Frístundaráð

85. fundur 18. nóvember 2020 kl. 12:00 - 14:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar kynntu drög að nýju leiðakerfi SVA.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir kynninguna.

Ráðið telur mjög mikilvægt að reynt verði að bregðast við þeim athugasemdum sem fram hafa komið vegna tengingar leiðakerfisins við frístundastarf og starfsmönnum verði falið að koma athugasemdum sem komu fram á fundinum á framfæri við vinnuhópinn um nýtt leiðakerfi.

2.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Stjórn Afrekssjóðs er skipuð þremur fulltrúum ÍBA og tveimur fulltrúum frístundaráðs. Í framhaldi af breytingum á skipan frístundaráðs í október þarf að skipa nýjan fulltrúa frístundaráðs í stjórn Afrekssjóðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að skipa Evu Hrund Einarsdóttur í stjórn Afrekssjóðs í stað Berglindar Guðmundsdóttur. Eva tekur sæti formanns samkvæmt samþykkt sjóðsins.

3.Íþróttahreyfingin og COVID-19

Málsnúmer 2020040054Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað forstöðumanns íþróttamála um áhrif COVID-19 á rekstur og stöðu íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð lýsir yfir áhyggjum af því að COVID-ástandið muni hafa þau áhrif að brottfall úr íþróttum muni aukast og hvetur íþróttahreyfinguna til að skoða með hvaða hætti hægt verður að bregðast við því. Frístundaráð óskar eftir því við ÍBA að ráðið verði reglulega upplýst um þróun brottfalls iðkenda.

4.Íþróttadeild - endurnýjun gólfþvottavéla í Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahöllinni

Málsnúmer 2020110083Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram tillögu að endurnýjun búnaðar í Íþróttahöllinni og Íþróttahúsi Síðuskóla.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að endurnýjaðar verði gólfþvottavélar í Íþróttahöllinni og Íþróttahúsi Síðuskóla að upphæð 4,4 m.kr. úr áhalda- og búnaðarsjóði UMSA.

5.Sundfélagið Óðinn - aðkallandi verkefni í Sundlaug Akureyrar fyrir AMÍ 2021

Málsnúmer 2020110148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. nóvember 2020 frá Finni Víkingssyni varaformanni Sundfélagsins Óðins þar sem bent er á nokkur atriði sem þarf að laga í Sundlaug Akureyrar fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands sem verður haldið á Akureyri dagana 24.- 27. júní 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að brugðist verði við athugasemdum Sundfélagsins Óðins og keyptir verði nýir ráspallar og brautarlínur á árinu 2021 að upphæð 1,8 m.kr.

6.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Lagðar fram til samþykktar breytingar á samþykkt um ungmennaráð.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tillögu ungmennaráðs á samþykkt um ráðið og vísar samþykktinni til bæjarráðs.

7.Beiðni um styrk til Samtakanna '78 - félags hinsegin fólks á Íslandi

Málsnúmer 2020100631Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2020 frá Daníel E. Arnarssyni framkvæmdastjóra Samtakanna ´78 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.
Fylgiskjöl:

8.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 14:00.