Íþróttaráð

120. fundur 01. nóvember 2012 kl. 14:00 - 15:40 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá

1.Æfinga- og keppnisaðstaða fyrir Keiludeild Þórs

Málsnúmer 2012100003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 26. september sl. frá stjórn ÍBA varðandi æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir Keiludeild Þórs.

Íþróttaráð vísar erindinu aftur til ÍBA með vísan í 9. gr. samnings um samskiptamál Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar.

2.Íþróttabandalag Akureyrar - erindi frá Ungmennafélagi Akureyrar

Málsnúmer 2007010083Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi frá stjórn ÍBA dags. 24. september sl. um bætta aðstöðu í Boganum fyrir frjálsar íþróttaæfingar.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að koma á fundi með fulltrúum ÍBA, UFA og Fasteignum Akureyrarbæjar þar sem leitað verði leiða til að bæta aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir í Boganum.

3.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Fulltrúar ÍBA í stjórn Afrekssjóðs Akureyrar.

Íþróttaráð óskar eftir því að stjórn ÍBA tilnefni tvo fulltrúa í stjórn Afrekssjóðs Akureyrar, til viðbótar við þann fulltrúa ÍBA sem situr í stjórn sjóðsins. Í samræmi við jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er óskað eftir því að ÍBA tilnefni tvær konur í stjórn sjóðsins þar sem fyrir eru þrír karlar.

4.Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir fjárhagsáætlanir aðildarfélaga ÍBA fyrir árið 2013 ásamt yfirliti yfir ársreikninga ársins 2011.

5.Sundlaug Akureyrar - opnunartímar

Málsnúmer 2012020044Vakta málsnúmer

Opnunartímar Sundlaugar Akureyrar um jól og áramót.

Íþróttaráð óskar eftir áliti stjórnar Akureyrarstofu varðandi opnunartíma Sundlaugar Akureyrar um jól og áramót m.t.t. ferðaþjónustu. Forstöðumanni íþróttamála falið að leita nánari upplýsinga hjá forstöðumanni Sundlaugar Akureyrarbæjar um kostnað.

Fundi slitið - kl. 15:40.