Íþróttaráð

165. fundur 19. mars 2015 kl. 14:00 - 15:22 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Dagskrá
Jónas Björgvin Sigurbergsson Æ- lista - mætti í forföllum Sigurjóns Jónassonar.

1.Golfklúbbur Akureyrar - lokagreiðsla

Málsnúmer 2013120143Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að samningi um lokagreiðslur uppbyggingar- og framkvæmdasamnings Golfklúbbs Akureyrar frá 2007.
Íþróttaráð samþykkir samninginn og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

2.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2015 frá Einari Gunnlaugssyni formanni BA þar sem félagið óskar eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu 17. júní nk.
Íþróttaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni bílasýningar 17. júní nk. Bílaklúbbur Akureyrar skal fylgja eftir verklýsingu og hafa fullt samráð við umsjónarmann Bogans. Bílaklúbbur Akureyrar annast þvott á gervigrasi eftir sýninguna.

3.Átak - beiðni vegna frístundastyrks

Málsnúmer 2015020157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2015 frá Guðrúnu Gísladóttur f.h. Átaks heilsuræktar þar sem óskað er eftir því að unglingar geti fengið að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar á tiltekin námskeið í Átaki heilsurækt.
Íþróttaráð samþykkir erindið og heimilar Átaki heilsurækt að taka á móti frístundastyrkjum fyrir námskeið fyrir 12-17 ára unglinga.

4.Skautafélag Akureyrar - ósk um lengingu á opnun Skautahallarinnar sumarið 2015

Málsnúmer 2015030113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2015 frá Sigurði S. Sigurðssyni formanni SA þar sem félagið óskar eftir því að opna Skautahöllina 20. júlí í sumar, í stað 15. ágúst sbr. rekstrarsamning.
Íþróttaráð fagnar þátttöku SA í unglingalandsmóti 2015 á Akureyri og samþykkir erindið.

5.Íþróttafélagið Þór - ósk um styrk vegna 100 ára afmælis félagsins

Málsnúmer 2015020184Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar 6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 12. mars 2015:
Erindi dagsett 30. janúar 2015 frá framkvæmdastjóra Íþróttafélagsins Þórs þar sem óskað er eftir 2,5 millj. kr. fjárstuðningi í tilefni af 100 ára afmæli félagsins á þessu ári.
Bæjarráð samþykkir að veita Íþróttafélaginu Þór styrk að upphæð kr. 1,5 millj. kr. vegna 100 ára afmæli félagsins. Færist af styrkveitingum bæjarráðs.
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista vék af fundi kl. 14:35.

6.Naustaskóli - íþróttahús

Málsnúmer 2015020029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staða framkvæmda við íþróttahús Naustaskóla.

7.Afrekssjóður Akureyrar - verklags- og vinnureglur vegna viðurkenninga

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar dagsett 9. mars 2015:
Farið yfir Samþykkt Afrekssjóðs og unnið að verklags- og vinnureglum vegna heiðursviðurkenninga og viðurkenninga vegna landsliðsmanna og Íslandsmeistara.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir framlagðar verklags- og vinnureglur fyrir styrkveitingar landsliðsmanna, viðurkenningar vegna Íslandsmeistara og heiðursviðurkenningar og vísar reglunum til íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar verklags- og vinnureglur.

8.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 2015030173Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar verkefni Landlæknisembættis Íslands um Heilsueflandi samfélag.
Íþróttaráð líst vel á verkefnið og felur forstöðumanni íþróttamála og formanni að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 15:22.