Frístundaráð

70. fundur 08. janúar 2020 kl. 12:00 - 14:20 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll. Varamaður hennar mætti ekki.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að leita afbrigða við útsenda dagskrá og taka inn á fundinn mál nr. 2020010091, Efling sjúkraþjálfun - tímagjald vatnsleikifimihópa.
Var það samþykkt.

1.Efling sjúkraþjálfun - tímagjald vatnsleikfimihópa

Málsnúmer 2020010091Vakta málsnúmer

Erindi frá Þorleifi Stefánssyni sjúkraþjálfara hjá Eflingu sjúkraþjálfun þar sem óskað er eftir lækkun á tímagjaldi fyrir vatnsleikfimihópa í innilaug Sundlaugar Akureyrar.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

2.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála kynnti afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs á styrkjum vegna 2019 og tillögu vegna heiðursviðurkenningar frístundaráðs.
Frístundaráð samþykkir tillögu um heiðursviðurkenningu.

3.Kraftur - styrkbeiðni vegna skíðaferðar

Málsnúmer 2019020330Vakta málsnúmer

Erindi frá Krafti, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, þar sem er óskað er eftir stuðningi Akureyrarbæjar við fyrirhugaða skíðaferð félagsmanna í Hlíðarfjall í 7.- 9. febrúar 2019.
Frístundaráð samþykkir að styrkja Kraft með fríum aðgangi að Hlíðarfjalli.

4.Frístundaráð - heimsóknir í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2018110071Vakta málsnúmer

Heimsókn í íþróttahús Laugargötu, Sundlaug Akureyrar, íþróttamiðstöð Glerárskóla og íþróttamiðstöð Giljaskóla.

Fundi slitið - kl. 14:20.