Erindi frá Félagi eldri borgara á Akureyri dagsett 13. desember 2022 með ósk um uppgjör vegna greiðslna félagsins við starfsmannahald og breytingu á samningi milli Akureyrarbæjar og Félags eldri borgara á Akureyri.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við formann Félags eldri borgara.

Fundi slitið - kl. 14:45.